Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2021 13:29 Fyrsta skrefinu skotið á loft. AP/TOny Gutierrez Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. Bezos fór út í geim um borð í geimfarinu RSS First Step, eða fyrsta skrefið, sem byggt var af starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, sem er í eigu Bezos. Markmið fyrirtækisins er meðal annars að skjóta auðugum ferðamönnum út í geim. Geimferðin heppnaðist vel og tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda. Geimfarinu var skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Hér má sjá geimskotið allt og hlusta á geimfarana sjálfa. Sú hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Með Bezos var bróðir hans Mark, hinn átján ára gamli Oliver Daemen og hin 82 ára gamla Wally Funk. Þau síðastnefndu eru yngsti geimfari jarðarinnar og sá elsti. Hér má sjá stutt myndband um Wally Funk. Fyrsta skrefið var borið út í geim á eldflaug af gerðinni New Shepard. Þar slitnaði efsti hluti farsins frá og geimfararnir gátu virt jörðina fyrir sér í gegnum stóra glugga á farinu. Eldflaugin sem flutti þau út í geim sneri sjálfkrafa við og lenti aftur á jörðu niðri, nokkrum mínútum seinna svifu geimfararnir til jarðar í fallhlífum. Congratulations to all of Team Blue past and present on reaching this historic moment in spaceflight history. This first astronaut crew wrote themselves into the history books of space, opening the door through which many after will pass. #GradatimFerociter #NSFirstHumanFlight— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021 Við lendingu virtust áhafnarmeðlimir Fyrsta skrefsins hinir ánægðustu með ferðina. Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Bezos fór út í geim um borð í geimfarinu RSS First Step, eða fyrsta skrefið, sem byggt var af starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, sem er í eigu Bezos. Markmið fyrirtækisins er meðal annars að skjóta auðugum ferðamönnum út í geim. Geimferðin heppnaðist vel og tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda. Geimfarinu var skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Hér má sjá geimskotið allt og hlusta á geimfarana sjálfa. Sú hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Með Bezos var bróðir hans Mark, hinn átján ára gamli Oliver Daemen og hin 82 ára gamla Wally Funk. Þau síðastnefndu eru yngsti geimfari jarðarinnar og sá elsti. Hér má sjá stutt myndband um Wally Funk. Fyrsta skrefið var borið út í geim á eldflaug af gerðinni New Shepard. Þar slitnaði efsti hluti farsins frá og geimfararnir gátu virt jörðina fyrir sér í gegnum stóra glugga á farinu. Eldflaugin sem flutti þau út í geim sneri sjálfkrafa við og lenti aftur á jörðu niðri, nokkrum mínútum seinna svifu geimfararnir til jarðar í fallhlífum. Congratulations to all of Team Blue past and present on reaching this historic moment in spaceflight history. This first astronaut crew wrote themselves into the history books of space, opening the door through which many after will pass. #GradatimFerociter #NSFirstHumanFlight— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021 Við lendingu virtust áhafnarmeðlimir Fyrsta skrefsins hinir ánægðustu með ferðina.
Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53
Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19