„Pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2021 21:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöll í dag til að fá síðari bóluefnaskammtinn. Vísir Þó einhverjir hafi ákveðið að fara úr röðinni að Laugardalshöll þegar tilkynnt var um að Astra Zeneca bóluefnið væri búið og að bólusett yrði með Pfizer í staðinn var því almennt vel tekið . Bólusetningar með seinni skammti af Astra Zeneca fóru fram fyrri hluta dags – eða þar til efnið kláraðist. „Ég geri bara eins og mér er sagt og hef engar sérstakar skoðanir á þessu. Bara pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer,“ sagði Sölvi Snær Magnússon sem beið eftir sínum skammti í heillangri röð fyrir utan Laugardalshöll í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að skammtarnir hafi klárast mun fyrr en áætlað hafi verið. „Við vorum búin að gera ráð fyrir að við hefðum nóg í dag en það reyndist ekki vera. Það var hins vegar til nóg af Pfizer og það er í góðu lagi að skipta yfir og hefur gengið vel,“ segir Sigríður. Hún segir samsetningu bóluefnanna tveggja, Astra Zeneca og Pfizer, fullkomlega hættulausa. „Það er að komast reynsla á þessa samsetningu úti í heimi líkt og annað og hún hefur gefið góða raun og gefur mjög góða vörn,“ segir hún. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Sigríður Dóra segir að þegar skammtarnir kláruðust hafi ekkert annað verið í stöðunni en að setja í næsta gír og sækja Pfizer skammtana, en að meðan það var gert þurfti að tæma Laugardalshöllina og nokkrar tafir urðu á bólusetningunni, þannig að langar raðir mynduðust um tíma. „Ég er búinn að bíða hérna svo lengi að ég ætla ekkert að fara. Og eiginlega sama hvað hefði tekið við þarna við hinn endann þá hefði ég haldið áfram í röðinni,“ sagði Páll Magnússon þingmaður, sem beið með eftirvæntingu eftir að verða fullbólusettur. „Ég kom hingað til að fá Astra eins og ég fékk í fyrri sprautunni en fæ Pfizer. Mér finnst ég hafa unnið í happdrætti bara. Þetta er fín blanda.“ Rúnar Höskuldsson var líka kampa kátur með bólusetninguna. „Gott að klára þetta bara og þá er þetta búið. Þetta er bara besta mál,“ sagði hann rétt áður en hann fékk sprautuna í handlegginn, og félagi hans, Þorvaldur E. Sæmundsen tók undir og sló á létta strengi þegar hann sagðist engan mun finna á Astra Zeneca efninu og Pfizer. „Enginn munur - piece of cake.“ Fréttastofa leit við í Laugardalshöll í dag líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
„Ég geri bara eins og mér er sagt og hef engar sérstakar skoðanir á þessu. Bara pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer,“ sagði Sölvi Snær Magnússon sem beið eftir sínum skammti í heillangri röð fyrir utan Laugardalshöll í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að skammtarnir hafi klárast mun fyrr en áætlað hafi verið. „Við vorum búin að gera ráð fyrir að við hefðum nóg í dag en það reyndist ekki vera. Það var hins vegar til nóg af Pfizer og það er í góðu lagi að skipta yfir og hefur gengið vel,“ segir Sigríður. Hún segir samsetningu bóluefnanna tveggja, Astra Zeneca og Pfizer, fullkomlega hættulausa. „Það er að komast reynsla á þessa samsetningu úti í heimi líkt og annað og hún hefur gefið góða raun og gefur mjög góða vörn,“ segir hún. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Sigríður Dóra segir að þegar skammtarnir kláruðust hafi ekkert annað verið í stöðunni en að setja í næsta gír og sækja Pfizer skammtana, en að meðan það var gert þurfti að tæma Laugardalshöllina og nokkrar tafir urðu á bólusetningunni, þannig að langar raðir mynduðust um tíma. „Ég er búinn að bíða hérna svo lengi að ég ætla ekkert að fara. Og eiginlega sama hvað hefði tekið við þarna við hinn endann þá hefði ég haldið áfram í röðinni,“ sagði Páll Magnússon þingmaður, sem beið með eftirvæntingu eftir að verða fullbólusettur. „Ég kom hingað til að fá Astra eins og ég fékk í fyrri sprautunni en fæ Pfizer. Mér finnst ég hafa unnið í happdrætti bara. Þetta er fín blanda.“ Rúnar Höskuldsson var líka kampa kátur með bólusetninguna. „Gott að klára þetta bara og þá er þetta búið. Þetta er bara besta mál,“ sagði hann rétt áður en hann fékk sprautuna í handlegginn, og félagi hans, Þorvaldur E. Sæmundsen tók undir og sló á létta strengi þegar hann sagðist engan mun finna á Astra Zeneca efninu og Pfizer. „Enginn munur - piece of cake.“ Fréttastofa leit við í Laugardalshöll í dag líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira