Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júlí 2021 19:15 Fjöldabólusetningum í Laugardalshöll er nú formlega lokið - að öllu óbreyttu í það minnsta. Mikið hefur mætt á starfsfólki undanfarna mánuði en aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með fagmennskunni og skipulagningunni sem hefur verið viðhöfð í þessu stærsta bólusetningaverkefni sögunnar. Vísir/Vilhelm Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. „Við skulum muna það og halda því til haga að það eru svo margar manneskjur sem hafa vaknað á hverjum morgni og látið þetta ganga upp, vaknað með þennan kraft og þessa samstöðu og það er eiginlega bara alveg stórkostlegt að vera þátttakandi í því,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem sagði daginn í dag vera dag allra þeirra sem hafa tekið þátt í þessu stærsta bólusetningaverkefni sögunnar. Alltaf með bros á vör Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur þekkja eflaust flestir landsmenn í dag en hún er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur tekið þátt í að stýra verkefninu – með bros á vör. Hún segir það blendnar tilfinningar að fjöldabólusetningum sé að ljúka, þó hún sé líka spennt fyrir komandi tímum, og kannski smá hvíld. „Þetta hefur verið nokkuð flókið verkefni,” segir Ragnheiður, en skipulagningin í Höllinni hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og mig langar fyrst og fremst að þakka bara almenningi fyrir það hversu vel hann hefur tekið þátt í þessu verkefni með okkur. Það eru allir glaðir sem koma hérna og þó þau hafi þurft að bíða í röð eða bíða eftir bóluefni eða hvað sem kemur upp á, það eru allir einhvern veginn tilbúnir í þetta með okkur.” Hún viðurkennir að hún eigi eftir að sakna þess svolítið að vera í Laugardalshöllinni. „Örugglega, einhverja daga. En ekki alla!” segir Ragnheiður og hlær. Partur af skipulagningunni að segja það sama aftur og aftur Jórlaug Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur hefur líka staðið vaktina í Höllinni undanfarna mánuði. „Þetta hefur verið hressilegt, en gengið mjög vel,” segir hún. „Þetta hefur verið mikil vinna og margar áskoranir en allt hefur þetta gengið upp og gengið vel.” Hún segir það ekkert hafa verið leiðinlegt að segja sama hlutinn aftur og aftur t.d: „Viltu sprautuna í hægri hendi eða vinstri?”. „Að segja sama hlutinn aftur og aftur skilar sér, og er bara partur af skipulagningunni,” segir Jórlaug, en hún ætlar að skella sér í frí út á land eftir daginn í dag. „Það verður bara ljúft.” Ragnheiður Ósk, Anna Bryndís Blöndal og Elín Eiríksdóttur sáu um að draga í handahófskenndar bólusetningar í júní.Vísir/Vilhelm Sögulegur viðburður og svolítið eins og vertíð Lyfjafræðingurinn Anna Bryndís Blöndal hefur meðal annars verið á upplýsingaborðinu undanfarna mánuði. „Þetta er bara búið að vera ævintýralegt verkefni. Mjög skemmtilegt, mikið álag, en gaman að taka þátt í þessu. Svolítið sögulegur viðburður,” segir hún. „Ég segi oft við vini mína, þetta er svolítið eins og að vera á vertíð. Ég hef aldrei verið á vertíð en ég get ímyndað mér að þetta sé svona þessi tilfinning,” bætir hún við og hlær. Hún viðurkennir blendnar tilfinningar í dag. „Ég viðurkenni að ég hlakka pínu til að fara í frí en þetta verður samt svona svolítil skrítin tilfinning,” segir Anna Bryndís. Og söknuðurinn er líka til staðar. „Já, ég held ég eigi alveg eftir að smella einni selfie þegar ég yfirgef staðinn í dag.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
„Við skulum muna það og halda því til haga að það eru svo margar manneskjur sem hafa vaknað á hverjum morgni og látið þetta ganga upp, vaknað með þennan kraft og þessa samstöðu og það er eiginlega bara alveg stórkostlegt að vera þátttakandi í því,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem sagði daginn í dag vera dag allra þeirra sem hafa tekið þátt í þessu stærsta bólusetningaverkefni sögunnar. Alltaf með bros á vör Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur þekkja eflaust flestir landsmenn í dag en hún er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur tekið þátt í að stýra verkefninu – með bros á vör. Hún segir það blendnar tilfinningar að fjöldabólusetningum sé að ljúka, þó hún sé líka spennt fyrir komandi tímum, og kannski smá hvíld. „Þetta hefur verið nokkuð flókið verkefni,” segir Ragnheiður, en skipulagningin í Höllinni hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og mig langar fyrst og fremst að þakka bara almenningi fyrir það hversu vel hann hefur tekið þátt í þessu verkefni með okkur. Það eru allir glaðir sem koma hérna og þó þau hafi þurft að bíða í röð eða bíða eftir bóluefni eða hvað sem kemur upp á, það eru allir einhvern veginn tilbúnir í þetta með okkur.” Hún viðurkennir að hún eigi eftir að sakna þess svolítið að vera í Laugardalshöllinni. „Örugglega, einhverja daga. En ekki alla!” segir Ragnheiður og hlær. Partur af skipulagningunni að segja það sama aftur og aftur Jórlaug Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur hefur líka staðið vaktina í Höllinni undanfarna mánuði. „Þetta hefur verið hressilegt, en gengið mjög vel,” segir hún. „Þetta hefur verið mikil vinna og margar áskoranir en allt hefur þetta gengið upp og gengið vel.” Hún segir það ekkert hafa verið leiðinlegt að segja sama hlutinn aftur og aftur t.d: „Viltu sprautuna í hægri hendi eða vinstri?”. „Að segja sama hlutinn aftur og aftur skilar sér, og er bara partur af skipulagningunni,” segir Jórlaug, en hún ætlar að skella sér í frí út á land eftir daginn í dag. „Það verður bara ljúft.” Ragnheiður Ósk, Anna Bryndís Blöndal og Elín Eiríksdóttur sáu um að draga í handahófskenndar bólusetningar í júní.Vísir/Vilhelm Sögulegur viðburður og svolítið eins og vertíð Lyfjafræðingurinn Anna Bryndís Blöndal hefur meðal annars verið á upplýsingaborðinu undanfarna mánuði. „Þetta er bara búið að vera ævintýralegt verkefni. Mjög skemmtilegt, mikið álag, en gaman að taka þátt í þessu. Svolítið sögulegur viðburður,” segir hún. „Ég segi oft við vini mína, þetta er svolítið eins og að vera á vertíð. Ég hef aldrei verið á vertíð en ég get ímyndað mér að þetta sé svona þessi tilfinning,” bætir hún við og hlær. Hún viðurkennir blendnar tilfinningar í dag. „Ég viðurkenni að ég hlakka pínu til að fara í frí en þetta verður samt svona svolítil skrítin tilfinning,” segir Anna Bryndís. Og söknuðurinn er líka til staðar. „Já, ég held ég eigi alveg eftir að smella einni selfie þegar ég yfirgef staðinn í dag.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira