Hvíta-Rússland lokar landamærunum að Úkraínu vegna meints vopnasmygls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2021 23:01 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir fjölda ríkja standa að vopnasmygli til hryðjuverkasamtaka í Hvíta-Rússlandi. Getty/Nikolai Petrov Hvíta-Rússland hefur lokað landamærum sínum að Úkraínu. Ástæðan er sú að Hvít-Rússar segja að vopnum hafi smyglað yfir landamærin og inn í landið. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, vill jafnframt meina að vopnasmyglið sé hluti af stærra plani, plani um að bola honum af valdastólnum. Lúkasjenka er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu en hann hefur setið á valdastóli í 27 ár. Lúkasjenka sagði í dag – án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir – að öryggissveitir hans hafi jafnframt komist á snoðir um leynilega hryðjuverkahópa í landinu, sem njóti stuðnings erlendra afla, sem hafi lagt á ráðin um að fremja valdarán. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þau hafa farið yfir strikið. Við getum ekki fyrirgefið þeim,“ sagði hann í dag. Ætlar að ræða málin við Merkel Hann vill meina að vopnin hafi verið flutt til hryðjuverkahópanna á vegum Þýskalands, Litháen, Póllands, Úkraínu og Bandaríkjanna. Ríkin fimm hafi fjármagnað vopnakaupin- og flutninginn. „Rosalegt magn vopna er að koma frá Úkraínu til Hvíta-Rússlands. Þess vegna fyrirskipaði ég landamæravörðum okkar að loka landamærunum að Úkraínu alveg,“ sagði Lúkasjenka í dag í ræðu sem hann flutti í tilefni af þrjátíu ára sjálfstæði landsins. Þá sagðist hann jafnframt ætla að ræða þessi mál við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og aðra þjóðarleiðtoga sem hann vill meina að styðji meinta hryðjuverkamenn og vopnaflutning. Úkraína hefur þegar neitað ásökununum og sagt að yfirvöld þar í landi komi hvergi að því að reyna að hafa áhrif á innanríkismál Hvíta-Rússlands. Þá kom fram í tilkynningu frá yfirvöldum Úkraínu að lokun landamæranna, sem spanna um 1.084 kílómetra, muni ekki leiða neitt gott af sér. Sigraði forsetakosningarnar, eða hvað? Ástandið í Hvíta-Rússlandi hefur farið síversnandi frá forsetakosningum í ágúst síðastliðnum. Fjöldi fólks bauð sig fram á móti forsetanum sitjandi en flestir voru þeir handteknir. Síðan þá hafa mótmæli skekið landið og síversnandi sögur um mannréttindabrot og ofbeldi yfirvalda litið dagsins ljós. Svetlana Tsíkanovskaja var ein þeirra sem bauð sig fram til forseta, en hún tók við forsetaframboði eiginmanns síns eftir að hann var fangelsaður á síðasta ári. Vinsældir Tsíkanovskaju fóru upp úr öllu valdi og töldu margir hana augljósan sigurvegara kosninganna, þangað til að niðurstöður lágu fyrir. Lúkasjenka fór með sigur úr bítum, alla vega samkvæmt opinberum kosninganiðurstöðum, en margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja sigur sinn. Stuttu eftir að niðurstöður lágu fyrir flúði Tsíkanovskaja land og hefur síðan þá verið málsvari mannréttinda og baráttu fyrir frjálsum kosningum. Leita að bandamönnum Tsíkanovskaja er stödd hér á landi þessa stundina en hún fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. Í viðtali við fréttastofu sagði Tsíkanovskaja að fyrst of fremst sé hún og stuðningsmenn hennar að leita að bandamönnum. „Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ sagði Tsíkanovskaja. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim.“ Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, vill jafnframt meina að vopnasmyglið sé hluti af stærra plani, plani um að bola honum af valdastólnum. Lúkasjenka er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu en hann hefur setið á valdastóli í 27 ár. Lúkasjenka sagði í dag – án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir – að öryggissveitir hans hafi jafnframt komist á snoðir um leynilega hryðjuverkahópa í landinu, sem njóti stuðnings erlendra afla, sem hafi lagt á ráðin um að fremja valdarán. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þau hafa farið yfir strikið. Við getum ekki fyrirgefið þeim,“ sagði hann í dag. Ætlar að ræða málin við Merkel Hann vill meina að vopnin hafi verið flutt til hryðjuverkahópanna á vegum Þýskalands, Litháen, Póllands, Úkraínu og Bandaríkjanna. Ríkin fimm hafi fjármagnað vopnakaupin- og flutninginn. „Rosalegt magn vopna er að koma frá Úkraínu til Hvíta-Rússlands. Þess vegna fyrirskipaði ég landamæravörðum okkar að loka landamærunum að Úkraínu alveg,“ sagði Lúkasjenka í dag í ræðu sem hann flutti í tilefni af þrjátíu ára sjálfstæði landsins. Þá sagðist hann jafnframt ætla að ræða þessi mál við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og aðra þjóðarleiðtoga sem hann vill meina að styðji meinta hryðjuverkamenn og vopnaflutning. Úkraína hefur þegar neitað ásökununum og sagt að yfirvöld þar í landi komi hvergi að því að reyna að hafa áhrif á innanríkismál Hvíta-Rússlands. Þá kom fram í tilkynningu frá yfirvöldum Úkraínu að lokun landamæranna, sem spanna um 1.084 kílómetra, muni ekki leiða neitt gott af sér. Sigraði forsetakosningarnar, eða hvað? Ástandið í Hvíta-Rússlandi hefur farið síversnandi frá forsetakosningum í ágúst síðastliðnum. Fjöldi fólks bauð sig fram á móti forsetanum sitjandi en flestir voru þeir handteknir. Síðan þá hafa mótmæli skekið landið og síversnandi sögur um mannréttindabrot og ofbeldi yfirvalda litið dagsins ljós. Svetlana Tsíkanovskaja var ein þeirra sem bauð sig fram til forseta, en hún tók við forsetaframboði eiginmanns síns eftir að hann var fangelsaður á síðasta ári. Vinsældir Tsíkanovskaju fóru upp úr öllu valdi og töldu margir hana augljósan sigurvegara kosninganna, þangað til að niðurstöður lágu fyrir. Lúkasjenka fór með sigur úr bítum, alla vega samkvæmt opinberum kosninganiðurstöðum, en margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja sigur sinn. Stuttu eftir að niðurstöður lágu fyrir flúði Tsíkanovskaja land og hefur síðan þá verið málsvari mannréttinda og baráttu fyrir frjálsum kosningum. Leita að bandamönnum Tsíkanovskaja er stödd hér á landi þessa stundina en hún fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. Í viðtali við fréttastofu sagði Tsíkanovskaja að fyrst of fremst sé hún og stuðningsmenn hennar að leita að bandamönnum. „Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ sagði Tsíkanovskaja. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim.“
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12