Lofa því að mjólkin sé „oft góð lengur“ en segir á fernunni Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 16:50 Best fyrir 07.07 - oft góð lengur, segir á nýjum mjólkurfernum gegn matarsóun. Vísir Mjólkurfernur Mjólkursamsölunnar hafa tekið breytingum. Nú er ekki aðeins gefin upp dagsetning sem mjólkin er „best fyrir“ heldur er þess nú sérstaklega getið á sama stað að hún sé „oft góð lengur.“ Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, segir að þetta snúist um matarsóun og hvatningu til neytenda til að draga úr henni eins og kostur er. „Við erum ekki að lofa því að mjólkin sé alltaf góð lengur – en bendum á að hún sé oft góð lengur,“ segir Guðný í svari til Vísis. Nýja og gamla léttmjólkin.Vísir Merkingin best fyrir merki í raun lágmarksgeymsluþol matvæla og gefi frekar til kynna gæði en öryggi matvæla. „Matvörur sem eru merktar með „best fyrir“ eru oftast í lagi eftir þá dagsetningu svo lengi sem lykt og bragð er í lagi og ef varan hefur verið geymd rétt,“ segir Guðný. Guðný segir að merkingar á borð við þessar hafi gefið góða raun í nágrannalöndum. Munur sé á merkingum um „best fyrir“ og „síðasta notkunardag“, en hið síðarnefnda er fremur notað á vörum sem eru viðkvæmari fyrir örveruvexti. Stranglegar er mælt með því að fylgja slíkum tilmælum en „best fyrir“-tilmælum, eins og lesa má um hér. Auglýsinga- og markaðsmál Landbúnaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, segir að þetta snúist um matarsóun og hvatningu til neytenda til að draga úr henni eins og kostur er. „Við erum ekki að lofa því að mjólkin sé alltaf góð lengur – en bendum á að hún sé oft góð lengur,“ segir Guðný í svari til Vísis. Nýja og gamla léttmjólkin.Vísir Merkingin best fyrir merki í raun lágmarksgeymsluþol matvæla og gefi frekar til kynna gæði en öryggi matvæla. „Matvörur sem eru merktar með „best fyrir“ eru oftast í lagi eftir þá dagsetningu svo lengi sem lykt og bragð er í lagi og ef varan hefur verið geymd rétt,“ segir Guðný. Guðný segir að merkingar á borð við þessar hafi gefið góða raun í nágrannalöndum. Munur sé á merkingum um „best fyrir“ og „síðasta notkunardag“, en hið síðarnefnda er fremur notað á vörum sem eru viðkvæmari fyrir örveruvexti. Stranglegar er mælt með því að fylgja slíkum tilmælum en „best fyrir“-tilmælum, eins og lesa má um hér.
Auglýsinga- og markaðsmál Landbúnaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira