„Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 12:24 Þórólfur segir um áfangasigur að ræða, en hrósar ekki fullnaðarsigri yfir veirufaraldrinum. Vísir/Arnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir daginn í dag marka áfangasigur í baráttunni við kórónuveiruna, en eins og greint hefur verið frá falla allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hér innanlands niður á miðnætti. Þórólfur telur þó ekki um fullnaðarsigur að ræða. „Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu að loknum fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem tilkynnt var um afléttingu aðgerðanna. Hann ráðleggur óbólusettum til að mynda að ferðast ekki til útlanda, þar sem faraldurinn sé enn afar útbreiddur utan landsteina Íslands. „En við getum svo sannarlega glaðst í dag yfir því sem okkur hefur tekist að gera, að ná þessum áfanga. Við þurfum bara að varðveita það og við getum varðveitt þann árangur með einstaklingsbundnum aðgerðum. Ég er alveg fullviss um það,“ sagði Þórólfur. Bólusetningum ekki lokið Þórólfur segir það hafa verið ljóst frá því faraldurinn hófst hér á landi að langt væri í land, enda aðeins lítið brot þjóðarinnar sýkst af veirunni og myndað þannig mótefni. „Við vissum það að við þyrftum að fá hér ónæmi og það þyrftu 60 til 70 prósent að sýkjast svo við gætum haft einhvern viðnámsþrótt í samfélaginu.“ Hann segir þann þrótt hafa fengist með útbreiddum bólusetningum, þó bólusetningarátakinu sé ekki lokið að fullu. Hann telur þó að það muni takast að ná upp góðu hlutfalli bólusettra. „Bólusetningar eru ekki hundrað prósent, þannig að fólk sem er bólusett getur smitast en það er mjög líklegt að bólusettir sem smitast fái ekki eins alvarlega sýkingu og óbólusettir. Staðan er allt önnur núna hvað varðar þessa áhættu heldur en hún var fyrr í vetur,“ segir Þórólfur. Aðgerðir í samræmi við minnisblaðið Þórólfur segir ákvarðanir stjórnvalda í fullkomnu samræmi við minnisblað þar að lútandi sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra. Hann segist þó eiga bágt með að trúa því að um hafi verið að ræða hans síðasta minnisblað vegna kórónuveirufaraldursins. „Faraldrinum er ekki lokið. Við gætum þurft að grípa til einhverra ráðstafana ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þá gætum við þurft að bakka og gera það sem við höfum gert áður og kunnum svo vel. Vonandi verður það ekki en við þurfum að hafa það í huga.“ Þórólfur hvetur alla sem finna fyrir einkennum, hvort sem fólk er bólusett eða ekki, til þess að fara í sýnatöku og hafa varann á. „Við megum ekki hætta því þó við séum bólusett og komin á þennan stað,“ segir Þórólfur sem vonast til þess að komast í frí fljótlega og geta ferðast um landið. Hann segist ekki eiga von á því að fólk muni sakna hans á skjánum á meðan, fólk sé jafnvel komið með nóg af slíku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
„Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu að loknum fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem tilkynnt var um afléttingu aðgerðanna. Hann ráðleggur óbólusettum til að mynda að ferðast ekki til útlanda, þar sem faraldurinn sé enn afar útbreiddur utan landsteina Íslands. „En við getum svo sannarlega glaðst í dag yfir því sem okkur hefur tekist að gera, að ná þessum áfanga. Við þurfum bara að varðveita það og við getum varðveitt þann árangur með einstaklingsbundnum aðgerðum. Ég er alveg fullviss um það,“ sagði Þórólfur. Bólusetningum ekki lokið Þórólfur segir það hafa verið ljóst frá því faraldurinn hófst hér á landi að langt væri í land, enda aðeins lítið brot þjóðarinnar sýkst af veirunni og myndað þannig mótefni. „Við vissum það að við þyrftum að fá hér ónæmi og það þyrftu 60 til 70 prósent að sýkjast svo við gætum haft einhvern viðnámsþrótt í samfélaginu.“ Hann segir þann þrótt hafa fengist með útbreiddum bólusetningum, þó bólusetningarátakinu sé ekki lokið að fullu. Hann telur þó að það muni takast að ná upp góðu hlutfalli bólusettra. „Bólusetningar eru ekki hundrað prósent, þannig að fólk sem er bólusett getur smitast en það er mjög líklegt að bólusettir sem smitast fái ekki eins alvarlega sýkingu og óbólusettir. Staðan er allt önnur núna hvað varðar þessa áhættu heldur en hún var fyrr í vetur,“ segir Þórólfur. Aðgerðir í samræmi við minnisblaðið Þórólfur segir ákvarðanir stjórnvalda í fullkomnu samræmi við minnisblað þar að lútandi sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra. Hann segist þó eiga bágt með að trúa því að um hafi verið að ræða hans síðasta minnisblað vegna kórónuveirufaraldursins. „Faraldrinum er ekki lokið. Við gætum þurft að grípa til einhverra ráðstafana ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þá gætum við þurft að bakka og gera það sem við höfum gert áður og kunnum svo vel. Vonandi verður það ekki en við þurfum að hafa það í huga.“ Þórólfur hvetur alla sem finna fyrir einkennum, hvort sem fólk er bólusett eða ekki, til þess að fara í sýnatöku og hafa varann á. „Við megum ekki hætta því þó við séum bólusett og komin á þennan stað,“ segir Þórólfur sem vonast til þess að komast í frí fljótlega og geta ferðast um landið. Hann segist ekki eiga von á því að fólk muni sakna hans á skjánum á meðan, fólk sé jafnvel komið með nóg af slíku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira