Kvenhermenn í Úkraínu fá þægilegri hælaskó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 14:41 Hér má sjá tvo úkraínska hermenn í háum hælum árið 1997. EPA/SERGEI SUPINSKY Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur tilkynnt að kvenkyns hermenn muni fá „þægilegri“ hælaskó til að klæðast eftir að ráðuneytið var gagnrýnt harðlega fyrir að láta herkonurnar marséra í háum hælum. Kvenkyns hermönnum var tilkynnt á dögunum að þær þyrftu að klæðast háhæluðum skóm í herskrúðgöngu í tilefni af 30 ára sjálfstæði landsins. Skrúðgangan fer fram þann 24. ágúst næstkomandi en gagnrýnendur vilja meina að skórnir ógni heilsu hermannanna. Fréttastofa CNN greinir frá. Í stað þess að verða við kröfu gagnrýnenda, um að leyfa herkonunum að vera í venjulegum hermannaskóm, ákvað Andriy Taran, varnarmálaráðherra, að breyta hælunum svo þeir verði þægilegri. Skórnir sem konurnar verða í munu vera fóðraðir með efni sem halda skónum betur á fæti þegar konurnar marséra. Þá verða hælarnir minnkaðir örlítið samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skónum hafi verið tekið opnum örmum af kvenhermönnum og að líklegt sé að hælaskórnir verði hluti af hátíðarbúningi kvenhermanna í landinu. Ákvörðun um að kvenhermenn skyldu klæðast hælaskóm var upprunalega tekin árið 2017 að sögn Tarans en hún hefur vakið mikla reiði. Meðal gagnrýnenda hafa verið kvenþingmenn sem hafa sakað varnarmálaráðherrann um að stefna lífi kvenhermannanna í hættu. Taran svaraði því til að „sum pólitísk öfl séu að reyna að gera úlfalda úr mýflugu.“ Úkraína Hernaður Jafnréttismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Kvenkyns hermönnum var tilkynnt á dögunum að þær þyrftu að klæðast háhæluðum skóm í herskrúðgöngu í tilefni af 30 ára sjálfstæði landsins. Skrúðgangan fer fram þann 24. ágúst næstkomandi en gagnrýnendur vilja meina að skórnir ógni heilsu hermannanna. Fréttastofa CNN greinir frá. Í stað þess að verða við kröfu gagnrýnenda, um að leyfa herkonunum að vera í venjulegum hermannaskóm, ákvað Andriy Taran, varnarmálaráðherra, að breyta hælunum svo þeir verði þægilegri. Skórnir sem konurnar verða í munu vera fóðraðir með efni sem halda skónum betur á fæti þegar konurnar marséra. Þá verða hælarnir minnkaðir örlítið samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skónum hafi verið tekið opnum örmum af kvenhermönnum og að líklegt sé að hælaskórnir verði hluti af hátíðarbúningi kvenhermanna í landinu. Ákvörðun um að kvenhermenn skyldu klæðast hælaskóm var upprunalega tekin árið 2017 að sögn Tarans en hún hefur vakið mikla reiði. Meðal gagnrýnenda hafa verið kvenþingmenn sem hafa sakað varnarmálaráðherrann um að stefna lífi kvenhermannanna í hættu. Taran svaraði því til að „sum pólitísk öfl séu að reyna að gera úlfalda úr mýflugu.“
Úkraína Hernaður Jafnréttismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira