Hver stjarnan á fætur annarri fyrir barðinu á hakkaranum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2021 10:56 Sunneva Einarsdóttir er meðal fórnarlamba hakkarans en hún nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Vísir/Vilhelm Sunneva Einarsdóttir, strákarnir í Æði, Ástrós Trausta og Dóra Júlía eru á meðal fjölmargra nýrra fórnarlamba hakkara nokkurs sem hefur tekið yfir hvern Instagram-reikninginn á fætur öðrum undanfarinn rúman sólarhring. Leikkonan Kristín Pétursdóttir var á meðal fyrstu fórnarlamba hakkarans sem stærir sig af því að geta tekið yfir hvaða Instagram-reikning sem er og hvetur fólk til að senda sér tillögur að næstu fórnarlömbum. Fórnarlömbin sjá einfaldlega reikninginn sinn hverfa og engin svör fást. Kristín var í gær að vinna í því með Instagram að reyna að komast aftur í aðganginn sinn. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin, sem sífellt fjölgar, eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við fórnarlömbin virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta Líf hafði ekki verið í samskiptum við sinn hakkara þegar Vísir náði af henni tali í gær. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er einnig á meðal fórnarlamba. Þær Kristín njóta vinsælda á Instagram, báðar með yfir tuttugu þúsund fylgjendur. „Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur,“ sagði Kristín við Vísi í gær. Bassi Vilhjálms, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í sömu ömurlegu stöðu og þær Kristín og Birgitta. Sömu sögu er að segja um Dóru Júlíu plötusnúð og Sunnevu Einarsdóttur. Sú síðarnefnda nálgast fimmtíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Virðist þurfa að þekkja einhvern hjá Facebook Kristín segist í samtali við Vísi í morgun ekki hafa fengið nein svör frá Instagram. Svo virðist vera sem maður þurfi að þekkja einhvern innanhúss hjá Facebook, eiganda Instagram, til að eitthvað gerist í málinu. Um einn milljarður notenda eru á Instagram. „Auðunn Blöndal sagðist hafa náð að tala við einhvern markaðsstjóra,“ segir Kristín. Auðunn og söngkonan Bríet lentu í því að missa Instagram-síður sínar tímabundið. Auðunn hefur 43 þúsund fylgjendur og Bríet 15 þúsund. Það tókst að leysa málin í þeirra tilfellum. „Þessum mönnum leiðist bara. Get a life,“ segir Kristín. Þær Birgitta séu komnar með tölvunarfræðing í lið með sér sem segist bjartsýnn á að geta endurheimt reikninginn. „Ég reyni bara að vera bjartsýn líka.“ Fórnarlömbin hafa sum hver fengið tölvupóst frá hakkaranum þar sem hann segist vera sá sem tók yfir reikninginn. Vilji fólk opna reikninginn að nýju þurfi að svara póstinum. Samfélagsmiðlar Netglæpir Tengdar fréttir Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Leikkonan Kristín Pétursdóttir var á meðal fyrstu fórnarlamba hakkarans sem stærir sig af því að geta tekið yfir hvaða Instagram-reikning sem er og hvetur fólk til að senda sér tillögur að næstu fórnarlömbum. Fórnarlömbin sjá einfaldlega reikninginn sinn hverfa og engin svör fást. Kristín var í gær að vinna í því með Instagram að reyna að komast aftur í aðganginn sinn. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin, sem sífellt fjölgar, eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við fórnarlömbin virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta Líf hafði ekki verið í samskiptum við sinn hakkara þegar Vísir náði af henni tali í gær. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er einnig á meðal fórnarlamba. Þær Kristín njóta vinsælda á Instagram, báðar með yfir tuttugu þúsund fylgjendur. „Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur,“ sagði Kristín við Vísi í gær. Bassi Vilhjálms, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í sömu ömurlegu stöðu og þær Kristín og Birgitta. Sömu sögu er að segja um Dóru Júlíu plötusnúð og Sunnevu Einarsdóttur. Sú síðarnefnda nálgast fimmtíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Virðist þurfa að þekkja einhvern hjá Facebook Kristín segist í samtali við Vísi í morgun ekki hafa fengið nein svör frá Instagram. Svo virðist vera sem maður þurfi að þekkja einhvern innanhúss hjá Facebook, eiganda Instagram, til að eitthvað gerist í málinu. Um einn milljarður notenda eru á Instagram. „Auðunn Blöndal sagðist hafa náð að tala við einhvern markaðsstjóra,“ segir Kristín. Auðunn og söngkonan Bríet lentu í því að missa Instagram-síður sínar tímabundið. Auðunn hefur 43 þúsund fylgjendur og Bríet 15 þúsund. Það tókst að leysa málin í þeirra tilfellum. „Þessum mönnum leiðist bara. Get a life,“ segir Kristín. Þær Birgitta séu komnar með tölvunarfræðing í lið með sér sem segist bjartsýnn á að geta endurheimt reikninginn. „Ég reyni bara að vera bjartsýn líka.“ Fórnarlömbin hafa sum hver fengið tölvupóst frá hakkaranum þar sem hann segist vera sá sem tók yfir reikninginn. Vilji fólk opna reikninginn að nýju þurfi að svara póstinum.
Samfélagsmiðlar Netglæpir Tengdar fréttir Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37