„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2021 13:30 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. Í gær beindi Farsóttarnefnd Landspítalans þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar faraldurinn er í veldisvexti. Var starfsfólk hvatt til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ með sínum nánustu. Sjá einnig: Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Þessi tilmæli hafa verið umræðuefni á Twitter þar sem heilbrigðisstarfsmenn lýsa misjöfnum skoðunum á þeim. Landspítalinn mætti íhuga að borga starfsfólki peninga fyrir að búa til sumarkúlu fyrst það er svona mikilvægt. https://t.co/ibWQHEsPPT— Margrét Arna (@margretviktors) July 21, 2021 Jólakúla, páskakúla, sumarkúla... hversu margar kúlur fær maður!!?https://t.co/FSgu5qxoOe— Elínb. Erla Knútsd (@ellaknuts) July 21, 2021 Ég get ekki lýst tilfinningum mínum yfir þessari yfirlýsingu um sumarkúlu en þær eru nokkurn vegin svona: — Brynja Viktorsdóttir (@brynjavik) July 21, 2021 Mér finnst þetta svo sturlaður dónaskapur að ég á eiginlega ekki til orð.— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) July 21, 2021 ef að ég heyri aftur eitthvað variation á jólakúlu/sumarkúlu/páskanúlu þá fæ ég kast — felga hanney (@ekkihelga) July 22, 2021 Hjúkrunarfræðingar staðið vaktina Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist skilja þreytu kollega sinna. Þeir hafi staðið vaktina svo um muni og farið í hálfgerða einangrun til að geta stundað sína vinnu. „Þetta er hápunktur sumarfrísins. Hjúkrunarfræðingar eru eins og aðrir landsmenn þreyttir á veirunni. Maður skilur það svo sannarlega. Hjúkrunarfræðingar hafa staðið vaktina svo um munar og farið í hálfgerða einangrun til þess að geta stundað sína vinna. Núna er hásumar og auðvitað er fólk lítið spennt fyrir þessu. En þetta er bara staðan og við breytum þessu ekki nema nú þarf bara að fara í það sem við kunnum vel,“segir Gubjörg og vísar til sóttvarna. Hvetur fólk til að sameinast í því að fara varlega Sumarkúla er ekki einsdæmi. Í faraldri kórónuveirunnar hefur heilbrigðisstarfsfólk þurft að huga að jólakúlum og páskakúlum. Guðbjörg segir um fórnarkostnað að ræða sem ekki sé metinn til launa og hvetur landsmenn til þess að sameinast í því að fara varlega á svo viðkvæmum tímum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti notið sumarfrís líkt og aðrir. „Ég hvet alla landsmenn til þess að fara varlega og sameinast í því. Leggjumst öll á eitt og gerum það saman. Þannig að hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fái líka frí.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Twitter Tengdar fréttir Starfsfólk sem sótti LungA beðið um að fara í skimun Farsóttanefnd Landspítalans mælist til þess að starfsfólk spítalans, sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði, fari í skimun fyrir kórónuveirunni eins fljótt og auðið er. 22. júlí 2021 09:58 Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Í gær beindi Farsóttarnefnd Landspítalans þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar faraldurinn er í veldisvexti. Var starfsfólk hvatt til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ með sínum nánustu. Sjá einnig: Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Þessi tilmæli hafa verið umræðuefni á Twitter þar sem heilbrigðisstarfsmenn lýsa misjöfnum skoðunum á þeim. Landspítalinn mætti íhuga að borga starfsfólki peninga fyrir að búa til sumarkúlu fyrst það er svona mikilvægt. https://t.co/ibWQHEsPPT— Margrét Arna (@margretviktors) July 21, 2021 Jólakúla, páskakúla, sumarkúla... hversu margar kúlur fær maður!!?https://t.co/FSgu5qxoOe— Elínb. Erla Knútsd (@ellaknuts) July 21, 2021 Ég get ekki lýst tilfinningum mínum yfir þessari yfirlýsingu um sumarkúlu en þær eru nokkurn vegin svona: — Brynja Viktorsdóttir (@brynjavik) July 21, 2021 Mér finnst þetta svo sturlaður dónaskapur að ég á eiginlega ekki til orð.— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) July 21, 2021 ef að ég heyri aftur eitthvað variation á jólakúlu/sumarkúlu/páskanúlu þá fæ ég kast — felga hanney (@ekkihelga) July 22, 2021 Hjúkrunarfræðingar staðið vaktina Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist skilja þreytu kollega sinna. Þeir hafi staðið vaktina svo um muni og farið í hálfgerða einangrun til að geta stundað sína vinnu. „Þetta er hápunktur sumarfrísins. Hjúkrunarfræðingar eru eins og aðrir landsmenn þreyttir á veirunni. Maður skilur það svo sannarlega. Hjúkrunarfræðingar hafa staðið vaktina svo um munar og farið í hálfgerða einangrun til þess að geta stundað sína vinna. Núna er hásumar og auðvitað er fólk lítið spennt fyrir þessu. En þetta er bara staðan og við breytum þessu ekki nema nú þarf bara að fara í það sem við kunnum vel,“segir Gubjörg og vísar til sóttvarna. Hvetur fólk til að sameinast í því að fara varlega Sumarkúla er ekki einsdæmi. Í faraldri kórónuveirunnar hefur heilbrigðisstarfsfólk þurft að huga að jólakúlum og páskakúlum. Guðbjörg segir um fórnarkostnað að ræða sem ekki sé metinn til launa og hvetur landsmenn til þess að sameinast í því að fara varlega á svo viðkvæmum tímum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti notið sumarfrís líkt og aðrir. „Ég hvet alla landsmenn til þess að fara varlega og sameinast í því. Leggjumst öll á eitt og gerum það saman. Þannig að hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fái líka frí.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Twitter Tengdar fréttir Starfsfólk sem sótti LungA beðið um að fara í skimun Farsóttanefnd Landspítalans mælist til þess að starfsfólk spítalans, sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði, fari í skimun fyrir kórónuveirunni eins fljótt og auðið er. 22. júlí 2021 09:58 Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Starfsfólk sem sótti LungA beðið um að fara í skimun Farsóttanefnd Landspítalans mælist til þess að starfsfólk spítalans, sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði, fari í skimun fyrir kórónuveirunni eins fljótt og auðið er. 22. júlí 2021 09:58
Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31
Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14