Fram vann 10 Kórdrengi í markaleik - Tap í fyrsta leik Guðjóns Þórðar Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júlí 2021 21:10 Framarar eru óstöðvandi í Lengjudeildinni. Vísir/Haraldur Guðjónsson 10. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Fram styrkti stöðu sína á toppnum með 4-3 sigri á Kórdrengjum en mikið var skorað í leikjum kvöldsins. Taplaust topplið Fram tók á móti Kórdrengjum á Framvelli. 2-2 stóð í hálfleik þar sem Albert Hafsteinsson hafði komið Fram yfir í tvígang en sjálfsmark Arons Þórðar Albertssonar og mark frá Connor Simpson fyrir Kórdrengi skömmu fyrir hálfleik þýddi að staðan var jöfn. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk liðsfélagi hans Davíð Þór Ásbjörnsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram gekk á lagið þar sem Alex Freyr Elísson jafnaði leikinn strax í kjölfarið á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar fullkomnaði Albert Hafsteinsson þrennu sína og tryggði Fram 4-3 sigur. Fram er því með 28 stig eftir tíu leiki á toppi deildarinnar, sex stigum á undan ÍBV sem vann Þrótt naumlega fyrr í kvöld. Kórdrengir eru aftur á móti með 16 stig í 4. sæti. Grindavík tók á móti Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum yfir snemma leiks. Tvö mörk Sigurðar Bjarts Hallssonar kom Grindvíkingum aftur á móti 2-1 yfir og þannig stóð fram á 74. mínútu. Pedro Vázquez jafnaði þá fyrir Mosfellinga af vítapunktinum áður en Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark þeirra aðeins þremur mínútum síðar. Mark Símons Loga Thasapong undir lok leiks tryggði Grindvíkingum hins vegar stig, 3-3 jafntefli niðurstaðan. Grindavík verður af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 18 stig í 3. sæti, fjórum á eftir Eyjamönnum sem eru þar fyrir ofan. Afturelding er hins vegar með 13 stig í 7. sæti. Þriðja þrennan í sumar Á Seltjarnarnesi var Guðjón Þórðarson að stýra Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta skipti frá því að hann tók við af Gunnari Einarssyni á dögunum. Bæði lið þurftu á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu til að veita þeim 2-0 forskot í hléi. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir gestina eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur var ekki hættur þar sem að hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark Gróttu á 57. mínútu. Guðfinnur Þór Lárusson klóraði í bakkann fyrir Ólafsvíkinga undir lok uppbótartíma en það kom of seint. 3-2 sigur Gróttu staðreynd. Um er að ræða þriðju þrennu Péturs Theódórs í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Grótta er eftir sigurinn með ellefu stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar eru hins vegar enn aðeins með eitt stig á botni deildarinnar. Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Grótta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Taplaust topplið Fram tók á móti Kórdrengjum á Framvelli. 2-2 stóð í hálfleik þar sem Albert Hafsteinsson hafði komið Fram yfir í tvígang en sjálfsmark Arons Þórðar Albertssonar og mark frá Connor Simpson fyrir Kórdrengi skömmu fyrir hálfleik þýddi að staðan var jöfn. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk liðsfélagi hans Davíð Þór Ásbjörnsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram gekk á lagið þar sem Alex Freyr Elísson jafnaði leikinn strax í kjölfarið á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar fullkomnaði Albert Hafsteinsson þrennu sína og tryggði Fram 4-3 sigur. Fram er því með 28 stig eftir tíu leiki á toppi deildarinnar, sex stigum á undan ÍBV sem vann Þrótt naumlega fyrr í kvöld. Kórdrengir eru aftur á móti með 16 stig í 4. sæti. Grindavík tók á móti Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum yfir snemma leiks. Tvö mörk Sigurðar Bjarts Hallssonar kom Grindvíkingum aftur á móti 2-1 yfir og þannig stóð fram á 74. mínútu. Pedro Vázquez jafnaði þá fyrir Mosfellinga af vítapunktinum áður en Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark þeirra aðeins þremur mínútum síðar. Mark Símons Loga Thasapong undir lok leiks tryggði Grindvíkingum hins vegar stig, 3-3 jafntefli niðurstaðan. Grindavík verður af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 18 stig í 3. sæti, fjórum á eftir Eyjamönnum sem eru þar fyrir ofan. Afturelding er hins vegar með 13 stig í 7. sæti. Þriðja þrennan í sumar Á Seltjarnarnesi var Guðjón Þórðarson að stýra Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta skipti frá því að hann tók við af Gunnari Einarssyni á dögunum. Bæði lið þurftu á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu til að veita þeim 2-0 forskot í hléi. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir gestina eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur var ekki hættur þar sem að hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark Gróttu á 57. mínútu. Guðfinnur Þór Lárusson klóraði í bakkann fyrir Ólafsvíkinga undir lok uppbótartíma en það kom of seint. 3-2 sigur Gróttu staðreynd. Um er að ræða þriðju þrennu Péturs Theódórs í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Grótta er eftir sigurinn með ellefu stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar eru hins vegar enn aðeins með eitt stig á botni deildarinnar.
Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Grótta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira