Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2021 10:17 Ryotaro Suzuki er nýr sendiherra Japan á Íslandi. Skjáskot/Stöð 2 Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. Ryotaro Suzuki sendiherra tók við embætti í síðasta mánuði eftir fimm daga sóttkví, reglum samkvæmt. Hann hefur skrásett nýtt líf sitt á Íslandi samviskusamlega á samfélagsmiðlum svo eftir er tekið og státar nú af yfir þúsund fylgjendum á Twitter, þar af eru flestir Íslendingar. Á meðal þess sem drifið hefur á daga sendiherrans er fundur með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem Suzuki kvað myndarlegan og svo hávaxinn að sjálfum liði honum heldur lágvöxnum í návist ráðherrans. I met this person in his office today. @Bjarni_Ben As you see in the photo, he was really tall and handsome !!(And smart too, of course. )Standing next to him makes me look small. pic.twitter.com/SwagSJNTHO— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 7, 2021 Þá birti hann formlega - og óformlega - mynd með bresku sendiherrahjónunum: Unofficial one.. pic.twitter.com/wLJM3rC3QB— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 6, 2021 Og sýndi frá fundi sínum með einum kattanna sem heldur til í nágrenni sendiráðsins við Laugaveg. This cat often comes to our house.. He lives next door. His name is Thómas. pic.twitter.com/lbjkEeh7fr— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 5, 2021 „Það kom mér skemmtilega á óvart hve marga fylgjendur ég hef nú. Svo virðist sem Íslendingar séu hrifnir af tístunum mínum,“ segir Ryotaro Suzuki í samtali við fréttastofu. Sendiherrann kveðst una sér vel á Íslandi. Hann ætlar að gosstöðvunum á laugardag og leggur stund á íslenskunám. „Ég reyni mitt besta. Tungumálið er afar heillandi,“ segir hann. Þá vakti það sérstaka athygli þegar Suzuki óskaði eftir hjálp fylgjenda sinna við að velja klæðnað við hæfi fyrir götugrill sem honum var boðið í á dögunum. We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021 Tískuráðgjöfin lét ekki á sér standa - en hvað varð á endanum fyrir valinu? „Pólóbolur og þetta hefðbundna. Ég var ekki í sandölum,“ segir hann og hlær. Japan Utanríkismál Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Ryotaro Suzuki sendiherra tók við embætti í síðasta mánuði eftir fimm daga sóttkví, reglum samkvæmt. Hann hefur skrásett nýtt líf sitt á Íslandi samviskusamlega á samfélagsmiðlum svo eftir er tekið og státar nú af yfir þúsund fylgjendum á Twitter, þar af eru flestir Íslendingar. Á meðal þess sem drifið hefur á daga sendiherrans er fundur með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem Suzuki kvað myndarlegan og svo hávaxinn að sjálfum liði honum heldur lágvöxnum í návist ráðherrans. I met this person in his office today. @Bjarni_Ben As you see in the photo, he was really tall and handsome !!(And smart too, of course. )Standing next to him makes me look small. pic.twitter.com/SwagSJNTHO— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 7, 2021 Þá birti hann formlega - og óformlega - mynd með bresku sendiherrahjónunum: Unofficial one.. pic.twitter.com/wLJM3rC3QB— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 6, 2021 Og sýndi frá fundi sínum með einum kattanna sem heldur til í nágrenni sendiráðsins við Laugaveg. This cat often comes to our house.. He lives next door. His name is Thómas. pic.twitter.com/lbjkEeh7fr— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 5, 2021 „Það kom mér skemmtilega á óvart hve marga fylgjendur ég hef nú. Svo virðist sem Íslendingar séu hrifnir af tístunum mínum,“ segir Ryotaro Suzuki í samtali við fréttastofu. Sendiherrann kveðst una sér vel á Íslandi. Hann ætlar að gosstöðvunum á laugardag og leggur stund á íslenskunám. „Ég reyni mitt besta. Tungumálið er afar heillandi,“ segir hann. Þá vakti það sérstaka athygli þegar Suzuki óskaði eftir hjálp fylgjenda sinna við að velja klæðnað við hæfi fyrir götugrill sem honum var boðið í á dögunum. We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021 Tískuráðgjöfin lét ekki á sér standa - en hvað varð á endanum fyrir valinu? „Pólóbolur og þetta hefðbundna. Ég var ekki í sandölum,“ segir hann og hlær.
Japan Utanríkismál Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira