Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 20:29 Leitað í rústum hússins í dag. AP/Lynne Sladky Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. AP fréttaveitan segir fjölskyldumeðlimi þeirra sem saknað er einnig halda áfram í vonina. Þeir voru fluttir að rústunum í rútum í gær og í dag og fylgdust með björgunarstarfinu. Margir þeirra kölluðu nöfn þeirra sem saknað er í þeirri von að viðkomandi heyrði í þeim í rústunum. Rigning hefur komið niður á leitinni að eftirlifendum en búið er að slökkva þá elda sem loguðu áður í rústunum. Notast er við leitarhunda, ratsjár og önnur tæki til að finna fólk í rústunum. Forsvarsmenn leitarinnar segja leitarmenn hafa komist langt inn í rústirnar og að mikið kapp sé lagt á að finna eftirlifendur. Aðstoðarslökkviliðsstjóri Miami sagði blaðamönnum í dag að aðstæður hefðu reynst leitarmönnum erfiðar og þeir þyrftu að fara hægt yfir. Mikil vinna færi í að tryggja öryggi og að brak falli ekki saman þegar leitað er í því. Stór hluti hússins, sem kallast Champlain Towers South og er tólf hæðir, hrundi aðfaranótt 24. júní. Atvikið náðist á upptöku og má sjá það hér að neðan. Eigendum hússins hafði verið gert að greiða háar fjárhæðir í viðgerðir á húsinu sem sagðar voru vera nauðsynlegar. Í ástandsskoðun sem gerð var fyrir tæpum þremur árum vöruðu sérfræðingar við alvarlegum skemmdum á húsinu. Í skýrslu sem gerð var kom ekki fram að hætta væri á því að húsið hrundi. Þess í stað stóð að skemmdir hefðu orðið á steypu við bílakjallara hússins og sundlaug. Þá hefði skortur á frárennsli valdið miklum skaða á húsinu. Alls voru 136 íbúðir í húsinu, sem var byggt árið 1981. Skoða þarf flest fjölbýlishús Miami á fjörutíu ára fresti og votta að þau séu örugg. Sjá einnig: Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Miami Herald segir að kona úr stjórn húsfélags fjölbýlishússins hafi sent skýrsluna og önnur gögn til byggingarfulltrúa Miami sem hafi komið á fund stjórnarinnar og annarra íbúa nokkrum dögum síðar og lýst því yfir að húsið væri í „mjög góðu ástandi“. Sá hætti í starfi sínu í fyrra en þegar hann var spurður út í fundinn og skýrsluna um helgina sagðist hann ekki muna eftir því að hafa lesið hana, né því að fara á fundinn. Sundlaugin gaf sig líklegast fyrst Sérfræðingar sem blaðamenn Miami Herald ræddu við segja líklegt að steypa við sundlaug hússins hafi gefið sig fyrst og myndað tómarúm undir miðju hússins, sem hafi svo hrunið í það tómarúm. Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá því í dag. Blaðamenn Washington Post ræddu í gær við eiginmann konu sem bjó í húsinu. Hann var ekki heima en hún hringdi í hann þarna um nóttina og sagði honum að sundlaugin og pallurinn í kringum hana hefði hrunið. Skömmu seinna heyrði hann konuna öskra hástöfum og eftir það slitnaði sambandið. Sama kona og sendi byggingarfulltrúanum áðurnefnda skýrslu sendi honum póst í janúar 2019 og sagði verktaka vera að grafa of nærri fjölbýlishúsinu og þau hefðu áhyggjur af mögulegum skemmdum. Þeim pósti fylgdu myndir af vinnu við sundlaugina og bílakjallarann. Hún bað byggingarfulltrúann um að koma og skoða aðstæður. 28 mínútum eftir að hann fékk póstinn svaraði hann og sagði ekkert tilefni að hann skoðaði málið. Best væri að stjórnin fylgdist með framkvæmdunum og réði ráðgjafa til að meta mögulegar skemmdir. Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum. 26. júní 2021 23:36 Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun. 25. júní 2021 14:01 Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 24. júní 2021 19:38 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
AP fréttaveitan segir fjölskyldumeðlimi þeirra sem saknað er einnig halda áfram í vonina. Þeir voru fluttir að rústunum í rútum í gær og í dag og fylgdust með björgunarstarfinu. Margir þeirra kölluðu nöfn þeirra sem saknað er í þeirri von að viðkomandi heyrði í þeim í rústunum. Rigning hefur komið niður á leitinni að eftirlifendum en búið er að slökkva þá elda sem loguðu áður í rústunum. Notast er við leitarhunda, ratsjár og önnur tæki til að finna fólk í rústunum. Forsvarsmenn leitarinnar segja leitarmenn hafa komist langt inn í rústirnar og að mikið kapp sé lagt á að finna eftirlifendur. Aðstoðarslökkviliðsstjóri Miami sagði blaðamönnum í dag að aðstæður hefðu reynst leitarmönnum erfiðar og þeir þyrftu að fara hægt yfir. Mikil vinna færi í að tryggja öryggi og að brak falli ekki saman þegar leitað er í því. Stór hluti hússins, sem kallast Champlain Towers South og er tólf hæðir, hrundi aðfaranótt 24. júní. Atvikið náðist á upptöku og má sjá það hér að neðan. Eigendum hússins hafði verið gert að greiða háar fjárhæðir í viðgerðir á húsinu sem sagðar voru vera nauðsynlegar. Í ástandsskoðun sem gerð var fyrir tæpum þremur árum vöruðu sérfræðingar við alvarlegum skemmdum á húsinu. Í skýrslu sem gerð var kom ekki fram að hætta væri á því að húsið hrundi. Þess í stað stóð að skemmdir hefðu orðið á steypu við bílakjallara hússins og sundlaug. Þá hefði skortur á frárennsli valdið miklum skaða á húsinu. Alls voru 136 íbúðir í húsinu, sem var byggt árið 1981. Skoða þarf flest fjölbýlishús Miami á fjörutíu ára fresti og votta að þau séu örugg. Sjá einnig: Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Miami Herald segir að kona úr stjórn húsfélags fjölbýlishússins hafi sent skýrsluna og önnur gögn til byggingarfulltrúa Miami sem hafi komið á fund stjórnarinnar og annarra íbúa nokkrum dögum síðar og lýst því yfir að húsið væri í „mjög góðu ástandi“. Sá hætti í starfi sínu í fyrra en þegar hann var spurður út í fundinn og skýrsluna um helgina sagðist hann ekki muna eftir því að hafa lesið hana, né því að fara á fundinn. Sundlaugin gaf sig líklegast fyrst Sérfræðingar sem blaðamenn Miami Herald ræddu við segja líklegt að steypa við sundlaug hússins hafi gefið sig fyrst og myndað tómarúm undir miðju hússins, sem hafi svo hrunið í það tómarúm. Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá því í dag. Blaðamenn Washington Post ræddu í gær við eiginmann konu sem bjó í húsinu. Hann var ekki heima en hún hringdi í hann þarna um nóttina og sagði honum að sundlaugin og pallurinn í kringum hana hefði hrunið. Skömmu seinna heyrði hann konuna öskra hástöfum og eftir það slitnaði sambandið. Sama kona og sendi byggingarfulltrúanum áðurnefnda skýrslu sendi honum póst í janúar 2019 og sagði verktaka vera að grafa of nærri fjölbýlishúsinu og þau hefðu áhyggjur af mögulegum skemmdum. Þeim pósti fylgdu myndir af vinnu við sundlaugina og bílakjallarann. Hún bað byggingarfulltrúann um að koma og skoða aðstæður. 28 mínútum eftir að hann fékk póstinn svaraði hann og sagði ekkert tilefni að hann skoðaði málið. Best væri að stjórnin fylgdist með framkvæmdunum og réði ráðgjafa til að meta mögulegar skemmdir.
Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum. 26. júní 2021 23:36 Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun. 25. júní 2021 14:01 Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 24. júní 2021 19:38 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum. 26. júní 2021 23:36
Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun. 25. júní 2021 14:01
Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 24. júní 2021 19:38
Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42