Jóhannes Karl: Þá bara eigum við að klára leikinn Sverrir Mar Smárason skrifar 28. júní 2021 22:00 Jóhannes Karl er þjálfari Skagamanna. vísir/bára Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var að vonum svekktur í leikslok þegar Skagamenn gerðu 2-2 jafntefli við Keflavík á Akranesi í kvöld. „Bara svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn. Við sköpuðum okkur færi líka þó svo að Keflavík hafi skorað tvö mörk sem voru klaufaleg, sérstaklega fyrra markið, heppni stimpill yfir því fyrir Keflvíkingana. Við fengum alveg færi til þess að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik að minnsta kosti. Ég er svekktur að við höfum ekki náð að sigla þessu heim“ sagði Jóhannes. Skagamenn sóttu mikið í byrjun og komust í 2-0 eftir 29.mínútna leik en Keflavík komu til baka og jöfnuðu leikinn. Jóhannes taldi sitt lið hafa átt að klára leikinn. „Heppni yfir því hvernig Keflavík kemst inn í leikinn, þeir fá aukaspyrnu fyrir utan teig sem gat dottið með þeim, skotið varið hjá Árna Marinó en við fylgjum ekki eftir. Við sköpum okkur færi til að skora fleiri mörk og fáum líka algjört dauðafæri í seinni hálfleik og hefðum getað skorað þriðja og fjórða markið en það féll ekki með okkur.“ Skagamenn kölluðu nokkrum sinnum til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, og vildu fá vítaspyrnu. Jóhannes var ekki alveg nógu sáttur við Vilhjálm í dag. “Ég er náttúrulega kannski ekki alveg í bestu stöðunni til þess að sjá það en mér finnst við gera tilkall til þess að fá víti í þrjú skipti. Mér fannst dómarinn ekki alveg meta það allt saman rétt. Fyrst og fremst hefðum við átt að geta varist betur því sem Keflvíkingarnir ætluðu að reyna að koma með hérna í dag. Komast í 2-0 þá bara eigum við að klára leikinn.“ ÍA sitja í 12.sæti með sex stig eftir fyrri umferðina. Jóhannes segir þá vera að skoða það að styrkja varnarleikinn fyrir seinni umferðina. „Við verðum bara að sjá hvað er í boði fyrir okkur. Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið í veseni með varnarleikinn og kannski þurfum við aðeins meiri reyslu og aðeins meiri ró í varnarlínuna hjá okkur. Að mínu mati er það það sem við þurfum að laga, varnarleikurinn“ sagði Jóhannes að lokum. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Bara svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn. Við sköpuðum okkur færi líka þó svo að Keflavík hafi skorað tvö mörk sem voru klaufaleg, sérstaklega fyrra markið, heppni stimpill yfir því fyrir Keflvíkingana. Við fengum alveg færi til þess að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik að minnsta kosti. Ég er svekktur að við höfum ekki náð að sigla þessu heim“ sagði Jóhannes. Skagamenn sóttu mikið í byrjun og komust í 2-0 eftir 29.mínútna leik en Keflavík komu til baka og jöfnuðu leikinn. Jóhannes taldi sitt lið hafa átt að klára leikinn. „Heppni yfir því hvernig Keflavík kemst inn í leikinn, þeir fá aukaspyrnu fyrir utan teig sem gat dottið með þeim, skotið varið hjá Árna Marinó en við fylgjum ekki eftir. Við sköpum okkur færi til að skora fleiri mörk og fáum líka algjört dauðafæri í seinni hálfleik og hefðum getað skorað þriðja og fjórða markið en það féll ekki með okkur.“ Skagamenn kölluðu nokkrum sinnum til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, og vildu fá vítaspyrnu. Jóhannes var ekki alveg nógu sáttur við Vilhjálm í dag. “Ég er náttúrulega kannski ekki alveg í bestu stöðunni til þess að sjá það en mér finnst við gera tilkall til þess að fá víti í þrjú skipti. Mér fannst dómarinn ekki alveg meta það allt saman rétt. Fyrst og fremst hefðum við átt að geta varist betur því sem Keflvíkingarnir ætluðu að reyna að koma með hérna í dag. Komast í 2-0 þá bara eigum við að klára leikinn.“ ÍA sitja í 12.sæti með sex stig eftir fyrri umferðina. Jóhannes segir þá vera að skoða það að styrkja varnarleikinn fyrir seinni umferðina. „Við verðum bara að sjá hvað er í boði fyrir okkur. Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið í veseni með varnarleikinn og kannski þurfum við aðeins meiri reyslu og aðeins meiri ró í varnarlínuna hjá okkur. Að mínu mati er það það sem við þurfum að laga, varnarleikurinn“ sagði Jóhannes að lokum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn