Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 08:26 Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar. Mynd/Stöð 2 Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut fangelsisdóm fyrir líkamsárás fær að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Nara hlaut árið 2018 átján mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi bitið tungu fyrrverandi eiginmanns síns í sjálfsvörn. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Nara hlaut einnig dóm fyrir líkamsárás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili þeirra hjóna sama kvöld og Nara beit eiginmann sinn. Hún afplánaði þriggja mánaða fangelsisvist en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Segir brotið gegn banni við ómannúðlegri meðferð Kæra Nöru til MDE er í tveimur liðum, sá fyrri vegna dómsins sem hún hlaut fyrir líkamsárás og sá seinni vegna meðferðar lögreglu vegna kæru hennar gagnvart eiginmanninum fyrrverandi. Hún kærði manninn fyrir ítrekað heimilisofbeldi en lögregla felldi niður rannsókn málsins. Nara segir að með því að hafa ekki tekið sönnunargögn um heimilisofbeldi til greina við rannsókn líkamsárásarinnar, hafi ríkið brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og um friðhelgi einkalífs. Hún segir einnig að jafnræðisregla sáttmálans hafi verið brotin þar sem hún hafi fengið slakari meðferð sökum kynferðis og þjóðernis. Málið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma Nara Walker hlaut gríðarlegan stuðning þegar hún var dæmd í fangelsi. Rúmlega 41 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista henni til stuðnings og biðlað var til forseta Íslands að náða hana. Þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði söfnuðust stuðningsmenn hennar saman til að mótmæla því að Nara hefði verið dæmd til fangelsisvistar. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu mál Nöru endurspegla slæma stöðu þolenda ofbeldis í réttarkerfinu. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Tengdar fréttir Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut fangelsisdóm fyrir líkamsárás fær að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Nara hlaut árið 2018 átján mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi bitið tungu fyrrverandi eiginmanns síns í sjálfsvörn. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Nara hlaut einnig dóm fyrir líkamsárás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili þeirra hjóna sama kvöld og Nara beit eiginmann sinn. Hún afplánaði þriggja mánaða fangelsisvist en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Segir brotið gegn banni við ómannúðlegri meðferð Kæra Nöru til MDE er í tveimur liðum, sá fyrri vegna dómsins sem hún hlaut fyrir líkamsárás og sá seinni vegna meðferðar lögreglu vegna kæru hennar gagnvart eiginmanninum fyrrverandi. Hún kærði manninn fyrir ítrekað heimilisofbeldi en lögregla felldi niður rannsókn málsins. Nara segir að með því að hafa ekki tekið sönnunargögn um heimilisofbeldi til greina við rannsókn líkamsárásarinnar, hafi ríkið brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og um friðhelgi einkalífs. Hún segir einnig að jafnræðisregla sáttmálans hafi verið brotin þar sem hún hafi fengið slakari meðferð sökum kynferðis og þjóðernis. Málið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma Nara Walker hlaut gríðarlegan stuðning þegar hún var dæmd í fangelsi. Rúmlega 41 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista henni til stuðnings og biðlað var til forseta Íslands að náða hana. Þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði söfnuðust stuðningsmenn hennar saman til að mótmæla því að Nara hefði verið dæmd til fangelsisvistar. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu mál Nöru endurspegla slæma stöðu þolenda ofbeldis í réttarkerfinu.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Tengdar fréttir Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30
Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50
Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45