Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2021 19:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. „Frá 27. maí hefur enginn upplýsingafundur verið haldinn. En í dag mættu þeir Þórólfur og Víðir og upplýstu okkur um stöðuna eftir 49 daga hlé.“ Þeir fimm sem greindust smitaðir í fyrradag og þeir tveir sem greindust daginn áður eru allir smitaðir af Delta afbrigði veirunnar sem er í miklum vexti erlendis og talið meira smitandi en önnur afbrigði. Beðið er eftir raðgreiningu í tilfelli þeirra tíu sem greindust í gær. Vonaðist eftir betri virkni Þórólfur segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. „Við erum að sjá það gerast að bóluefni kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þannig að við erum að uppgötva þetta bara jafn óðum og þetta er ný vitneskja sem við erum að fá,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Heilsufar hafi áhrif á virknina Þá segir hann svörun við bóluefni misjafna eftir hópum og hvetur hann viðkvæma hópa til að gæta að sér. „Það hafa rannsóknir verið gerðar og auðvitað er það þannig að fólk með ónæmisvandamál svara bólusetningunni ekki alveg eins vel og fólk sem er við fulla heilsu og svo er munur á aldurshópum.“ Landamærin veiki hlekkurinn Flest smit megi rekja til landamæra og skemmtistaða. Þórólfur segir það koma í ljós á næstunni hvort grípa þurfi til aðgerða og horfir sérstaklega til landamæra. „Við gætum t.d. krafið alla um neikvætt PCR próf áður en það kemur við byrðingu, það er að segja þegar fólk kemur í vélina. Margar þjóðir gera það og ég held að það væri ágætis kostur fyrir okkur og ég er að hugleiða það hvort ég eigi að leggja það til við ráðherra og það verður þá gert mjög fljótlega,“ sagði Þórólfur. Einnig væri hægt að taka sýni hjá ákveðnum hópum sem taldir eru líklegir til að valda hættu á dreifingu veirunnar hér innanlands, t.d. Íslendingum. „Við höfum ekki bolmagn til að taka sýni hjá öllum þeim sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Frá 27. maí hefur enginn upplýsingafundur verið haldinn. En í dag mættu þeir Þórólfur og Víðir og upplýstu okkur um stöðuna eftir 49 daga hlé.“ Þeir fimm sem greindust smitaðir í fyrradag og þeir tveir sem greindust daginn áður eru allir smitaðir af Delta afbrigði veirunnar sem er í miklum vexti erlendis og talið meira smitandi en önnur afbrigði. Beðið er eftir raðgreiningu í tilfelli þeirra tíu sem greindust í gær. Vonaðist eftir betri virkni Þórólfur segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. „Við erum að sjá það gerast að bóluefni kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þannig að við erum að uppgötva þetta bara jafn óðum og þetta er ný vitneskja sem við erum að fá,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Heilsufar hafi áhrif á virknina Þá segir hann svörun við bóluefni misjafna eftir hópum og hvetur hann viðkvæma hópa til að gæta að sér. „Það hafa rannsóknir verið gerðar og auðvitað er það þannig að fólk með ónæmisvandamál svara bólusetningunni ekki alveg eins vel og fólk sem er við fulla heilsu og svo er munur á aldurshópum.“ Landamærin veiki hlekkurinn Flest smit megi rekja til landamæra og skemmtistaða. Þórólfur segir það koma í ljós á næstunni hvort grípa þurfi til aðgerða og horfir sérstaklega til landamæra. „Við gætum t.d. krafið alla um neikvætt PCR próf áður en það kemur við byrðingu, það er að segja þegar fólk kemur í vélina. Margar þjóðir gera það og ég held að það væri ágætis kostur fyrir okkur og ég er að hugleiða það hvort ég eigi að leggja það til við ráðherra og það verður þá gert mjög fljótlega,“ sagði Þórólfur. Einnig væri hægt að taka sýni hjá ákveðnum hópum sem taldir eru líklegir til að valda hættu á dreifingu veirunnar hér innanlands, t.d. Íslendingum. „Við höfum ekki bolmagn til að taka sýni hjá öllum þeim sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira