Lögreglan þögul sem gröfin: Byssumaðurinn sá sem stakk mann með hníf á Sushi Social Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2021 06:01 Karlmaður vopnaður byssu vakti óhug við Kaffistofu Samhjálpar á mánudag. Vísir/ArnarHalldórs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill engar upplýsingar veita um stöðuna á rannsókn á máli karlmanns sem handtekinn var með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi sagðist ekkert geta tjáð sig um málið í samtali við Vísi síðdegis í gær. Hann gat ekki einu sinni svarað því hvort maðurinn hefði verið yfirheyrður. Því hefur fréttastofa ekki upplýsingar um hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum eða hvort hann gangi laus. Skelfing greip um sig á kaffistofunni á mánudag þegar karlmaðurinn mætti með skammbyssuna. Þráinn Faresveit lýsti því í samtali við Vísi hvernig hann hefði átt von á skoti í bakið þegar hann flúði byssumanninn við annan mann og kom sér fyrir inni á kaffistofunni. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn ógnandi með byssuna á lofti gagnvart þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang. Þegar sérsveit lögreglu mætti á vettvang lagði karlmaðurinn niður vopnið og var handtekinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu vegna málsins eftir hádegi á mánudag að hald hefði verið lagt á skotvopnið. Ekki væri vitað hvað manninum hefði gengið til. Frekari upplýsingar væri ekki hægt að veita. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom maðurinn við sögu lögreglu í apríl. Þá var hann handtekinn fyrir hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir birti myndband af uppákomunni sem vakti óhug og skapaði uppnám á veitingastaðnum. Karlmaðurinn var ekki settur í gæsluvarðhald vegna árásarinnar heldur sleppt daginn eftir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði fréttastofu að ekki hefði verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Málið væri að mestu upplýst. Heimildir fréttastofu herma að viðkomandi eigi talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Þá herma heimildir fréttastofu jafnframt að maðurinn hafi verið á veitingastaðnum með öðrum manni sem á einnig brotaferil að baki og var nýverið til rannsóknar vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi sagðist ekkert geta tjáð sig um málið í samtali við Vísi síðdegis í gær. Hann gat ekki einu sinni svarað því hvort maðurinn hefði verið yfirheyrður. Því hefur fréttastofa ekki upplýsingar um hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum eða hvort hann gangi laus. Skelfing greip um sig á kaffistofunni á mánudag þegar karlmaðurinn mætti með skammbyssuna. Þráinn Faresveit lýsti því í samtali við Vísi hvernig hann hefði átt von á skoti í bakið þegar hann flúði byssumanninn við annan mann og kom sér fyrir inni á kaffistofunni. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn ógnandi með byssuna á lofti gagnvart þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang. Þegar sérsveit lögreglu mætti á vettvang lagði karlmaðurinn niður vopnið og var handtekinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu vegna málsins eftir hádegi á mánudag að hald hefði verið lagt á skotvopnið. Ekki væri vitað hvað manninum hefði gengið til. Frekari upplýsingar væri ekki hægt að veita. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom maðurinn við sögu lögreglu í apríl. Þá var hann handtekinn fyrir hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir birti myndband af uppákomunni sem vakti óhug og skapaði uppnám á veitingastaðnum. Karlmaðurinn var ekki settur í gæsluvarðhald vegna árásarinnar heldur sleppt daginn eftir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði fréttastofu að ekki hefði verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Málið væri að mestu upplýst. Heimildir fréttastofu herma að viðkomandi eigi talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Þá herma heimildir fréttastofu jafnframt að maðurinn hafi verið á veitingastaðnum með öðrum manni sem á einnig brotaferil að baki og var nýverið til rannsóknar vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09
Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37
Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34
Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44