Reikna með yfir fjögur hundruð í sóttkví eftir daginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 19:07 Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Almannavarnir reikna með því að yfir fjögur hundruð manns verði komnir í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hefur ekki tekist að tengja þá sem greindust með kórónuveiruna í gær við eldri smit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Það sé áhyggjuefni. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru sjö utan sóttkvíar. Þá greindust einnig tólf á landamærum Hjördís segir smitin í gær mestmegnis tengjast skemmtanalífinu. Þeir smituðu séu að stærstum hluta ungt fólk á suðvesturhorninu. Gylfi Þór Þorsteinsson ræddi stöðu mála í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði stöðuna að þyngjast og að ástandið minnti á þriðju bylgju faraldursins í október. Gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn sem greinst hafa við brottför úr landi en Íslendingar dvelja einnig í húsinu. Gylfi segir að aðeins einn óbólusettur sé í einangrun - og þeir bólusettu séu margir talsvert veikir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað ráðherra minnisblaði um hertar aðgerðir á landamærum en hann hefur sagt að til greina komi að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komu til landsins. Sá hátturinn er hafður á fyrir óbólusetta ferðamenn í mörgum löndum í Evrópu; til að mynda Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku. „Þá held ég að það muni hjálpa mikið og ég er alveg sannfærður um það að fólk sem vill koma til Íslands lætur ekki eitt PCR-próf stoppa sig í að koma,“ segir Gylfi. Ráða mátti af upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Evrópulöndin sem nefnd eru krefjist neikvæðs PCR-prófs af bólusettum ferðamönnum. Sú er ekki raunin og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru sjö utan sóttkvíar. Þá greindust einnig tólf á landamærum Hjördís segir smitin í gær mestmegnis tengjast skemmtanalífinu. Þeir smituðu séu að stærstum hluta ungt fólk á suðvesturhorninu. Gylfi Þór Þorsteinsson ræddi stöðu mála í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði stöðuna að þyngjast og að ástandið minnti á þriðju bylgju faraldursins í október. Gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn sem greinst hafa við brottför úr landi en Íslendingar dvelja einnig í húsinu. Gylfi segir að aðeins einn óbólusettur sé í einangrun - og þeir bólusettu séu margir talsvert veikir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað ráðherra minnisblaði um hertar aðgerðir á landamærum en hann hefur sagt að til greina komi að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komu til landsins. Sá hátturinn er hafður á fyrir óbólusetta ferðamenn í mörgum löndum í Evrópu; til að mynda Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku. „Þá held ég að það muni hjálpa mikið og ég er alveg sannfærður um það að fólk sem vill koma til Íslands lætur ekki eitt PCR-próf stoppa sig í að koma,“ segir Gylfi. Ráða mátti af upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Evrópulöndin sem nefnd eru krefjist neikvæðs PCR-prófs af bólusettum ferðamönnum. Sú er ekki raunin og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira