Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein minni en kvenna á Norðurlöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2021 19:01 Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. vísir/sigurjón Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein eru heldur minni en kvenna á Norðurlöndunum samkvæmt nýrri rannsókn. Þrettán prósent láta lífið á fyrstu fimm árum eftir greiningu hér á landi. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 235 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Krabbameinsskrár á Norðurlöndunum hafa undanfarna mánuði unnið að samanburðarrannsókn þar sem meðal annars voru bornar saman lífslífur kvenna sem greinast með brjótakrabbamein. „Eitt af því sem voru vísbendingar um þar var að horfurnar hjá íslenskum konunum hafi ekki batnað eins mikið og hjá hinum og það er frá 2005 sem er eins og við förum aðeins að dragast aftur úr,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. 87 prósent íslenskra kvenna séu á lífi fimm árum eftir greiningu, samkvæmt rannsókninni. „Það þýðir í raun að þrettán prósent deyja úr sínu meini á fyrstu fimm árunum eftir greiningu,“ segir Laufey. Staðan sé betri á hinum Norðurlöndunum þar sem tíu prósent láti lífið á fyrstu fimm árunum eftir greiningu. „Nema ekki í Danmörku, sem voru lang slökust en eru búin að ná okkur núna,“ segir Laufey. Staðan sé verst og munurinn mestur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ef litið er til kvenna yfir sjötugt. Það sé tvennt sem gæti skýrt þessa þróun. Annars vegar að íslenskar konur séu að greinast seinna en þar til nýlega var ekki skimað fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 70 til 74 ára. „Og svo hitt hvort meðferðin sé einhvern veginn öðruvísi hjá þessum eldri konum en yngri og það sé eitthvað ólíkt miðað við hin Noðurlöndin,“ segir Laufey. Fundað hafi verið um málið með landlækni og nú verði kafað ofan í ástæður þróunarinnar. „Það er það næsta sem verður gert og vonandi komust við að niðurstöðu sem allra fyrst,“ segir Laufey. Enda sé þetta áhyggjuefni. „Við erum enn með mjög góðar horfur en þetta er kannski einhver tilhneiging sem er í gangi þarna og það er mikilvægt að við grípum strax inn í og reynum að komast að því hvað er að gerast þarna og strax reyna að snúa þessu við,“ segir Laufey. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 235 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Krabbameinsskrár á Norðurlöndunum hafa undanfarna mánuði unnið að samanburðarrannsókn þar sem meðal annars voru bornar saman lífslífur kvenna sem greinast með brjótakrabbamein. „Eitt af því sem voru vísbendingar um þar var að horfurnar hjá íslenskum konunum hafi ekki batnað eins mikið og hjá hinum og það er frá 2005 sem er eins og við förum aðeins að dragast aftur úr,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. 87 prósent íslenskra kvenna séu á lífi fimm árum eftir greiningu, samkvæmt rannsókninni. „Það þýðir í raun að þrettán prósent deyja úr sínu meini á fyrstu fimm árunum eftir greiningu,“ segir Laufey. Staðan sé betri á hinum Norðurlöndunum þar sem tíu prósent láti lífið á fyrstu fimm árunum eftir greiningu. „Nema ekki í Danmörku, sem voru lang slökust en eru búin að ná okkur núna,“ segir Laufey. Staðan sé verst og munurinn mestur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ef litið er til kvenna yfir sjötugt. Það sé tvennt sem gæti skýrt þessa þróun. Annars vegar að íslenskar konur séu að greinast seinna en þar til nýlega var ekki skimað fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 70 til 74 ára. „Og svo hitt hvort meðferðin sé einhvern veginn öðruvísi hjá þessum eldri konum en yngri og það sé eitthvað ólíkt miðað við hin Noðurlöndin,“ segir Laufey. Fundað hafi verið um málið með landlækni og nú verði kafað ofan í ástæður þróunarinnar. „Það er það næsta sem verður gert og vonandi komust við að niðurstöðu sem allra fyrst,“ segir Laufey. Enda sé þetta áhyggjuefni. „Við erum enn með mjög góðar horfur en þetta er kannski einhver tilhneiging sem er í gangi þarna og það er mikilvægt að við grípum strax inn í og reynum að komast að því hvað er að gerast þarna og strax reyna að snúa þessu við,“ segir Laufey.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira