Konungurinn Chiellini mætti með bikarinn heim til Rómar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 12:01 Konungurinn Giorgio Chiellini með bikarinn og við hlið hans er leikmaður mótsins, markvörðurinn Gianluigi Donnarumma. Riccardo De Luca/Getty Images Svo virðist sem ítalska landsliðið í fótbolta hafi stokkið upp í flugvél um leið og liðið var búið að fagna Evrópumeistaratitlinum sem það vann á Wembley í Lundúnum í gærkvöld. Liðið var nefnilega mætt til Rómarborgar á Ítalíu snemma í morgun. Að sjálfsögðu var bikarinn með í för. Skemmtilegt myndband má nú finna á veraldarvefnum þar sem sjá má leikmenn ítalska liðsins stíga út úr flugvélinni sem ferjaði þá frá Lundúnum til Rómarborgar. Þaðan fóru þeir upp í rútu sem skilaði þeim á hótel sem liðið hefur gist á. Reikna má með að fagnaðarlætin haldi þar áfram eitthvað fram eftir degi og mögulega viku. It s coming Rome!!! #Euro2020 pic.twitter.com/tZBZtwWQOX— Giorgio Chiellini (@chiellini) July 11, 2021 Virðist sem leikmenn Ítalíu hafi nánast flogið beint heim að fagnaðarlátunum loknum á Wembley en leikmennirnir voru enn í landsliðstreyjum sínum er þeir mættu á hótelið. Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini vakti enn á ný athygli en hann steig út úr rútunni með kórónu á höfðinu. Chiellini hefur farið mikinn á mótinu, verið sem klettur í hjarta ítölsku varnarinnar og fagnað hverri tæklingu eins og hún sé hans síðasta. Giorgio Chiellini arriving in Rome... #EURO2020 pic.twitter.com/zDhgs78eho— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Skondnasta augnablik mótsins var svo fyrir vítaspyrnukeppni Ítalíu og Spánar í undanúrslitum keppninnar. Chiellini lyfti þá Jordi Alba - fyrirliða Spánar - upp og faðmaði hann innilega. Alba hafði lítinn húmor fyrir því. Ítalía fór aftur alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Englandi í gær og aftur hafði Ítalía betur. Hér að neðan má sjá myndband af því er leikmenn liðsins mættu aftur til Rómarborgar sem og Chiellini með kórónuna. Klippa: Heimkoma Ítala EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
Liðið var nefnilega mætt til Rómarborgar á Ítalíu snemma í morgun. Að sjálfsögðu var bikarinn með í för. Skemmtilegt myndband má nú finna á veraldarvefnum þar sem sjá má leikmenn ítalska liðsins stíga út úr flugvélinni sem ferjaði þá frá Lundúnum til Rómarborgar. Þaðan fóru þeir upp í rútu sem skilaði þeim á hótel sem liðið hefur gist á. Reikna má með að fagnaðarlætin haldi þar áfram eitthvað fram eftir degi og mögulega viku. It s coming Rome!!! #Euro2020 pic.twitter.com/tZBZtwWQOX— Giorgio Chiellini (@chiellini) July 11, 2021 Virðist sem leikmenn Ítalíu hafi nánast flogið beint heim að fagnaðarlátunum loknum á Wembley en leikmennirnir voru enn í landsliðstreyjum sínum er þeir mættu á hótelið. Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini vakti enn á ný athygli en hann steig út úr rútunni með kórónu á höfðinu. Chiellini hefur farið mikinn á mótinu, verið sem klettur í hjarta ítölsku varnarinnar og fagnað hverri tæklingu eins og hún sé hans síðasta. Giorgio Chiellini arriving in Rome... #EURO2020 pic.twitter.com/zDhgs78eho— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Skondnasta augnablik mótsins var svo fyrir vítaspyrnukeppni Ítalíu og Spánar í undanúrslitum keppninnar. Chiellini lyfti þá Jordi Alba - fyrirliða Spánar - upp og faðmaði hann innilega. Alba hafði lítinn húmor fyrir því. Ítalía fór aftur alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Englandi í gær og aftur hafði Ítalía betur. Hér að neðan má sjá myndband af því er leikmenn liðsins mættu aftur til Rómarborgar sem og Chiellini með kórónuna. Klippa: Heimkoma Ítala EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30
„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45