Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 11:30 pplýsingafundur Almannavarna vegna Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. Þetta er á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þeim fyrsta í 49 daga. Tilefnið er að smitum hefur farið fjölgandi en alls greindust tíu í gær með Covid-19, þar af fimm utan sóttkvíar. Allir tíu voru fullbólusettir. „Við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við Covid-19“, sagði Þórólfur á fundinum þar sem hann fór yfir þróun síðustu daga og vikna frá því að slakað var á sóttvarnaraðgerðum. Rekja smitin til landamæranna og skemmtistaða „Frá 1. júlí hafa þannig 23 greinst alls innanlands, þar af voru tíu í sóttkví, 17 voru fullbólusettir 3 hálfbólusettir og einungis þrír óbólusettir,“ sagði Þórólfur sem sagði að í flestum tilvikum mætti rekja smitin til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. „Flest smitin sem hafa verið að greinast hér eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða,“ bætti Þórólfur við. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Enginn alvarlega veikur Þeir sem hafa smitast á undanförnum dögum hafa ekki veikst alvarlega. „Allt eru þetta tiltölulega ungir einstaklingar sem hafa verið að greinast á aldrinum 20-50 ára. Þeir hafa verið með hefðbundin einkenni, tiltölulega væg og engin hefur þurft á spítalainnlögn að halda,“ sagði Þórólfur. Þórólfur segir engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands en það gæti gerst ef ástandið fer versnandi. Ef gripið verður til aðgerða verði örugglega stuðst við aðgerðir sem reynsla sé af, sem hafa skilað árangri. Vonir séu bundnar við að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hjálpi til nú þegar smitum fjölgi. Einnig sé til skoðunar hvort hægt sé að finna leiðir til að lágmarka hættuna á að veiran berist til landsins. Það megi þó ekki vera of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma, til dæmis með því að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-vottorð. Þá hvetur Þórólfur alla sem koma frá útlöndum til að fara varlega í umgengni fyrstu daga eða vikur eftir komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Næturlíf Tengdar fréttir Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þeim fyrsta í 49 daga. Tilefnið er að smitum hefur farið fjölgandi en alls greindust tíu í gær með Covid-19, þar af fimm utan sóttkvíar. Allir tíu voru fullbólusettir. „Við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við Covid-19“, sagði Þórólfur á fundinum þar sem hann fór yfir þróun síðustu daga og vikna frá því að slakað var á sóttvarnaraðgerðum. Rekja smitin til landamæranna og skemmtistaða „Frá 1. júlí hafa þannig 23 greinst alls innanlands, þar af voru tíu í sóttkví, 17 voru fullbólusettir 3 hálfbólusettir og einungis þrír óbólusettir,“ sagði Þórólfur sem sagði að í flestum tilvikum mætti rekja smitin til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. „Flest smitin sem hafa verið að greinast hér eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða,“ bætti Þórólfur við. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Enginn alvarlega veikur Þeir sem hafa smitast á undanförnum dögum hafa ekki veikst alvarlega. „Allt eru þetta tiltölulega ungir einstaklingar sem hafa verið að greinast á aldrinum 20-50 ára. Þeir hafa verið með hefðbundin einkenni, tiltölulega væg og engin hefur þurft á spítalainnlögn að halda,“ sagði Þórólfur. Þórólfur segir engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands en það gæti gerst ef ástandið fer versnandi. Ef gripið verður til aðgerða verði örugglega stuðst við aðgerðir sem reynsla sé af, sem hafa skilað árangri. Vonir séu bundnar við að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hjálpi til nú þegar smitum fjölgi. Einnig sé til skoðunar hvort hægt sé að finna leiðir til að lágmarka hættuna á að veiran berist til landsins. Það megi þó ekki vera of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma, til dæmis með því að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-vottorð. Þá hvetur Þórólfur alla sem koma frá útlöndum til að fara varlega í umgengni fyrstu daga eða vikur eftir komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Næturlíf Tengdar fréttir Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58
Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33