Mikið vatn runnið til sjávar síðan síðast en þá munaði 29 stigum á liðunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 13:31 Pálmi Rafn skoraði tvívegis er KR tók á móti Keflavík haustið 2018. Vísir/Bára Dröfn KR og Keflavík mætast í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikið er í Frostaskjóli en síðast þegar liðin mættust þar munaði 29 stigum á liðunum. Staðan er töluvert öðruvísi í dag. Keflvíkingar vilja eflaust gleyma sumrinu 2018 er lið þeirra féll úr Pepsi Max deild karla með aðeins fjögur stig. Liðið vann ekki leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði 18 leikjum. Þann 16. september sama ár mættu fallnir Keflvíkingar í Frostaskjólið. Mættu þeir þar KR-liði sem sat í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eða 29 stigum meira en gestirnir. Leiknum lauk með 3-1 sigri KR en markaskorar leiksins gætu allir skorað er liðin mætast að nýju í kvöld. Frans Elvarsson kom Keflvíkingum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin mínútu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í síðari hálfleik og Pálmi Rafn gulltryggði svo sigurinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir frábært sumar 2020 er Keflavík komið aftur í deild þeirra bestu. Liðið virðist töluvert betur í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni nú heldur en 2018. Keflavík er með 13 stig að loknum 10 leikjum á meðan KR er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Fari svo að Keflavík landi sigri í kvöld þá fer liðið upp fyrir KR í töflunni vinni það leikinn sem það á til góða. Vissulega stórt EF þar á ferð en meðan Joey Gibbs skorar og skorar eru Keflvíkingar færir í flestan sjó. Heimamenn gætu stillt upp mjög svipuðu liði í kvöld og þeir gerðu 2018 en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Knak Chopart, Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson hófu allir leik ásamt þeim Pálma Rafni og Atla Sigurjóns. Athygli vekur að Oddur Ingi Bjarnason var á varamannabekk KR sem markvörður en hann var markahæsti leikmaður Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er einnig þar á láni í ár. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur fyrir þremur árum og verður að öllum líkindum á sínum stað í kvöld. Davíð Snær Jóhannsson og Sindri Þór Guðmundsson voru einnig í byrjunarliðinu ásamt markaskoraranum Frans. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Keflvíkingar vilja eflaust gleyma sumrinu 2018 er lið þeirra féll úr Pepsi Max deild karla með aðeins fjögur stig. Liðið vann ekki leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði 18 leikjum. Þann 16. september sama ár mættu fallnir Keflvíkingar í Frostaskjólið. Mættu þeir þar KR-liði sem sat í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eða 29 stigum meira en gestirnir. Leiknum lauk með 3-1 sigri KR en markaskorar leiksins gætu allir skorað er liðin mætast að nýju í kvöld. Frans Elvarsson kom Keflvíkingum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin mínútu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í síðari hálfleik og Pálmi Rafn gulltryggði svo sigurinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir frábært sumar 2020 er Keflavík komið aftur í deild þeirra bestu. Liðið virðist töluvert betur í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni nú heldur en 2018. Keflavík er með 13 stig að loknum 10 leikjum á meðan KR er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Fari svo að Keflavík landi sigri í kvöld þá fer liðið upp fyrir KR í töflunni vinni það leikinn sem það á til góða. Vissulega stórt EF þar á ferð en meðan Joey Gibbs skorar og skorar eru Keflvíkingar færir í flestan sjó. Heimamenn gætu stillt upp mjög svipuðu liði í kvöld og þeir gerðu 2018 en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Knak Chopart, Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson hófu allir leik ásamt þeim Pálma Rafni og Atla Sigurjóns. Athygli vekur að Oddur Ingi Bjarnason var á varamannabekk KR sem markvörður en hann var markahæsti leikmaður Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er einnig þar á láni í ár. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur fyrir þremur árum og verður að öllum líkindum á sínum stað í kvöld. Davíð Snær Jóhannsson og Sindri Þór Guðmundsson voru einnig í byrjunarliðinu ásamt markaskoraranum Frans. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira