Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 17:14 Bill Cosby var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Andreu Constand, árið 2018. AP Photo/Matt Slocum Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. Cosby hefur setið í fangelsi í rúm tvö ár en hann var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsisvist í fangelsi rétt fyrir utan Fíladelfíu. Hann hafði sjálfur heitið því að afplána öll tíu árin í stað þess að sýna nokkra iðrun vegna glæpsins sem hann var dæmdur fyrir, að hafa kynferðislega brotið á Andreu Constand. Fréttastofa AP greinir frá. Cosby, sem er 83 ára gamall, var dæmdur fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Constands, sem var á þeim tíma starfsmaður Temple University, á heimili sínu. Hann var ákærður síðla árs 2015 og var hann handtekinn aðeins nokkrum dögum áður en 12 ára fyrningarfrestur glæpsins rann út. Hér má sjá Andreu Constand fagna eftir að Cosby var dæmdur árið 2018.AP//Mark Makela Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur Pennsilvaníu vill þó meina að þeir vitnisburðir hafi haft veruleg áhrif á skoðanir kviðdómenda í málinu þó svo að áfrýjunardómstóll í ríkinu hafi komist að þeirri niðurstöðu að vitnaleiðslurnar hafi verið í lagi. Vitnisburðir ásakenda Cosbys hafi sýnt fram á ákveðið hegðunarmynstur, hvernig hann hafi ítrekað byrlað og misnotað konur. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Cosby var fyrsti þjóðþekkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum til að verða ákærður og sakfelldur í kjölfar fyrstu #MeToo byltingarinnar og gæti þessi ógilding orðið fordæmisgefandi í fleiri slíkum málum. Lögin um persónuleikavitnaleiðslur, það er þegar vitni greina frá svipuðum atvikum og ákærði er ákærður fyrir, eru þó mismunandi eftir fylkjum Bandaríkjanna og þessi ákvörðun Hæstaréttar Pensylvaníu er aðeins fordæmisgefandi í því fylki. Mál Bill Cosby Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21 Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Cosby hefur setið í fangelsi í rúm tvö ár en hann var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsisvist í fangelsi rétt fyrir utan Fíladelfíu. Hann hafði sjálfur heitið því að afplána öll tíu árin í stað þess að sýna nokkra iðrun vegna glæpsins sem hann var dæmdur fyrir, að hafa kynferðislega brotið á Andreu Constand. Fréttastofa AP greinir frá. Cosby, sem er 83 ára gamall, var dæmdur fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Constands, sem var á þeim tíma starfsmaður Temple University, á heimili sínu. Hann var ákærður síðla árs 2015 og var hann handtekinn aðeins nokkrum dögum áður en 12 ára fyrningarfrestur glæpsins rann út. Hér má sjá Andreu Constand fagna eftir að Cosby var dæmdur árið 2018.AP//Mark Makela Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur Pennsilvaníu vill þó meina að þeir vitnisburðir hafi haft veruleg áhrif á skoðanir kviðdómenda í málinu þó svo að áfrýjunardómstóll í ríkinu hafi komist að þeirri niðurstöðu að vitnaleiðslurnar hafi verið í lagi. Vitnisburðir ásakenda Cosbys hafi sýnt fram á ákveðið hegðunarmynstur, hvernig hann hafi ítrekað byrlað og misnotað konur. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Cosby var fyrsti þjóðþekkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum til að verða ákærður og sakfelldur í kjölfar fyrstu #MeToo byltingarinnar og gæti þessi ógilding orðið fordæmisgefandi í fleiri slíkum málum. Lögin um persónuleikavitnaleiðslur, það er þegar vitni greina frá svipuðum atvikum og ákærði er ákærður fyrir, eru þó mismunandi eftir fylkjum Bandaríkjanna og þessi ákvörðun Hæstaréttar Pensylvaníu er aðeins fordæmisgefandi í því fylki.
Mál Bill Cosby Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21 Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21
Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33
Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent