Lukaku gnæfði yfir Ítali í vetur og ætlar að halda því áfram í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 10:31 Romelu Lukaku er búinn að kveðja Cristiano Ronaldo og ætlar sér að senda Ítali í sumarfrí í kvöld. EPA-EFE/Lluis Gene Ef að veðja ætti á einn leikmann í heiminum sem gæti brotið sér leið í gegnum ítalska múrinn og fundið leið framhjá Gianluigi Donnarumma þá virðist Romelu Lukaku skynsamlegt val. Lukaku fær að reyna sig gegn Ítölum í stórleik 8-liða úrslita EM í kvöld. Framganga Lukaku í kvöld gæti þó oltið að talsverðu leyti á því hvort Kevin De Bruyne og Eden Hazard geti eitthvað beitt sér. Þeir meiddust báðir í sigri Belgíu gegn Portúgal svo þeim sigri fylgdi einnig mikið áfall fyrir Belga. Hvorugur æfði í gær og nær útilokað er talið að Hazard spili í kvöld en De Bruyne gæti komið við sögu. Leikur Belgíu og Ítalíu hefst kl. 19 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Klukkan 16 mætast Spánn og Sviss í fyrsta leik 8-liða úrslitanna, einnig á Stöð 2 EM. Á morgun eru svo leikir Tékklands og Danmerkur, og Úkraínu og Englands. Belgía og Ítalía hafa verið býsna sannfærandi það sem af er móti en Ítalir þurftu þó framlengingu til að slá Austurríki út í 16-liða úrslitum. Seint í framlengingunni fékk Ítalía á sig eina markið sem mótherjar liðsins hafa skorað í síðustu tólf leikjum. Liðið hefur unnið alla þessa leiki og þeir Federico Chiesa og Matteo Pessina höfðu komið Ítölum í 2-0 í framlengingunni gegn Austurríki, áður en Donnarumma þurfti loksins að sækja boltann í eigið mark. Skorar alltaf gegn Donnarumma Donnarumma þekkir það hins vegar fullvel að sækja boltann í netið eftir mörk frá Lukaku. Belgíski framherjinn hefur nefnilega skorað í öllum fjórum Mílanó-slögum sínum með Inter. Lukaku hefur lengi verið nánast óstöðvandi með belgíska landsliðinu og skorað 46 mörk í síðustu 45 landsleikjum, og alls 63 mörk í 97 landsleikjum auk þess að eiga 14 stoðsendingar. Hann hefur einnig verið stórkostlegur fyrir Inter og skoraði 24 mörk og lagði upp tíu í vetur. Romelu Lukaku hefur gengið vel að skora framhjá Gianluigi Donnarumma í leikjum Mílanóliðanna Inter og AC Milan.Getty/Marco Luzzani Lukaku kom eins og stormsveipur inn í ítalska boltann fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið nokkrum vonbrigðum hjá Manchester United. Eftir að hafa leitt Inter að langþráðum Ítalíumeistaratitli í vor var hann útnefndur mikilvægasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti mótherja Lukaku í kvöld spilar. „Hann er frábær framherji,“ segir Francesco Acerbi, varnarmaður Ítalíu. „Hann hefur haft mikil áhrif á ítölsku deildina rétt eins og hjá Belgíu. Ef að maður gefur honum pláss þá skorar hann. Maður þarf alltaf að hafa kveikt á sér og getur ekki leyft honum neitt. En ég hef stoppað hann áður,“ segir Acerbi sem ásamt félögum sínum í Lazio hefur þrívegis mætt Lukaku án þess að fá á sig mark. Belginn skoraði hins vegar tvö í 3-1 sigri síðast þegar þeir mættust. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Framganga Lukaku í kvöld gæti þó oltið að talsverðu leyti á því hvort Kevin De Bruyne og Eden Hazard geti eitthvað beitt sér. Þeir meiddust báðir í sigri Belgíu gegn Portúgal svo þeim sigri fylgdi einnig mikið áfall fyrir Belga. Hvorugur æfði í gær og nær útilokað er talið að Hazard spili í kvöld en De Bruyne gæti komið við sögu. Leikur Belgíu og Ítalíu hefst kl. 19 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Klukkan 16 mætast Spánn og Sviss í fyrsta leik 8-liða úrslitanna, einnig á Stöð 2 EM. Á morgun eru svo leikir Tékklands og Danmerkur, og Úkraínu og Englands. Belgía og Ítalía hafa verið býsna sannfærandi það sem af er móti en Ítalir þurftu þó framlengingu til að slá Austurríki út í 16-liða úrslitum. Seint í framlengingunni fékk Ítalía á sig eina markið sem mótherjar liðsins hafa skorað í síðustu tólf leikjum. Liðið hefur unnið alla þessa leiki og þeir Federico Chiesa og Matteo Pessina höfðu komið Ítölum í 2-0 í framlengingunni gegn Austurríki, áður en Donnarumma þurfti loksins að sækja boltann í eigið mark. Skorar alltaf gegn Donnarumma Donnarumma þekkir það hins vegar fullvel að sækja boltann í netið eftir mörk frá Lukaku. Belgíski framherjinn hefur nefnilega skorað í öllum fjórum Mílanó-slögum sínum með Inter. Lukaku hefur lengi verið nánast óstöðvandi með belgíska landsliðinu og skorað 46 mörk í síðustu 45 landsleikjum, og alls 63 mörk í 97 landsleikjum auk þess að eiga 14 stoðsendingar. Hann hefur einnig verið stórkostlegur fyrir Inter og skoraði 24 mörk og lagði upp tíu í vetur. Romelu Lukaku hefur gengið vel að skora framhjá Gianluigi Donnarumma í leikjum Mílanóliðanna Inter og AC Milan.Getty/Marco Luzzani Lukaku kom eins og stormsveipur inn í ítalska boltann fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið nokkrum vonbrigðum hjá Manchester United. Eftir að hafa leitt Inter að langþráðum Ítalíumeistaratitli í vor var hann útnefndur mikilvægasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti mótherja Lukaku í kvöld spilar. „Hann er frábær framherji,“ segir Francesco Acerbi, varnarmaður Ítalíu. „Hann hefur haft mikil áhrif á ítölsku deildina rétt eins og hjá Belgíu. Ef að maður gefur honum pláss þá skorar hann. Maður þarf alltaf að hafa kveikt á sér og getur ekki leyft honum neitt. En ég hef stoppað hann áður,“ segir Acerbi sem ásamt félögum sínum í Lazio hefur þrívegis mætt Lukaku án þess að fá á sig mark. Belginn skoraði hins vegar tvö í 3-1 sigri síðast þegar þeir mættust. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn