Neitar sök fyrir rétti í heimilsofbeldismáli Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 17:00 Giggs á leið til réttarhaldanna í dag. Christopher Furlong/Getty Images Réttarhöld yfir Ryan Giggs, fyrrum leikmanns Manchester United og þjálfara velska landsliðsins, hófust í Manchester-borg í dag. Giggs er ákærður fyrir heimilsofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni. Giggs var ásakaður um stjórnsemislega hegðun og þvingun gagnvart fyrrum kærustu sinni Kate Greville fyrir rétti í dag. Giggs er meðal annars sakaður um að hafa skallað Greville og beitt bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi í þau þrjú ár sem þau voru saman, milli 2017 og 2020. Vara má við að listinn yfir ásakanir Greville á hendur Giggs er ekki geðsleg lesning. Ásakanirnar sem komu fram í réttarsalnum í dag eru meðal annars að Giggs hafi: sent á hana skilaboð í sífellu á meðan hún var úti á lífinu með öðrum hóta að senda tölvupósta á vini hennar og vinnufélaga um kynferðislegar athafnir þeirra kasta henni út úr húsi sínu þegar hún spurði hann um samband hans við aðrar konur sparka í bak hennar og kasta henni naktri út af hótelherbergi í Lundúnum þegar hún sakaði hann um að reyna við aðrar konur senda mikinn fjölda óþægilegra skilaboða og hringja látlaust þegar hún hótaði að hætta með honum mæta oft óumbeðinn heim til hennar og heim til vina hennar eftir að hún reyndi að hætta með honum Þá er Giggs einnig sakaður um að hafa skallað Greville 1. nóvember 2020 og á þá einnig að hafa ráðist að systur hennar sama dag. Giggs neitaði öllum þessum ásökunum þegar málið var tekið fyrir í réttarsal í dag. Tíu daga réttarhöld voru skipulögð, en hefjast ekki fyrr en 24. janúar á næsta ári. Giggs er 47 ára gamall og er leikjahæsti leikmaður í sögu Manchester United. Hann vann 13 Englandsmeistaratitla með liðinu og varð síðar landsliðsþjálfari Wales árið 2018. Aðstoðarþjálfari hans Rob Page hefur stýrt liðinu eftir að Giggs var handtekinn í nóvember 2020. Mál Ryan Giggs Heimilisofbeldi Bretland Wales Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Giggs var ásakaður um stjórnsemislega hegðun og þvingun gagnvart fyrrum kærustu sinni Kate Greville fyrir rétti í dag. Giggs er meðal annars sakaður um að hafa skallað Greville og beitt bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi í þau þrjú ár sem þau voru saman, milli 2017 og 2020. Vara má við að listinn yfir ásakanir Greville á hendur Giggs er ekki geðsleg lesning. Ásakanirnar sem komu fram í réttarsalnum í dag eru meðal annars að Giggs hafi: sent á hana skilaboð í sífellu á meðan hún var úti á lífinu með öðrum hóta að senda tölvupósta á vini hennar og vinnufélaga um kynferðislegar athafnir þeirra kasta henni út úr húsi sínu þegar hún spurði hann um samband hans við aðrar konur sparka í bak hennar og kasta henni naktri út af hótelherbergi í Lundúnum þegar hún sakaði hann um að reyna við aðrar konur senda mikinn fjölda óþægilegra skilaboða og hringja látlaust þegar hún hótaði að hætta með honum mæta oft óumbeðinn heim til hennar og heim til vina hennar eftir að hún reyndi að hætta með honum Þá er Giggs einnig sakaður um að hafa skallað Greville 1. nóvember 2020 og á þá einnig að hafa ráðist að systur hennar sama dag. Giggs neitaði öllum þessum ásökunum þegar málið var tekið fyrir í réttarsal í dag. Tíu daga réttarhöld voru skipulögð, en hefjast ekki fyrr en 24. janúar á næsta ári. Giggs er 47 ára gamall og er leikjahæsti leikmaður í sögu Manchester United. Hann vann 13 Englandsmeistaratitla með liðinu og varð síðar landsliðsþjálfari Wales árið 2018. Aðstoðarþjálfari hans Rob Page hefur stýrt liðinu eftir að Giggs var handtekinn í nóvember 2020.
Mál Ryan Giggs Heimilisofbeldi Bretland Wales Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira