Britney ætlar ekki að spila á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferlinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 10:11 Britney hefur ekki komið fram á sviði síðan 2018 og ætlar ekki að gera það fyrr en faðir hennar missir forræði yfir henni. Getty/Gareth Cattermole Söngkonan Britney Spears segist ekki ætla að spila aftur á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferli hennar. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur farið með forræði yfir söngkonunni frá árinu 2008 og hefur Britney lýst því að hún hafi engin völd yfir eigin lífi. Þetta segir Britney í tilfinningaþrunginni Instagram-færslu og breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þetta forræðismál hefur drepið drauma mína,“ skrifaði stjarnan í langri Instagram-færslu. „Allt sem ég hef núna er von.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Greint var frá því fyrr í vikunni að Britney vilji kæra föður sinn fyrir að hafa misbeitt valdi sínu yfir henni. Hann, ásamt fleirum, fékk forræði yfir henni árið 2008 eftir að Britney hafði glímt við andleg veikindi og hún talin glíma við vímuefnavanda. „Ég ætla ekki að koma fram á sviði á næstunni á meðan pabbi minn stjórnar því hverju ég klæðist, hvað ég segi eða hvað ég hugsa,“ skrifar Britney. Hún hefur ekki stigið á svið síðan 2018. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég vil miklu frekar deila myndböndum af mér heima í stofu en á sviði í Vegas. Ég ætla ekki að stífmála mig og reyna reyna reyna á sviði aftur og geta ekki verið samkvæm sjálfri mér vegna endurgerða af lögunum mínum í fleiri ár.“ Þá segist hún ekki hrifin af nýlegum heimildarmyndum um líf hennar og segir hún „niðurlægjandi augnablik úr fortíðinni“ hafa verið meginefni myndanna. „Ég er löngu komin yfir þetta.“ Stjarnan hefur ítrekað gagnrýnt heimildarmyndir um líf hennar, þar á meðal Framing Britney Spears sem hefur verið tilnefnd til tveggja Emmy verðlauna. Myndin, auk #FreeBritney hreyfingarinnar hefur vakið gríðarlega mikla athygli á sjálfræðisbaráttu stjörnunnar og hefur stór hluti almennings gengið í lið með henni vegna frásagna um eðli forræðisins yfir henni. Frásögn hennar fyrir dómi í síðasta mánuði vakti gríðarlega athygli en þar lýsti hún því að hún hafi verið þvinguð til að taka geðlyf, sem hún þurfi ekki á að halda, hún hafi verið neydd til að setja upp hormónalykkjuna, sem er getnaðarvörn sem komið er fyrir í legi, þrátt fyrir að hún vilji fleiri börn og hún hafi verið neydd til að koma fram á tónleikum. Á miðvikudag fékk hún leyfi frá dómstólum til að ráða eigin lögmann í málið en frá upphafi þess hefur hún haft lögmann sem skipaður var af dómstólum. Í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til að fella forræðið yfir henni úr gildi, þrátt fyrir vilja hennar til þess, og sagði hann af sér í kjölfarið. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Þetta segir Britney í tilfinningaþrunginni Instagram-færslu og breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þetta forræðismál hefur drepið drauma mína,“ skrifaði stjarnan í langri Instagram-færslu. „Allt sem ég hef núna er von.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Greint var frá því fyrr í vikunni að Britney vilji kæra föður sinn fyrir að hafa misbeitt valdi sínu yfir henni. Hann, ásamt fleirum, fékk forræði yfir henni árið 2008 eftir að Britney hafði glímt við andleg veikindi og hún talin glíma við vímuefnavanda. „Ég ætla ekki að koma fram á sviði á næstunni á meðan pabbi minn stjórnar því hverju ég klæðist, hvað ég segi eða hvað ég hugsa,“ skrifar Britney. Hún hefur ekki stigið á svið síðan 2018. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég vil miklu frekar deila myndböndum af mér heima í stofu en á sviði í Vegas. Ég ætla ekki að stífmála mig og reyna reyna reyna á sviði aftur og geta ekki verið samkvæm sjálfri mér vegna endurgerða af lögunum mínum í fleiri ár.“ Þá segist hún ekki hrifin af nýlegum heimildarmyndum um líf hennar og segir hún „niðurlægjandi augnablik úr fortíðinni“ hafa verið meginefni myndanna. „Ég er löngu komin yfir þetta.“ Stjarnan hefur ítrekað gagnrýnt heimildarmyndir um líf hennar, þar á meðal Framing Britney Spears sem hefur verið tilnefnd til tveggja Emmy verðlauna. Myndin, auk #FreeBritney hreyfingarinnar hefur vakið gríðarlega mikla athygli á sjálfræðisbaráttu stjörnunnar og hefur stór hluti almennings gengið í lið með henni vegna frásagna um eðli forræðisins yfir henni. Frásögn hennar fyrir dómi í síðasta mánuði vakti gríðarlega athygli en þar lýsti hún því að hún hafi verið þvinguð til að taka geðlyf, sem hún þurfi ekki á að halda, hún hafi verið neydd til að setja upp hormónalykkjuna, sem er getnaðarvörn sem komið er fyrir í legi, þrátt fyrir að hún vilji fleiri börn og hún hafi verið neydd til að koma fram á tónleikum. Á miðvikudag fékk hún leyfi frá dómstólum til að ráða eigin lögmann í málið en frá upphafi þess hefur hún haft lögmann sem skipaður var af dómstólum. Í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til að fella forræðið yfir henni úr gildi, þrátt fyrir vilja hennar til þess, og sagði hann af sér í kjölfarið.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18
Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23
Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21