Þjálfari Glódísar Perlu tekur við Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 13:31 Jonas Eidevall er nýr þjálfari Arsenal. Roland Krivec/Getty Images Kvennalið Arsenal hefur tilkynnt Jonas Eidevall sem nýjan þjálfara liðsins. Hann hefur stýrt liði Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin ár en landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir spilar með liðinu. Hin 32 ára gamla Renée Slegers, fyrrverandi landsliðskona Hollands, tekur við Rosengård. Hún hefur þjálfað varalið Rosengård, sem er í þriðju efstu deild, síðasta árið og einnig verið þjálfari sænska U23-landsliðsins. Hún stýrði LB07 í sænsku úrvalsdeildinni árið 2019. Eidevall er 38 ára gamall Svíi sem hefur verið viðloðinn þjálfun frá því hann var aðeins 23 ára. Hann kom fyrst til Rosengård sem aðstoðarþjálfari en tók síðar við stöðu aðalþjálfara. Undir hans stjórn varð liðið sænskur meistari árin 2013 og 2014. Hann var aðstoðarþjálfari Henriks Larsson hjá karlaliði Helsingborg í stuttan tíma áður en hann tók við Rosengård á nýjan leik. Undir hans stjórn vann liðið bikarinn 2018 og deildina ári síðar. Þá hefur liðið farið frábærlega af stað í ár og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra og eitt jafntefli að loknum 10 leikjum. Arsenal – sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð – hefur verið í þjálfaraleit síðan Joe Montemurro sagði starfi sínu lausu til að taka við Juventus. „Arsenal á sér ríka sögu, um er að ræða sigursælasta kvennalið Englands og ég vil bæta við þá sögu. Það er mjög mikilvægt að við vinnum en það er mikilvægara að við virðum gildi og merki félagsins dag frá degi. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Eidevall eftir að ráðningin var staðfest. Introducing our new head coach Welcome to The Arsenal, Jonas Eidevall — Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 28, 2021 Hans bíður verðugt verkefni en hann þarf að byrja á að sannfæra Vivianne Miedema um að vera áfram í herbúðum liðsins. Eftir það þarf að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og svo að berjast við Chelsea og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Hin 32 ára gamla Renée Slegers, fyrrverandi landsliðskona Hollands, tekur við Rosengård. Hún hefur þjálfað varalið Rosengård, sem er í þriðju efstu deild, síðasta árið og einnig verið þjálfari sænska U23-landsliðsins. Hún stýrði LB07 í sænsku úrvalsdeildinni árið 2019. Eidevall er 38 ára gamall Svíi sem hefur verið viðloðinn þjálfun frá því hann var aðeins 23 ára. Hann kom fyrst til Rosengård sem aðstoðarþjálfari en tók síðar við stöðu aðalþjálfara. Undir hans stjórn varð liðið sænskur meistari árin 2013 og 2014. Hann var aðstoðarþjálfari Henriks Larsson hjá karlaliði Helsingborg í stuttan tíma áður en hann tók við Rosengård á nýjan leik. Undir hans stjórn vann liðið bikarinn 2018 og deildina ári síðar. Þá hefur liðið farið frábærlega af stað í ár og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra og eitt jafntefli að loknum 10 leikjum. Arsenal – sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð – hefur verið í þjálfaraleit síðan Joe Montemurro sagði starfi sínu lausu til að taka við Juventus. „Arsenal á sér ríka sögu, um er að ræða sigursælasta kvennalið Englands og ég vil bæta við þá sögu. Það er mjög mikilvægt að við vinnum en það er mikilvægara að við virðum gildi og merki félagsins dag frá degi. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Eidevall eftir að ráðningin var staðfest. Introducing our new head coach Welcome to The Arsenal, Jonas Eidevall — Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 28, 2021 Hans bíður verðugt verkefni en hann þarf að byrja á að sannfæra Vivianne Miedema um að vera áfram í herbúðum liðsins. Eftir það þarf að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og svo að berjast við Chelsea og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn