Smit rakið til Bankastræti Club Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 11:50 Frá opnunarkvöldi Bankastræti Club, 1. júlí síðastliðinn. Vísir Annað tveggja Covid-smita sem greindust utan sóttkvíar í gær er rekið til skemmtanalífsins, meðal annars til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Þetta kemur fram í hringrásarfærslu staðarins á Instagram. „Við hvetjum alla okkar gesti til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið er m.a. rakið inn um okkar dyr.“ Eins og greint var frá fyrr í dag greindust tveir bólusettir einstaklingar með kórónuveiruna í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einhver hópur fólks hefur verið sendur í sóttkví vegna smitanna, en endanleg stærð þeirra sem þurfa í sóttkví liggur ekki fyrir. Mætti á klúbbinn bæði á föstudag og laugardag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í tilkynningu að aðilinn sem smitaðist á Bankastræti Club hafi bæði mætt þangað á föstudag og laugardag. „Við hvetjum alla þá sem komu inn á skemmtistaðinn um helgina að vera vakandi og fylgjast vel með einkennum vegna COVID-19. Ef einkenna verður vart - fara beint í sýnatöku. Hana er hægt að panta inn á Heilsuveru,“ segir Hjördís. Þá eru landsmenn hvattir til að setja upp Rakningarappið sem hjálpar rakningarteyminu að rekja smit þegar þau koma upp. Rakningarappið er í lykilhlutverki núna þegar samkomutakmarkanir eru engar á Íslandi, segir Hjördís. Ekki náðist í Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastræti Club, við vinnslu fréttarinnar. Fjöldi fólks mætti á staðinn um helgina. Þeirra á meðal stjörnukokkurinn Gordon Ramsey. Í færslunni er fólk hvatt til þess að vera áfram á varðbergi gagnvart veirunni, þrátt fyrir bólusetningu.Instagram/bankastraeticlub Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12 Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í hringrásarfærslu staðarins á Instagram. „Við hvetjum alla okkar gesti til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið er m.a. rakið inn um okkar dyr.“ Eins og greint var frá fyrr í dag greindust tveir bólusettir einstaklingar með kórónuveiruna í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einhver hópur fólks hefur verið sendur í sóttkví vegna smitanna, en endanleg stærð þeirra sem þurfa í sóttkví liggur ekki fyrir. Mætti á klúbbinn bæði á föstudag og laugardag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í tilkynningu að aðilinn sem smitaðist á Bankastræti Club hafi bæði mætt þangað á föstudag og laugardag. „Við hvetjum alla þá sem komu inn á skemmtistaðinn um helgina að vera vakandi og fylgjast vel með einkennum vegna COVID-19. Ef einkenna verður vart - fara beint í sýnatöku. Hana er hægt að panta inn á Heilsuveru,“ segir Hjördís. Þá eru landsmenn hvattir til að setja upp Rakningarappið sem hjálpar rakningarteyminu að rekja smit þegar þau koma upp. Rakningarappið er í lykilhlutverki núna þegar samkomutakmarkanir eru engar á Íslandi, segir Hjördís. Ekki náðist í Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastræti Club, við vinnslu fréttarinnar. Fjöldi fólks mætti á staðinn um helgina. Þeirra á meðal stjörnukokkurinn Gordon Ramsey. Í færslunni er fólk hvatt til þess að vera áfram á varðbergi gagnvart veirunni, þrátt fyrir bólusetningu.Instagram/bankastraeticlub
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12 Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12
Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58