Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 08:44 Lögregla stendur nærri veggmynd af Jovenel Moise. Pólitísk upplausn ríkir í landinu eftir morðið á forsetanum. Ap/Joseph Odelyn Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. Herard var færður í gæsluvarðhald að lokinni yfirheyrslu í gær, að sögn samstarfsmannsins Carls Martin sem vinnur nú að málsvörn hans. Að sögn Martin fékk Herard þau svör frá lögreglu að ákvörðun um gæsluvarðhald hans hafi „komið að ofan.“ Þetta kemur fram í frétt CNN en Martin segist hafa rætt við Herard eftir yfirheyrsluna í gær. Þá hafi lögregla verið búin að taka vopn hans og síma og færa Herard stuttlega í einangrun af öryggisástæðum. Pólitísk upplausn ríkir á Haítí eftir að hópur manna réðst inn í forsetahöllina þann 7. júlí og myrti Jovenel Moise, forseta landsins. Að minnsta kosti þrír stjórnmálamenn í landinu telja sig nú vera leiðtoga landsins og bætist stjórnarkreppan ofan á vaxandi völd glæpaklíka í landinu. Telja að minnst 28 tengist morðinu Fjöldi manna er í haldi lögreglu vegna málsins en fram hefur komið að þeirra á meðal séu bandarískir ríkisborgarar. Þá var greint frá því í fyrradag að nokkrir þeirra sem taldir eru tengjast morðinu á forsetanum hafi áður starfað sem upplýsingaaðilar fyrir bandarísk löggæsluyfirvöld, þar á meðal alríkislögregluna. Lögreglan á Haíti telur að minnst 28 einstaklingar tengist morðinu og að margir þeirra hafi verið kólumbískir málaliðar ráðnir í gegnum öryggisfyrirtæki í Flórída. Interpol og bandaríska alríkislögreglan kemur að rannsókn málsins. Á mánudag handtók lögregla 63 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa stýrt og skipulagt tilræðið. Hinn grunaði er læknir af haítískum uppruna sem búið hefur í Flórída í Bandaríkjunum. Christian Emmanuel Sanon kom til síns gamla heimalands á dögunum um borð í einkaþotu og fullyrðir lögreglustjórinn Leon Charles að Sanon hafi ætlað að steypa forsetanum Jovenel Moise af stóli og taka sjálfur við völdunum í landinu. Tveir aðrir eru einnig taldir hafa skipulagt tilræðið. Haítí Tengdar fréttir Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Herard var færður í gæsluvarðhald að lokinni yfirheyrslu í gær, að sögn samstarfsmannsins Carls Martin sem vinnur nú að málsvörn hans. Að sögn Martin fékk Herard þau svör frá lögreglu að ákvörðun um gæsluvarðhald hans hafi „komið að ofan.“ Þetta kemur fram í frétt CNN en Martin segist hafa rætt við Herard eftir yfirheyrsluna í gær. Þá hafi lögregla verið búin að taka vopn hans og síma og færa Herard stuttlega í einangrun af öryggisástæðum. Pólitísk upplausn ríkir á Haítí eftir að hópur manna réðst inn í forsetahöllina þann 7. júlí og myrti Jovenel Moise, forseta landsins. Að minnsta kosti þrír stjórnmálamenn í landinu telja sig nú vera leiðtoga landsins og bætist stjórnarkreppan ofan á vaxandi völd glæpaklíka í landinu. Telja að minnst 28 tengist morðinu Fjöldi manna er í haldi lögreglu vegna málsins en fram hefur komið að þeirra á meðal séu bandarískir ríkisborgarar. Þá var greint frá því í fyrradag að nokkrir þeirra sem taldir eru tengjast morðinu á forsetanum hafi áður starfað sem upplýsingaaðilar fyrir bandarísk löggæsluyfirvöld, þar á meðal alríkislögregluna. Lögreglan á Haíti telur að minnst 28 einstaklingar tengist morðinu og að margir þeirra hafi verið kólumbískir málaliðar ráðnir í gegnum öryggisfyrirtæki í Flórída. Interpol og bandaríska alríkislögreglan kemur að rannsókn málsins. Á mánudag handtók lögregla 63 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa stýrt og skipulagt tilræðið. Hinn grunaði er læknir af haítískum uppruna sem búið hefur í Flórída í Bandaríkjunum. Christian Emmanuel Sanon kom til síns gamla heimalands á dögunum um borð í einkaþotu og fullyrðir lögreglustjórinn Leon Charles að Sanon hafi ætlað að steypa forsetanum Jovenel Moise af stóli og taka sjálfur við völdunum í landinu. Tveir aðrir eru einnig taldir hafa skipulagt tilræðið.
Haítí Tengdar fréttir Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43
Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19
Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09