„Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og skrifa 22. júlí 2021 17:10 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 78 tilfelli greindust innanlands í gær og tilkynnti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna að hann væri með tillögur að auknum takmörkunum á borðinu. Getum verið stolt af árangrinum Ragnar minnir á þá staðreynd að flest séum við bólusett og að bráðum verði fleiri bólusettir. Bólusetning hindri alvarlega sjúkdóma af völdum Covid-19 og dragi verulega úr dánartíðni. Þetta styður hann með breskri tölfræði. „Ég held að það sé rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn. Við erum yfir níutíu prósent bólusett sem dregur virkilega úr líkum á alvarlegum veikindum og dánartíðni. Við getum verið ofboðslega stolt af þessum árangri að hafa bólusett þorra þjóðar þegar þessi fjórða bylgja fer af stað,“ segir Ragnar Freyr í samtali við fréttastofu. Ástandið krítískt „Það er búið að vera svo mikið „panik“ í fjölmiðlum í dag þannig að mér fannst rétt að líta björtum augum fram á vegin þó að ástandið sé krítískt. Við höfum náð ótrúlegum árangri í bólusetningum þannig að við erum eins vel í stakk búin til að takast á við þessa fjórðu bylgju og hægt er að vera.“ Þá telur hann rökrétt að stjórnvöld blási til stórsóknar í heilbrigðismálum svo hægt sé að lifa með veirunni. „Ég held að frekar en að skerða frelsi okkar verulega þá ættu stjórnvöld að blása til stórsóknar í heilbrigðiskerfinu. Fleiri úrræði, hlusta á starfsmenn á gólfinu sem flestir hafa ótal hugmyndir um það hvernig betur megi fara með þennan sameiginlega sjóð okkar. Covid-19 göngudeildin er skínandi dæmi þess. Hún er hugmynd okkar sem vorum á gólfinu og hefur skilað árangri. Við ættum að blása til stórsóknar til að styðja við heilbrigðiskerfið svo að við getum lifað með sjúkdómnum.“ Inntur eftir því hvort ekki sé ráðlegt að herða tökin innanlands í ljósi stöðunnar segir hann að þar sem aðgerðir hafi ekki verið kynntar sé réttast að tjá sig ekki frekar um það. „Þórólfur, Alma og Víðir hafa ekki svikið okkur hingað til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 „Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36 „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
78 tilfelli greindust innanlands í gær og tilkynnti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna að hann væri með tillögur að auknum takmörkunum á borðinu. Getum verið stolt af árangrinum Ragnar minnir á þá staðreynd að flest séum við bólusett og að bráðum verði fleiri bólusettir. Bólusetning hindri alvarlega sjúkdóma af völdum Covid-19 og dragi verulega úr dánartíðni. Þetta styður hann með breskri tölfræði. „Ég held að það sé rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn. Við erum yfir níutíu prósent bólusett sem dregur virkilega úr líkum á alvarlegum veikindum og dánartíðni. Við getum verið ofboðslega stolt af þessum árangri að hafa bólusett þorra þjóðar þegar þessi fjórða bylgja fer af stað,“ segir Ragnar Freyr í samtali við fréttastofu. Ástandið krítískt „Það er búið að vera svo mikið „panik“ í fjölmiðlum í dag þannig að mér fannst rétt að líta björtum augum fram á vegin þó að ástandið sé krítískt. Við höfum náð ótrúlegum árangri í bólusetningum þannig að við erum eins vel í stakk búin til að takast á við þessa fjórðu bylgju og hægt er að vera.“ Þá telur hann rökrétt að stjórnvöld blási til stórsóknar í heilbrigðismálum svo hægt sé að lifa með veirunni. „Ég held að frekar en að skerða frelsi okkar verulega þá ættu stjórnvöld að blása til stórsóknar í heilbrigðiskerfinu. Fleiri úrræði, hlusta á starfsmenn á gólfinu sem flestir hafa ótal hugmyndir um það hvernig betur megi fara með þennan sameiginlega sjóð okkar. Covid-19 göngudeildin er skínandi dæmi þess. Hún er hugmynd okkar sem vorum á gólfinu og hefur skilað árangri. Við ættum að blása til stórsóknar til að styðja við heilbrigðiskerfið svo að við getum lifað með sjúkdómnum.“ Inntur eftir því hvort ekki sé ráðlegt að herða tökin innanlands í ljósi stöðunnar segir hann að þar sem aðgerðir hafi ekki verið kynntar sé réttast að tjá sig ekki frekar um það. „Þórólfur, Alma og Víðir hafa ekki svikið okkur hingað til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 „Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36 „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52
„Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36
„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30
Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14