Dagsgömlum hitametum splundrað Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 08:47 Fólk beitir ýmsum brögðum til að umbera hitann í Seattle. Melvin O'Brien fékk sér sæti í forsælunni undir tré með blauta tusku á höfði á meðan börnin hans léku sér í gosbrunni. AP/John Froschauer Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. Meira en áttatíu ára gamalt hitamet Kanada féll fyrst í Lytton í Bresku Kólumbíu á sunnudag þegar hitinn þar mældist 46,6°C. Það stóð ekki lengi því strax í gær var það bætt um 1,3 gráður, að sögn Veðurstofu Bresku Kólumbíu. Lytton has again broken the all-time Canadian high temperature record by reaching 47.9C today. The summary of all broken records today in BC - https://t.co/LbdCrmEJB1 #bcstorm #Lytton— ECCC Weather British Columbia (@ECCCWeatherBC) June 29, 2021 Staðbundin hitamet voru einnig slegin víða annars staðar í Bresku Kólumbíu og oft með miklum mun. Í Abbotsford, rétt austan við Vancouver, sýndi hitamælirinn 42,9°C, meira en tíu gráðum heitara en fyrra hitamet svæðisins frá 2008. Á norðvesturströnd Bandaríkjanna var hitinn einnig þrúgandi og féllu metin þar í hrönnum. Í Seattle í Washington mældist hitinn 42°C undir kvöld í gær, um tveimur gráðum hærra en metið yfir hæsta hita sem þar hefur mælst sem var sett daginn á undan. Í Portland í Oregon fór hitinn upp í 46,6°C í gær sem var í þriðja skipti á þremur dögum sem nýtt hitamet var sett þar. Hitabylgjan er sögð sérstaklega óvanalega en íbúar á svæðinu eru vanari mildu veðri. Meðalhiti í Seattle á þessum árstíma er þannig um 21°C. AP-fréttastofan segir að innan við helmingur borgarbúa sé með loftkælingu heima hjá sér. „Okkur var ekki ætlað þetta. Þetta er upphafið að varanlegu neyðarástandi. Við verðum að takast á við rót þessa vandamáls sem eru loftslagsbreytingar,“ sagði Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis. Veðurfræðingar segja að orsök hitabylgjunnar nú sé mikið hæðarsvæði yfir norðvestanverðri Norður-Ameríku og að hnattræn hlýnun af völdum manna ágeri hana enn. „Í heimi án loftslagsbreytinga hefði þetta samt verið gríðarlega öfgafull hitabylgja. Þessi er verri en sams konar atburður hefði verið fyrir fimmtíu árum og vel merkjanlega,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Climate-hugveitunni. Hann bendir á að meðalhiti svæðisins hafi hækkað um 1,7°C síðustu hálfa öldina. Bandaríkin Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Meira en áttatíu ára gamalt hitamet Kanada féll fyrst í Lytton í Bresku Kólumbíu á sunnudag þegar hitinn þar mældist 46,6°C. Það stóð ekki lengi því strax í gær var það bætt um 1,3 gráður, að sögn Veðurstofu Bresku Kólumbíu. Lytton has again broken the all-time Canadian high temperature record by reaching 47.9C today. The summary of all broken records today in BC - https://t.co/LbdCrmEJB1 #bcstorm #Lytton— ECCC Weather British Columbia (@ECCCWeatherBC) June 29, 2021 Staðbundin hitamet voru einnig slegin víða annars staðar í Bresku Kólumbíu og oft með miklum mun. Í Abbotsford, rétt austan við Vancouver, sýndi hitamælirinn 42,9°C, meira en tíu gráðum heitara en fyrra hitamet svæðisins frá 2008. Á norðvesturströnd Bandaríkjanna var hitinn einnig þrúgandi og féllu metin þar í hrönnum. Í Seattle í Washington mældist hitinn 42°C undir kvöld í gær, um tveimur gráðum hærra en metið yfir hæsta hita sem þar hefur mælst sem var sett daginn á undan. Í Portland í Oregon fór hitinn upp í 46,6°C í gær sem var í þriðja skipti á þremur dögum sem nýtt hitamet var sett þar. Hitabylgjan er sögð sérstaklega óvanalega en íbúar á svæðinu eru vanari mildu veðri. Meðalhiti í Seattle á þessum árstíma er þannig um 21°C. AP-fréttastofan segir að innan við helmingur borgarbúa sé með loftkælingu heima hjá sér. „Okkur var ekki ætlað þetta. Þetta er upphafið að varanlegu neyðarástandi. Við verðum að takast á við rót þessa vandamáls sem eru loftslagsbreytingar,“ sagði Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis. Veðurfræðingar segja að orsök hitabylgjunnar nú sé mikið hæðarsvæði yfir norðvestanverðri Norður-Ameríku og að hnattræn hlýnun af völdum manna ágeri hana enn. „Í heimi án loftslagsbreytinga hefði þetta samt verið gríðarlega öfgafull hitabylgja. Þessi er verri en sams konar atburður hefði verið fyrir fimmtíu árum og vel merkjanlega,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Climate-hugveitunni. Hann bendir á að meðalhiti svæðisins hafi hækkað um 1,7°C síðustu hálfa öldina.
Bandaríkin Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54
Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16