Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 10:41 Sprengiefni var notað til þess að jafna þann hluta blokkarinnar sem eftir stóð við jörðu í gærkvöldi. AP/Lynne Sladky Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. Ein álma Champlain-suðurturnanna, þrettán hæða íbúðablokkar í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Leit að líkamsleifum var hætt tímabundið í gær vegna hættu á að sá hluti byggingarinnar sem eftir stóð gæti hrunið á björgunarfólk. Leifar turnsins hafa nú verið jafnaðar við jörðu og hafa leitarflokkar fengið leyfi til þess að hefja leit aftur, að sögn AP-fréttastofunnar. Byrjað var á að hreinsa burt nýju rústirnar. New York Times segir að verkfræðingar sem hafa kannað rústirnar eða skoðað myndir af þeim telji mögulegt að byggingin hafi verið gölluð. Ekki hafi verið notað eins mikið af steypustyrktarjárni í grunn hennar eins og gert var ráð í teikningum. Sérfræðingur sem bæjaryfirvöld í Surfside fengu til þess að rannsaka hrunið staðfestir við blaðið að merki séu um að minna stál hafi verið notað til að styrkja burðarsúlur í bílakjallara en gert var ráð fyrir. Rannsókn á hruninu sé þó á frumstigum. Sjónarvottar hafa lýst því að hluti af steypuplötunni yfir bílastæðakjallaranum, sem á voru bílastæði og sundlaugarsvæði á jarðhæð, hafi fyrst fallið saman nokkrum mínútum áður en hluti byggingarinnar hrundi til grunna. Búist er við að rannsóknin taki fleiri mánuði. Verkfræðingar segja einnig að skortur á stálstyrkingu hafi ekki endilega verið orsök þess að byggingin hrundi en gæti hafa átt þátt í hörmungunum. Leitar- og björgunarlið reynir nú að komast að bílastæðakjallara hússins sem vonast er til að geti varpað frekara ljósi á hvar glufur kunni að finnast í rústunum. Þar gætu líkamsleifar fólksins sem enn er ófundið leynst. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum eftir fyrsta sólarhringinn frá hruninu. Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Ein álma Champlain-suðurturnanna, þrettán hæða íbúðablokkar í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Leit að líkamsleifum var hætt tímabundið í gær vegna hættu á að sá hluti byggingarinnar sem eftir stóð gæti hrunið á björgunarfólk. Leifar turnsins hafa nú verið jafnaðar við jörðu og hafa leitarflokkar fengið leyfi til þess að hefja leit aftur, að sögn AP-fréttastofunnar. Byrjað var á að hreinsa burt nýju rústirnar. New York Times segir að verkfræðingar sem hafa kannað rústirnar eða skoðað myndir af þeim telji mögulegt að byggingin hafi verið gölluð. Ekki hafi verið notað eins mikið af steypustyrktarjárni í grunn hennar eins og gert var ráð í teikningum. Sérfræðingur sem bæjaryfirvöld í Surfside fengu til þess að rannsaka hrunið staðfestir við blaðið að merki séu um að minna stál hafi verið notað til að styrkja burðarsúlur í bílakjallara en gert var ráð fyrir. Rannsókn á hruninu sé þó á frumstigum. Sjónarvottar hafa lýst því að hluti af steypuplötunni yfir bílastæðakjallaranum, sem á voru bílastæði og sundlaugarsvæði á jarðhæð, hafi fyrst fallið saman nokkrum mínútum áður en hluti byggingarinnar hrundi til grunna. Búist er við að rannsóknin taki fleiri mánuði. Verkfræðingar segja einnig að skortur á stálstyrkingu hafi ekki endilega verið orsök þess að byggingin hrundi en gæti hafa átt þátt í hörmungunum. Leitar- og björgunarlið reynir nú að komast að bílastæðakjallara hússins sem vonast er til að geti varpað frekara ljósi á hvar glufur kunni að finnast í rústunum. Þar gætu líkamsleifar fólksins sem enn er ófundið leynst. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum eftir fyrsta sólarhringinn frá hruninu.
Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01
Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43