Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 12:23 Enn eru um 145 manns saknað eftir að álma Champlain-turnsins á Surfside hrundi laugardaginn 24. júní. AP/Emily Michot/Miami Herald Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. Ein álma Champlain-turnsins, tólf hæða íbúðablokkar, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Auk þeirra átján sem eru staðfestir látnir er á annað hundrað manns enn saknað. Greint hefur verið frá því að verkfræðingar sem fóru yfir bygginguna árið 2018 vöruðu við sprungum í bílakjallara. Nú segir Washington Post að forseti húsfélagsins hafi sagt af sér árið 2019, að hluta til vegna gremju með viðbrögð þess við skýrslu verkfræðinganna. Fjórir aðrir stjórnarmenn fylgdu honum út um dyrnar á tveggja vikna tímabili. Afsagnirnar komu í kjölfar átaka um viðgerðir á byggingunni sem áttu að hlaupa á milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna. Deilt var um kostnaðinn og umfang framkvæmdanna. Mörgum íbúðareigendum óx það í augum að ráðast í framkvæmdir sem urðu sífellt dýrari þrátt fyrir að varnaðarorð húsfélagsstjórnarinnar yrðu æ alvarlegri. Framkvæmdirnar drógust um þrjú ár vegna óeiningarinnar samkvæmt gögnum sem bandaríska blaðið hefur séð. Þannig var enn ekki byrjað á steypuviðgerðum þegar hluti byggingarinnar hrundi fyrir einni og hálfri viku. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hruninu eða hvort að skemmdirnar sem húsfélagið fékk vitneskju um árið 2018 hafi átt þátt í því. Sérfræðingar hafa sagt að svo virðist sem að eitthvað hafi brostið á neðstu hæðum blokkarinnar eða í bílakjallaranum undir henni. Íbúi sem komst lífs af segist hafa séð að hluti af sundlaugarsvæði og bílastæðum hafi hrunið ofan í bílakjallarann skömmu áður en álman öll fylgdi á eftir. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru væntanleg til Surfside í dag en þar ætla þau að hitta viðbragðsaðila og leitar- og björgunarlið sem hefur lagt nótt við dag í leit að fólki í rústunum. Þau ætla einnig að hitta fjölskyldur þeirra sem létust og er saknað. Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Ein álma Champlain-turnsins, tólf hæða íbúðablokkar, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Auk þeirra átján sem eru staðfestir látnir er á annað hundrað manns enn saknað. Greint hefur verið frá því að verkfræðingar sem fóru yfir bygginguna árið 2018 vöruðu við sprungum í bílakjallara. Nú segir Washington Post að forseti húsfélagsins hafi sagt af sér árið 2019, að hluta til vegna gremju með viðbrögð þess við skýrslu verkfræðinganna. Fjórir aðrir stjórnarmenn fylgdu honum út um dyrnar á tveggja vikna tímabili. Afsagnirnar komu í kjölfar átaka um viðgerðir á byggingunni sem áttu að hlaupa á milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna. Deilt var um kostnaðinn og umfang framkvæmdanna. Mörgum íbúðareigendum óx það í augum að ráðast í framkvæmdir sem urðu sífellt dýrari þrátt fyrir að varnaðarorð húsfélagsstjórnarinnar yrðu æ alvarlegri. Framkvæmdirnar drógust um þrjú ár vegna óeiningarinnar samkvæmt gögnum sem bandaríska blaðið hefur séð. Þannig var enn ekki byrjað á steypuviðgerðum þegar hluti byggingarinnar hrundi fyrir einni og hálfri viku. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hruninu eða hvort að skemmdirnar sem húsfélagið fékk vitneskju um árið 2018 hafi átt þátt í því. Sérfræðingar hafa sagt að svo virðist sem að eitthvað hafi brostið á neðstu hæðum blokkarinnar eða í bílakjallaranum undir henni. Íbúi sem komst lífs af segist hafa séð að hluti af sundlaugarsvæði og bílastæðum hafi hrunið ofan í bílakjallarann skömmu áður en álman öll fylgdi á eftir. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru væntanleg til Surfside í dag en þar ætla þau að hitta viðbragðsaðila og leitar- og björgunarlið sem hefur lagt nótt við dag í leit að fólki í rústunum. Þau ætla einnig að hitta fjölskyldur þeirra sem létust og er saknað.
Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13
Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29
Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42