Öll þrjú vítin varin í Eyjum: „Sérstakt“ að sú markahæsta fari ekki aftur á punktinn Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 16:01 Íris Dögg Gunnarsdóttir með boltann eftir að hafa gripið hann í seinni vítaspyrnu ÍBV. Stöð 2 Sport Öll þrjú vítin í leik ÍBV og Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta á þriðjudag voru varin. Íris Dögg Gunnarsdóttir varði tvö víti í marki Þróttar og tryggði liðinu sínu 2-1 útisigur. Vítin voru til umræðu í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld þar sem Helena Ólafsdóttir var með þær Mist Rúnarsdóttur og Lilja Dögg Valþórsdóttir sem sérfræðinga. Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og fékk tækifæri til að tvöfalda forskotið í lok fyrri hálfleiks eftir að víti var dæmt á Sóleyju Maríu Steinarsdóttur fyrir brot á Olgu Sevcovu. „Þær lenda undir þarna en Íris Dögg Gunnarsdóttir er þvílíkur „match-winner“ fyrir Þrótt þarna. Hún ver víti í uppbótartíma í fyrri hálfleik, sem heldur þeim „bara“ einu marki undir, og bjargar svo þessum þremur stigum í lokin með því að verja annað víti,“ sagði Mist, en vítin og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Vítin í Vestmannaeyjum Íris var ekki á því að dæma hefði átt víti á Sóleyju: „Ég veit ekki með þetta. Hún [Olga] er auðvitað klók; finnur fyrir handleggnum á bakinu á sér og lætur sig bara detta. En þetta var ekki snerting sem hefði alla jafna látið hana detta.“ Olga náði einnig í seinna vítið sem ÍBV fékk en þá braut Lorena Baumann á henni. Liana Hinds tók vítið í þetta sinn en Íris greip boltann. „Þetta er ekki gott víti,“ benti Lilja á og Helena velti fyrir sér hvort að Hinds hefði átt að taka þetta víti og Mist sagði að Pridham hefði verðskuldað annað tækifæri: „Mér finnst það alla vega sérstakt þegar þú ert með markahæsta leikmann deildarinnar á þessum tímapunkti, þó að hún hafi klúðrað einu víti, að hún fari ekki aftur á punktinn. En kannski er Liana sjóðheit í vítakeppnum á æfingum,“ sagði Mist. Þróttur fékk eitt víti, þegar Antoinette Williams braut á Katherine Cousins. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði spyrnu Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur en Ólöf náði hins vegar að fylgja á eftir og skora sigurmark Þróttar. Öll vítin og umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Pepsi Max-mörkin Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Vítin voru til umræðu í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld þar sem Helena Ólafsdóttir var með þær Mist Rúnarsdóttur og Lilja Dögg Valþórsdóttir sem sérfræðinga. Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og fékk tækifæri til að tvöfalda forskotið í lok fyrri hálfleiks eftir að víti var dæmt á Sóleyju Maríu Steinarsdóttur fyrir brot á Olgu Sevcovu. „Þær lenda undir þarna en Íris Dögg Gunnarsdóttir er þvílíkur „match-winner“ fyrir Þrótt þarna. Hún ver víti í uppbótartíma í fyrri hálfleik, sem heldur þeim „bara“ einu marki undir, og bjargar svo þessum þremur stigum í lokin með því að verja annað víti,“ sagði Mist, en vítin og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Vítin í Vestmannaeyjum Íris var ekki á því að dæma hefði átt víti á Sóleyju: „Ég veit ekki með þetta. Hún [Olga] er auðvitað klók; finnur fyrir handleggnum á bakinu á sér og lætur sig bara detta. En þetta var ekki snerting sem hefði alla jafna látið hana detta.“ Olga náði einnig í seinna vítið sem ÍBV fékk en þá braut Lorena Baumann á henni. Liana Hinds tók vítið í þetta sinn en Íris greip boltann. „Þetta er ekki gott víti,“ benti Lilja á og Helena velti fyrir sér hvort að Hinds hefði átt að taka þetta víti og Mist sagði að Pridham hefði verðskuldað annað tækifæri: „Mér finnst það alla vega sérstakt þegar þú ert með markahæsta leikmann deildarinnar á þessum tímapunkti, þó að hún hafi klúðrað einu víti, að hún fari ekki aftur á punktinn. En kannski er Liana sjóðheit í vítakeppnum á æfingum,“ sagði Mist. Þróttur fékk eitt víti, þegar Antoinette Williams braut á Katherine Cousins. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði spyrnu Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur en Ólöf náði hins vegar að fylgja á eftir og skora sigurmark Þróttar. Öll vítin og umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Pepsi Max-mörkin Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira