Sjálfsfróunarummæli falla ekki í kramið í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2021 07:44 Moon Jae In, forseti Suður-Kóreu. EPA/YONHAP Erfiðlega gengur að halda fyrsta fund núverandi leiðtoga Japans og Suður-Kóreu. Til stóð að Moon Jae In, forseti Suður-Kóreu, ferðaðist til Japans í vikunni en sú ferð er í óvissu vegna ummæla japansks erindreka. Hirohisa Soma, sem er hátt settur erindreki í sendiráði Japans í Suður-Kóreu, sagði í viðtali að viðleitni Moons til að bæta samskipti Japans og Suður-Kóreu væri hægt að líkja við „sjálfsfróun“. Hann sagði að yfirvöld í Japan hefðu ekki tíma til að sýna samskiptum ríkjanna þann áhuga sem ráðamenn í Suður-Kóreu vildu. Samkvæmt Yonhap-fréttaveitunni í Suður-Kóreu, stóð til að Moon færi til Japans á föstudaginn að fylgjast með Ólympíuleikunum og hitta Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans í fyrsta sinn. Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans.EPA/NICOLAS DATICHE Nú er óljóst hvort Moon muni fara og segja embættismenn í Suður-Kóreu að viðræður um ferðina eiga sér stað. Yonhap segir kannanir sýna að almenningur í Suður-Kóreu er andvígur því að Moon fari til Japans. Samband ríkjanna hefur ekki verið gott undanfarið og má að miklu leyti rekja það til deilna um bótagreiðslur vegna ódæða í hernámi Japans á Suður-Kóreu frá 1910 til 1945. Þær deilur eru meðal þess sem Moon og Suga ætluðu að ræða sín á milli á föstudaginn. Reuters segir að ráðamenn í Japan ætli að flytja Soma, þann sem líkti viðleitni Moon við sjálfsfróun, í starfi. Hann mun einnig hafa verið ávíttur fyrir ummælin. Uppfært 8:18 - Moon hefur hætt við ferðina. Suður-Kórea Japan Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Hirohisa Soma, sem er hátt settur erindreki í sendiráði Japans í Suður-Kóreu, sagði í viðtali að viðleitni Moons til að bæta samskipti Japans og Suður-Kóreu væri hægt að líkja við „sjálfsfróun“. Hann sagði að yfirvöld í Japan hefðu ekki tíma til að sýna samskiptum ríkjanna þann áhuga sem ráðamenn í Suður-Kóreu vildu. Samkvæmt Yonhap-fréttaveitunni í Suður-Kóreu, stóð til að Moon færi til Japans á föstudaginn að fylgjast með Ólympíuleikunum og hitta Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans í fyrsta sinn. Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans.EPA/NICOLAS DATICHE Nú er óljóst hvort Moon muni fara og segja embættismenn í Suður-Kóreu að viðræður um ferðina eiga sér stað. Yonhap segir kannanir sýna að almenningur í Suður-Kóreu er andvígur því að Moon fari til Japans. Samband ríkjanna hefur ekki verið gott undanfarið og má að miklu leyti rekja það til deilna um bótagreiðslur vegna ódæða í hernámi Japans á Suður-Kóreu frá 1910 til 1945. Þær deilur eru meðal þess sem Moon og Suga ætluðu að ræða sín á milli á föstudaginn. Reuters segir að ráðamenn í Japan ætli að flytja Soma, þann sem líkti viðleitni Moon við sjálfsfróun, í starfi. Hann mun einnig hafa verið ávíttur fyrir ummælin. Uppfært 8:18 - Moon hefur hætt við ferðina.
Suður-Kórea Japan Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira