Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 11:41 Estonia var á leið frá Eistlandi til Svíþjóðar þegar hún sökk. Flakið liggur á aðeins um 80 metra dýpi. epa Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að hreyfa við skipinu en það hefur verið flokkað sem grafhýsi, þar sem 852 fórust þegar skipið sökk. Því hefur nú verið breytt og munu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi standa saman að rannsókninni. „Fyrst og fremst viljum við komast að því hvað hafi valdið gatinu og hvenær þau mynduðust,“ segir Jonas Bäckstrand, yfirmaður Samgönguslysanefndar Svíþjóðar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Næstu tíu daga munu rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi rannsaka flakið og teikna upp kort af því og umhverfi flaksins. „Við munum nota sónar til að byrja með. Næsta vor ætlum við svo að fara niður og taka myndir. Við gerum ráð fyrir að þessir tveir þættir muni gefa okkur miklar upplýsingar um það hvernig flakið og umhverfi þess lítur út,“ segir Bäckstrand. Rannsóknin mun taka nokkra mánuði en niðurstöður hennar, og allar myndir sem verða teknar, verða birtar að lokum. Telja sprengingu ekki sökudólginn Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir voru frumsýndir á Dplay í september í fyrra og vöktu mikla athygli. Þáttargerðarmennirnir notuðust við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá gat á skrokki þess í fyrsta sinn, en þar til þá hafði síðan sem gatið er á snúið niður. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum hreyfst og því hefur stjórnborðssíða skipsins nú orðið sýnilegri. Sérfræðingar sem rætt var við í þáttunum útilokuðu að sprenging hafi valdið gatinu og sögðu að líklegra sé að eitthvað utanaðkomandi hafi valdið gatinu. Farþegaferjan sökk mjög hratt og höfðu lengi verið uppi kenningar um að eitthvað annað en að stafnhurð ferjunnar hafi losnað hafi valdið því. Niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sem kom út skömmu eftir slysið komst að niðurstöðu um að opnun stafnhurðarinnar hafi sökkt skipinu. Finnland Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41 Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að hreyfa við skipinu en það hefur verið flokkað sem grafhýsi, þar sem 852 fórust þegar skipið sökk. Því hefur nú verið breytt og munu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi standa saman að rannsókninni. „Fyrst og fremst viljum við komast að því hvað hafi valdið gatinu og hvenær þau mynduðust,“ segir Jonas Bäckstrand, yfirmaður Samgönguslysanefndar Svíþjóðar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Næstu tíu daga munu rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi rannsaka flakið og teikna upp kort af því og umhverfi flaksins. „Við munum nota sónar til að byrja með. Næsta vor ætlum við svo að fara niður og taka myndir. Við gerum ráð fyrir að þessir tveir þættir muni gefa okkur miklar upplýsingar um það hvernig flakið og umhverfi þess lítur út,“ segir Bäckstrand. Rannsóknin mun taka nokkra mánuði en niðurstöður hennar, og allar myndir sem verða teknar, verða birtar að lokum. Telja sprengingu ekki sökudólginn Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir voru frumsýndir á Dplay í september í fyrra og vöktu mikla athygli. Þáttargerðarmennirnir notuðust við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá gat á skrokki þess í fyrsta sinn, en þar til þá hafði síðan sem gatið er á snúið niður. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum hreyfst og því hefur stjórnborðssíða skipsins nú orðið sýnilegri. Sérfræðingar sem rætt var við í þáttunum útilokuðu að sprenging hafi valdið gatinu og sögðu að líklegra sé að eitthvað utanaðkomandi hafi valdið gatinu. Farþegaferjan sökk mjög hratt og höfðu lengi verið uppi kenningar um að eitthvað annað en að stafnhurð ferjunnar hafi losnað hafi valdið því. Niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sem kom út skömmu eftir slysið komst að niðurstöðu um að opnun stafnhurðarinnar hafi sökkt skipinu.
Finnland Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41 Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41
Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01