Covid-19 út, klassískt kvef inn Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 11:29 Sýnataka vegna Covid hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Vísir/Vilhelm Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, staðfesti í viðtali á Bylgjunni í gær það sem margir hafa fundið á eigin skinni að undanförnu, að umgangspestir eru farnar að banka upp á á nýjan leik. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur „Við verðum vör við það að um leið og fólk fer að umgangast meira og þéttar, fer að bera á öðrum sýkingum. Hvort sem það eru magapestir eða öndunarfærasýkingar, eru þær áberandi þegar fólk fer að umgangast meira. Og það er svolítið óvenjulegt þegar komið er svona langt fram á sumar,“ sagði Óskar. Nú sé meira um kvefpestir, þar sem hefðbundin öndunarfæraeinkenni kæmu fram, hitavella, hósti og nefstíflur. Óskar segir þetta ekki sérlega skætt þessa stundina en að dæmi væru um kinnholu- og eyrnabólgur hjá sjúklingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera á heilsugæslunum að undanförnu. Annars vegar er sjálfsagt uppsöfnuð þörf fyrir að mæta með langvinn einkenni og svo er svolítið um pestir. Það er bara svolítið að gera og fólk hefur sem betur fer sýnt okkur mikinn skilning og biðlund.“ Inflúensan sjálf er að sögn Óskars ekki að gera vart við sig, enda er sá veirusjúkdómur vanur að herja á landsmenn seint á veturna og yfir áramót. Það er hins vegar svo að inflúensan var töluvert máttlausari í vetur en venjulega, enda ljóst að umgangur milli fólks var minni þegar hún hefði átt að standa sem hæst. Eins og Óskar bendir á er hefðbundin kvefpest ekki eins bráð og inflúensan, sem er mun færari um að taka fólk alveg úr umferð á meðan hún ræðst til atlögu. Kvefið mallar og varir lengur, en er viðráðanlegra á meðan er. Óskar brýnir fyrir fólki að drífa sig í sýnatöku við Covid-19 ef það finnur til hefðbundinna flensueinkenna, enda geti fólk enn smitast þótt það sé bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, staðfesti í viðtali á Bylgjunni í gær það sem margir hafa fundið á eigin skinni að undanförnu, að umgangspestir eru farnar að banka upp á á nýjan leik. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur „Við verðum vör við það að um leið og fólk fer að umgangast meira og þéttar, fer að bera á öðrum sýkingum. Hvort sem það eru magapestir eða öndunarfærasýkingar, eru þær áberandi þegar fólk fer að umgangast meira. Og það er svolítið óvenjulegt þegar komið er svona langt fram á sumar,“ sagði Óskar. Nú sé meira um kvefpestir, þar sem hefðbundin öndunarfæraeinkenni kæmu fram, hitavella, hósti og nefstíflur. Óskar segir þetta ekki sérlega skætt þessa stundina en að dæmi væru um kinnholu- og eyrnabólgur hjá sjúklingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera á heilsugæslunum að undanförnu. Annars vegar er sjálfsagt uppsöfnuð þörf fyrir að mæta með langvinn einkenni og svo er svolítið um pestir. Það er bara svolítið að gera og fólk hefur sem betur fer sýnt okkur mikinn skilning og biðlund.“ Inflúensan sjálf er að sögn Óskars ekki að gera vart við sig, enda er sá veirusjúkdómur vanur að herja á landsmenn seint á veturna og yfir áramót. Það er hins vegar svo að inflúensan var töluvert máttlausari í vetur en venjulega, enda ljóst að umgangur milli fólks var minni þegar hún hefði átt að standa sem hæst. Eins og Óskar bendir á er hefðbundin kvefpest ekki eins bráð og inflúensan, sem er mun færari um að taka fólk alveg úr umferð á meðan hún ræðst til atlögu. Kvefið mallar og varir lengur, en er viðráðanlegra á meðan er. Óskar brýnir fyrir fólki að drífa sig í sýnatöku við Covid-19 ef það finnur til hefðbundinna flensueinkenna, enda geti fólk enn smitast þótt það sé bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira