Hlýjasti júlímánuður aldarinnar á Norður- og Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 17:16 Veðrið hefur leikið við Akureyringa og nærsveitunga í júlí. Vísir Yfirstandandi júlímánuður er sá hlýjasti sem mælst hefur á Norður- og Austurlandi á þessari öld. Hið sama á við um Miðhálendið en óvenjuhlýtt hefur verið í landshlutunum að undanförnu. Aðra sögu er að segja í Reykjavík en aðeins hafa mælst 64,3 sólskinsstundir í borginni það sem af er þessum mánuði eða um 50 færri en í meðalári. Frá þessu greinir Trausti Jónsson veðurfræðingur í nýrri samantekt sinni. Fyrstu 20 daga júlímánaðar hefur meðalhiti á Akureyri mælst 14,4 stig sem er meira en einu stigi hærra en áður hefur sést. Er hiti nú 3,5 stigum fyrir ofan meðalhita síðustu tíu ára. Óvenjuþurrt í veðri Meðalhiti fyrstu 20 daga júlímánaðar í Reykjavík er 11,1 stig. Er það 0,2 stigum fyrir neðan meðalhita síðustu tíu ára og um að ræða fjórtánda hlýjasta júlímánuð á öldinni. Hlýjasta veðurstöð landsins er nú við Upptyppinga í Ódáðahrauni þar sem meðalhiti hefur verið 14,8 stig það sem af er júlímánuði. Að sögn Trausta er óvenjulegt að hlýjast sé á hálendinu. Þurrt hefur verið í veðri og úrkoma í Reykjavík mælist 7,9 mm í júlí. Það er aðeins fimmtungur af meðallagi og hefur aðeins tvisvar mælst jafnlítil eða minni úrkoma sömu daga á þessari öld. Ekki hefur þó verið jafnþurrt alls staðar suðvestan- og vestanlands og í Reykjavík. Úrkoma á Akureyri mælist 2,4 mm og hefur mjög sjaldan verið minni þessa sömu daga. Veður Tengdar fréttir Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum. 20. júlí 2021 20:17 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
Aðra sögu er að segja í Reykjavík en aðeins hafa mælst 64,3 sólskinsstundir í borginni það sem af er þessum mánuði eða um 50 færri en í meðalári. Frá þessu greinir Trausti Jónsson veðurfræðingur í nýrri samantekt sinni. Fyrstu 20 daga júlímánaðar hefur meðalhiti á Akureyri mælst 14,4 stig sem er meira en einu stigi hærra en áður hefur sést. Er hiti nú 3,5 stigum fyrir ofan meðalhita síðustu tíu ára. Óvenjuþurrt í veðri Meðalhiti fyrstu 20 daga júlímánaðar í Reykjavík er 11,1 stig. Er það 0,2 stigum fyrir neðan meðalhita síðustu tíu ára og um að ræða fjórtánda hlýjasta júlímánuð á öldinni. Hlýjasta veðurstöð landsins er nú við Upptyppinga í Ódáðahrauni þar sem meðalhiti hefur verið 14,8 stig það sem af er júlímánuði. Að sögn Trausta er óvenjulegt að hlýjast sé á hálendinu. Þurrt hefur verið í veðri og úrkoma í Reykjavík mælist 7,9 mm í júlí. Það er aðeins fimmtungur af meðallagi og hefur aðeins tvisvar mælst jafnlítil eða minni úrkoma sömu daga á þessari öld. Ekki hefur þó verið jafnþurrt alls staðar suðvestan- og vestanlands og í Reykjavík. Úrkoma á Akureyri mælist 2,4 mm og hefur mjög sjaldan verið minni þessa sömu daga.
Veður Tengdar fréttir Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum. 20. júlí 2021 20:17 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum. 20. júlí 2021 20:17