Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 23:02 Parið sleit samvistum á síðasta ári. Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Ingólfur hefur verið sakaður um að hafa áreitt og beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi yfir langt tímabil. Hann hafnar ásökununum og segist ætla að leita réttar síns. „Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstakling. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni en hún starfar sem förðunarfræðingur hjá RÚV og í Borgarleikhúsinu. „Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér.“ Þar vísar Rakel til nafnlausra frásagna sem hópurinn Öfgar birti á samfélagsmiðlinum Tik Tok um síðustu helgi. Vill skila skömminni „Mér líður einhvernveginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Rakel sem nefnir Ingólf þó hvergi á nafn í færslunum. Þó fer ekki milli mála að um hann sé að ræða. Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Rakel og Ingólfur hafi lokið sex ára sambandi sínu. Rakel segist nú vilja skila skömminni og standa með þolendum ofbeldis. „Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt en ég er að læra það að ég má taka pláss, þessar tilfinningar skipta máli og ég má segja hvernig mér líður. Létta á þessum þunga,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni. „Ég ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti og segja til um hvað sé rétt og rangt. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi“ Þjóðhátíðarnefnd ÍBV tilkynnti á mánudag að Ingólfur muni ekki annast brekkusönginn á næstu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum líkt og til stóð. Hann sagði skömmu seinna í samtali við fréttastofu að hann væri afar ósáttur með ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og væri farinn að leita réttar síns vegna hennar. Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Ingólfur hefur verið sakaður um að hafa áreitt og beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi yfir langt tímabil. Hann hafnar ásökununum og segist ætla að leita réttar síns. „Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstakling. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni en hún starfar sem förðunarfræðingur hjá RÚV og í Borgarleikhúsinu. „Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér.“ Þar vísar Rakel til nafnlausra frásagna sem hópurinn Öfgar birti á samfélagsmiðlinum Tik Tok um síðustu helgi. Vill skila skömminni „Mér líður einhvernveginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Rakel sem nefnir Ingólf þó hvergi á nafn í færslunum. Þó fer ekki milli mála að um hann sé að ræða. Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Rakel og Ingólfur hafi lokið sex ára sambandi sínu. Rakel segist nú vilja skila skömminni og standa með þolendum ofbeldis. „Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt en ég er að læra það að ég má taka pláss, þessar tilfinningar skipta máli og ég má segja hvernig mér líður. Létta á þessum þunga,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni. „Ég ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti og segja til um hvað sé rétt og rangt. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi“ Þjóðhátíðarnefnd ÍBV tilkynnti á mánudag að Ingólfur muni ekki annast brekkusönginn á næstu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum líkt og til stóð. Hann sagði skömmu seinna í samtali við fréttastofu að hann væri afar ósáttur með ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og væri farinn að leita réttar síns vegna hennar.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25