Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 11:11 Ekkert hefur sést í rauðglóandi kviku frá miðnætti. Vísir/Vefmyndavél Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir að óróinn hætti skyndilega klukkan 22.51 í gærkvöldi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafði staðið yfir samfelld goshrina í rúman sólarhring. Páll segir ekkert hægt að spá um framhaldið. Það sé þó ljóst að hegðun eldgossins breyttist þann 23. júní síðastliðinn þegar það fór að taka dýfur með goshléum. Óróaritið klukkan ellefu í morgun. Það sýnir virknina síðustu tíu sólarhringa. Glöggt má sjá hvernig virknin féll skyndilega í gærkvöldi. Óróinn síðustu klukkustundir virðist aftur vera á uppleið.Veðurstofa Íslands Ef rýnt er óróaritið má sjá að síðustu tvö goshlé á undan þessu stóðu í um það bil sextán klukkustundir. Haldi eldstöðin sama takti mætti búast við að gosið taki sig upp aftur eftir hádegi í dag, kannski um kaffileytið, haldi gígurinn sig við sextán stunda pásu. Eldstöðin er þó ekki taktvissari en svo að goshrinan síðasta sólarhring var talsvert styttri en tvær þær fyrri, eða um 26 klukkustundir, meðan þær sem á undan komu stóðu yfir samfellt í einn og hálfan til þrjá sólarhringa. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp aftur eftir hlé í síðustu viku, á tíföldum hraða: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir að óróinn hætti skyndilega klukkan 22.51 í gærkvöldi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafði staðið yfir samfelld goshrina í rúman sólarhring. Páll segir ekkert hægt að spá um framhaldið. Það sé þó ljóst að hegðun eldgossins breyttist þann 23. júní síðastliðinn þegar það fór að taka dýfur með goshléum. Óróaritið klukkan ellefu í morgun. Það sýnir virknina síðustu tíu sólarhringa. Glöggt má sjá hvernig virknin féll skyndilega í gærkvöldi. Óróinn síðustu klukkustundir virðist aftur vera á uppleið.Veðurstofa Íslands Ef rýnt er óróaritið má sjá að síðustu tvö goshlé á undan þessu stóðu í um það bil sextán klukkustundir. Haldi eldstöðin sama takti mætti búast við að gosið taki sig upp aftur eftir hádegi í dag, kannski um kaffileytið, haldi gígurinn sig við sextán stunda pásu. Eldstöðin er þó ekki taktvissari en svo að goshrinan síðasta sólarhring var talsvert styttri en tvær þær fyrri, eða um 26 klukkustundir, meðan þær sem á undan komu stóðu yfir samfellt í einn og hálfan til þrjá sólarhringa. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp aftur eftir hlé í síðustu viku, á tíföldum hraða:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52
Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23