Lukaku gnæfði yfir Ítali í vetur og ætlar að halda því áfram í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 10:31 Romelu Lukaku er búinn að kveðja Cristiano Ronaldo og ætlar sér að senda Ítali í sumarfrí í kvöld. EPA-EFE/Lluis Gene Ef að veðja ætti á einn leikmann í heiminum sem gæti brotið sér leið í gegnum ítalska múrinn og fundið leið framhjá Gianluigi Donnarumma þá virðist Romelu Lukaku skynsamlegt val. Lukaku fær að reyna sig gegn Ítölum í stórleik 8-liða úrslita EM í kvöld. Framganga Lukaku í kvöld gæti þó oltið að talsverðu leyti á því hvort Kevin De Bruyne og Eden Hazard geti eitthvað beitt sér. Þeir meiddust báðir í sigri Belgíu gegn Portúgal svo þeim sigri fylgdi einnig mikið áfall fyrir Belga. Hvorugur æfði í gær og nær útilokað er talið að Hazard spili í kvöld en De Bruyne gæti komið við sögu. Leikur Belgíu og Ítalíu hefst kl. 19 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Klukkan 16 mætast Spánn og Sviss í fyrsta leik 8-liða úrslitanna, einnig á Stöð 2 EM. Á morgun eru svo leikir Tékklands og Danmerkur, og Úkraínu og Englands. Belgía og Ítalía hafa verið býsna sannfærandi það sem af er móti en Ítalir þurftu þó framlengingu til að slá Austurríki út í 16-liða úrslitum. Seint í framlengingunni fékk Ítalía á sig eina markið sem mótherjar liðsins hafa skorað í síðustu tólf leikjum. Liðið hefur unnið alla þessa leiki og þeir Federico Chiesa og Matteo Pessina höfðu komið Ítölum í 2-0 í framlengingunni gegn Austurríki, áður en Donnarumma þurfti loksins að sækja boltann í eigið mark. Skorar alltaf gegn Donnarumma Donnarumma þekkir það hins vegar fullvel að sækja boltann í netið eftir mörk frá Lukaku. Belgíski framherjinn hefur nefnilega skorað í öllum fjórum Mílanó-slögum sínum með Inter. Lukaku hefur lengi verið nánast óstöðvandi með belgíska landsliðinu og skorað 46 mörk í síðustu 45 landsleikjum, og alls 63 mörk í 97 landsleikjum auk þess að eiga 14 stoðsendingar. Hann hefur einnig verið stórkostlegur fyrir Inter og skoraði 24 mörk og lagði upp tíu í vetur. Romelu Lukaku hefur gengið vel að skora framhjá Gianluigi Donnarumma í leikjum Mílanóliðanna Inter og AC Milan.Getty/Marco Luzzani Lukaku kom eins og stormsveipur inn í ítalska boltann fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið nokkrum vonbrigðum hjá Manchester United. Eftir að hafa leitt Inter að langþráðum Ítalíumeistaratitli í vor var hann útnefndur mikilvægasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti mótherja Lukaku í kvöld spilar. „Hann er frábær framherji,“ segir Francesco Acerbi, varnarmaður Ítalíu. „Hann hefur haft mikil áhrif á ítölsku deildina rétt eins og hjá Belgíu. Ef að maður gefur honum pláss þá skorar hann. Maður þarf alltaf að hafa kveikt á sér og getur ekki leyft honum neitt. En ég hef stoppað hann áður,“ segir Acerbi sem ásamt félögum sínum í Lazio hefur þrívegis mætt Lukaku án þess að fá á sig mark. Belginn skoraði hins vegar tvö í 3-1 sigri síðast þegar þeir mættust. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Framganga Lukaku í kvöld gæti þó oltið að talsverðu leyti á því hvort Kevin De Bruyne og Eden Hazard geti eitthvað beitt sér. Þeir meiddust báðir í sigri Belgíu gegn Portúgal svo þeim sigri fylgdi einnig mikið áfall fyrir Belga. Hvorugur æfði í gær og nær útilokað er talið að Hazard spili í kvöld en De Bruyne gæti komið við sögu. Leikur Belgíu og Ítalíu hefst kl. 19 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Klukkan 16 mætast Spánn og Sviss í fyrsta leik 8-liða úrslitanna, einnig á Stöð 2 EM. Á morgun eru svo leikir Tékklands og Danmerkur, og Úkraínu og Englands. Belgía og Ítalía hafa verið býsna sannfærandi það sem af er móti en Ítalir þurftu þó framlengingu til að slá Austurríki út í 16-liða úrslitum. Seint í framlengingunni fékk Ítalía á sig eina markið sem mótherjar liðsins hafa skorað í síðustu tólf leikjum. Liðið hefur unnið alla þessa leiki og þeir Federico Chiesa og Matteo Pessina höfðu komið Ítölum í 2-0 í framlengingunni gegn Austurríki, áður en Donnarumma þurfti loksins að sækja boltann í eigið mark. Skorar alltaf gegn Donnarumma Donnarumma þekkir það hins vegar fullvel að sækja boltann í netið eftir mörk frá Lukaku. Belgíski framherjinn hefur nefnilega skorað í öllum fjórum Mílanó-slögum sínum með Inter. Lukaku hefur lengi verið nánast óstöðvandi með belgíska landsliðinu og skorað 46 mörk í síðustu 45 landsleikjum, og alls 63 mörk í 97 landsleikjum auk þess að eiga 14 stoðsendingar. Hann hefur einnig verið stórkostlegur fyrir Inter og skoraði 24 mörk og lagði upp tíu í vetur. Romelu Lukaku hefur gengið vel að skora framhjá Gianluigi Donnarumma í leikjum Mílanóliðanna Inter og AC Milan.Getty/Marco Luzzani Lukaku kom eins og stormsveipur inn í ítalska boltann fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið nokkrum vonbrigðum hjá Manchester United. Eftir að hafa leitt Inter að langþráðum Ítalíumeistaratitli í vor var hann útnefndur mikilvægasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti mótherja Lukaku í kvöld spilar. „Hann er frábær framherji,“ segir Francesco Acerbi, varnarmaður Ítalíu. „Hann hefur haft mikil áhrif á ítölsku deildina rétt eins og hjá Belgíu. Ef að maður gefur honum pláss þá skorar hann. Maður þarf alltaf að hafa kveikt á sér og getur ekki leyft honum neitt. En ég hef stoppað hann áður,“ segir Acerbi sem ásamt félögum sínum í Lazio hefur þrívegis mætt Lukaku án þess að fá á sig mark. Belginn skoraði hins vegar tvö í 3-1 sigri síðast þegar þeir mættust. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira