Donald Rumsfeld er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 20:29 Donald Rumsfeld stendur hér við hlið George Bush árið 2008. AP/Susan Walsh Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Rumsfeld settist í helgan stein árið 2008. Hann starfaði fyrst fyrir Richard Nixon árið 1969. Þá varð Rumsfeld eini maðurinn sem hefur tvisvar sinnum verið varnarmálaráðherra. Fyrst varð hann ráðherra 1975 til 1977 og varð hann þá yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (43). Hann var aftur ráðherra 2001 til 2006 og þá var hann elsti varnarmálaráðherrann (74), samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann gerði svo tilraun til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1988 en það tókst honum ekki. Í raun þykir árangur hans þar hafa verið einstaklega slæmur. Í tilkynningu frá fjölskyldu Rummy, eins og hann var oft kallaður, segir að hann hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni. Washington Post segir hann hafa dáið vegna krabbameins í beinmerg. Hann skilur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn. A statement from the family of Donald Rumsfeld: pic.twitter.com/AlKYxVvqgF— Donald Rumsfeld (@RumsfeldOffice) June 30, 2021 Níu mánuðum eftir að Rumsfeld tók varnarmálaráðuneytinu var árásin gerð á Tvíburaturnana í New York og ráðuneytið sjálft í september 2001. Í kjölfar þess gerðu Bandaríkin innrás í Afganistan en Talibanar, sem þá stjórnuðu ríkinu, stóðu þétt við bakið á al-Qaeda. Árið 2002 byrjuðu meðlimir ríkisstjórnar George W. Bush að beina sjónum sínum að Írak og var gerð innrás í landið árið 2003. Sú innrás er talin hafa komið verulega niður á umsvifum Bandaríkjanna í Afganistan og gefið Talibönum tækifæri á að skjóta aftur upp kollinum. Innrásin í Írak fór ekki eftir áætlunum og hefur Rumsfeld verið gagnrýndur fyrir að hunsa ráðleggingar viðvaranir forsvarsmanna hersins í aðdraganda árásarinnar. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma skipulagningu í kjölfar innrásarinnar og slæm viðbrögð við skæruhernaði í Írak. Þar að auki var Rumsfeld harðlega gagnrýndur eftir að fjölmiðlar vörpuðu ljósi á hræðilega meðferð á föngum í Ghraib fangelsinu alræmda. Lét loka herstöðinni í Keflavík Rumsfeld stýrði einnig brottför bandarískra hermanna frá íslandi á árum áður og vildi hann sérstaklega láta loka herstöðinni í Keflavík. Rumsfeld hefur verið sakaður um að hafa staðið illa að brottförinni, rætt málið ekki við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum ónærgætni. Það var eftir að viðræður milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga að rekstri herstöðvarinnar hófust árið 2005. Þær viðræður stóðu yfir allt til vorsins 2006 þegar skyndilega var tilkynnt að herstöðinni yrði lokað. Robert G. Loftis, sem fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali árið 2016 að sú skipun hefði borist frá Rumsfeld og það hefði komið öllum á óvart. Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Rumsfeld settist í helgan stein árið 2008. Hann starfaði fyrst fyrir Richard Nixon árið 1969. Þá varð Rumsfeld eini maðurinn sem hefur tvisvar sinnum verið varnarmálaráðherra. Fyrst varð hann ráðherra 1975 til 1977 og varð hann þá yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (43). Hann var aftur ráðherra 2001 til 2006 og þá var hann elsti varnarmálaráðherrann (74), samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann gerði svo tilraun til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1988 en það tókst honum ekki. Í raun þykir árangur hans þar hafa verið einstaklega slæmur. Í tilkynningu frá fjölskyldu Rummy, eins og hann var oft kallaður, segir að hann hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni. Washington Post segir hann hafa dáið vegna krabbameins í beinmerg. Hann skilur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn. A statement from the family of Donald Rumsfeld: pic.twitter.com/AlKYxVvqgF— Donald Rumsfeld (@RumsfeldOffice) June 30, 2021 Níu mánuðum eftir að Rumsfeld tók varnarmálaráðuneytinu var árásin gerð á Tvíburaturnana í New York og ráðuneytið sjálft í september 2001. Í kjölfar þess gerðu Bandaríkin innrás í Afganistan en Talibanar, sem þá stjórnuðu ríkinu, stóðu þétt við bakið á al-Qaeda. Árið 2002 byrjuðu meðlimir ríkisstjórnar George W. Bush að beina sjónum sínum að Írak og var gerð innrás í landið árið 2003. Sú innrás er talin hafa komið verulega niður á umsvifum Bandaríkjanna í Afganistan og gefið Talibönum tækifæri á að skjóta aftur upp kollinum. Innrásin í Írak fór ekki eftir áætlunum og hefur Rumsfeld verið gagnrýndur fyrir að hunsa ráðleggingar viðvaranir forsvarsmanna hersins í aðdraganda árásarinnar. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma skipulagningu í kjölfar innrásarinnar og slæm viðbrögð við skæruhernaði í Írak. Þar að auki var Rumsfeld harðlega gagnrýndur eftir að fjölmiðlar vörpuðu ljósi á hræðilega meðferð á föngum í Ghraib fangelsinu alræmda. Lét loka herstöðinni í Keflavík Rumsfeld stýrði einnig brottför bandarískra hermanna frá íslandi á árum áður og vildi hann sérstaklega láta loka herstöðinni í Keflavík. Rumsfeld hefur verið sakaður um að hafa staðið illa að brottförinni, rætt málið ekki við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum ónærgætni. Það var eftir að viðræður milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga að rekstri herstöðvarinnar hófust árið 2005. Þær viðræður stóðu yfir allt til vorsins 2006 þegar skyndilega var tilkynnt að herstöðinni yrði lokað. Robert G. Loftis, sem fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali árið 2016 að sú skipun hefði borist frá Rumsfeld og það hefði komið öllum á óvart.
Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira