Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 11:16 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nú að það hafi allan tímann verið talið best að rannsóknunum yrði sinnt hérlendis. Sú staðhæfing er hins vegar í engu samræmi við framgang málsins síðasta ár. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. Frá þessu greinir RÚV en Svandís ræddi við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Flutningi rannsóknanna hefur verið harðlega mótmælt af konum og heilbrigðisstarfsmönnum en meirihluti fagráðs um leghálsskimanir mælti með því að þær yrðu gerðar á Landspítala. Samningurinn við Hvidovre-sjúkrahúsið er með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Svandís sagði í samtalinu við RÚV að það hefði verið rætt við heilsugæsluna og Landspítalann að flytja rannsóknirnar aftur heim en heimildarmenn innan spítalans sem Vísir ræddi við í gær könnuðust ekki við að slíkt samtal væri í gangi. „Við höfum raunar talið allan tímann að best færi á að þetta yrði gert hér en til þess þarf þennan undirbúning. Það er ekki eins og Landspítalinn geti tekið við þessu á einum degi,“ hefur RÚV eftir Svandísi. Hún segir tilkynningar að vænta á næstu dögum. Lítill vilji til að halda rannsóknunum heima Rétt er að geta þess að Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu var á vordögum í fyrra falið að kannað það hvernig rannsóknum á leghálssýnum yrði hagað þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Um sumarið barst Landspítala erindi um mögulegan kostnað við framkvæmd rannsóknanna og í nóvember annað erindi þar sem forstjóri heilsugæslunnar spurði stjórnendur á spítalanum hvort þeir gætu tekið verkefnið að sér en lítill tími var þá til stefnu. Þrátt fyrir að Landspítalinn gæfi jákvætt svar var engu að síður samið við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu og meðal annars vísað til gæða og kostnaðar til að rökstyðja þá ákvörðun. Þeir sem Vísir hefur rætt við um málið hafa allir verið á því að ekkert hafi verið gert í aðdraganda flutnings verkefnisins til að stuðla að því að rannsóknirnar yrðu framkvæmdar hér á landi, hvorki af hálfu heilsugæslunnar né heilbrigðisráðuneytisins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV en Svandís ræddi við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Flutningi rannsóknanna hefur verið harðlega mótmælt af konum og heilbrigðisstarfsmönnum en meirihluti fagráðs um leghálsskimanir mælti með því að þær yrðu gerðar á Landspítala. Samningurinn við Hvidovre-sjúkrahúsið er með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Svandís sagði í samtalinu við RÚV að það hefði verið rætt við heilsugæsluna og Landspítalann að flytja rannsóknirnar aftur heim en heimildarmenn innan spítalans sem Vísir ræddi við í gær könnuðust ekki við að slíkt samtal væri í gangi. „Við höfum raunar talið allan tímann að best færi á að þetta yrði gert hér en til þess þarf þennan undirbúning. Það er ekki eins og Landspítalinn geti tekið við þessu á einum degi,“ hefur RÚV eftir Svandísi. Hún segir tilkynningar að vænta á næstu dögum. Lítill vilji til að halda rannsóknunum heima Rétt er að geta þess að Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu var á vordögum í fyrra falið að kannað það hvernig rannsóknum á leghálssýnum yrði hagað þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Um sumarið barst Landspítala erindi um mögulegan kostnað við framkvæmd rannsóknanna og í nóvember annað erindi þar sem forstjóri heilsugæslunnar spurði stjórnendur á spítalanum hvort þeir gætu tekið verkefnið að sér en lítill tími var þá til stefnu. Þrátt fyrir að Landspítalinn gæfi jákvætt svar var engu að síður samið við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu og meðal annars vísað til gæða og kostnaðar til að rökstyðja þá ákvörðun. Þeir sem Vísir hefur rætt við um málið hafa allir verið á því að ekkert hafi verið gert í aðdraganda flutnings verkefnisins til að stuðla að því að rannsóknirnar yrðu framkvæmdar hér á landi, hvorki af hálfu heilsugæslunnar né heilbrigðisráðuneytisins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40
Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00
Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32