„Fólki er eindregið ráðið frá því að ferðast með aftanívagna“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 09:00 Mikið hvassviðri verður í dag. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra og Norðurland eystra. Þá er gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum, miðhálendi og Suðausturlandi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri. Einar Sveinbjörnsson ræddi veðrið um helgina í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að þær hitabreytingar sem nú ganga yfir valdi miklu hvassviðri. Hlýtt loft ryðjist úr suðvestri og gangi inn á vestanvert landið með tilheyrandi vindi. Einar segir ekki algengt að svo mikið hvassviðri sé að sumri til. Hann segir þó að þegar viðvaranir Veðurstofu séu gefnar út þurfi að taka mið af samfélaginu. „Að vetri til hefði þetta líklega ekki náð appelsínugulu en nú eru margir á faraldsfæti,“ segir hann. Einar skilur vel að fólk sé í ferðahug þar sem búið er að spá miklum hita og góðu veðri á Norður- og Austurlandi um helgina. Hann ráðleggur fólki sem hyggur á ferðir norðurfyrir þó að bíða með þær þar til hvassviðrinu slotar. Ekki þurfi að bíða lengur en til morgundags. Aðspurður segir Einar að ekki sé hægt að komast hjá hvassviðrinu með því að fara austurleiðina til Egilsstaða þar sem miklar hviður verði líklega við Kvísker í Öræfum. Það sé þekktur hvassviðrisstaður í þessari vindátt. Þó verður mesta hvassviðrið á norðurleiðinni, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar hvessir eftir hádegi og verður í hámarki síðari hluta dags. Hvassviðrið nær alveg norður í Þingeyjarsýslur og austur til Vopnafjarðar í kvöld. „Þetta er ekkert grín“ Einar varar við ferðalögum í dag en segir þannig stemningu vera í samfélaginu að menn séu ekki til í að tala um slæmt veður. Fólk verði að flýta sér hægt og doka við þar til þessu slotar því þetta stendur ekki alla helgina. Þó segir Einar að ágætlega viðri til ferðalaga á Suðurlandi að Skaftafelli. Það sé ekki hætta á hvassviðri undir Eyjafjöllum. Ekki verður meira en strekkingsvindur frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir Skaftafell. Vindurinn þar kemur af hafi og er ekki byljóttur. Einar segir bjart framundan Ágætisveður verður á landinu í næstu viku að sögn Einars. Hitatölur gætu komið fólki skemmtilega á óvart. Vænta má yfir 25 stiga hita á sumum stöðum á Suðaustur og Austurlandi. Mest von er á bjartviðri og sól á Austurlandi. Þó besta veðrið verði fyrir austan í næstu viku, verður ágætisveður víða um landið. Þó síst hérna á annesjunum vestanlands. Að lokum varar Einar fólk við ferðalögum með tengivagna og bendir öllum á að skoða vindmæla Vegagerðarinnar vel. Hlusta má á viðtalið við Einar í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Veður Bítið Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson ræddi veðrið um helgina í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að þær hitabreytingar sem nú ganga yfir valdi miklu hvassviðri. Hlýtt loft ryðjist úr suðvestri og gangi inn á vestanvert landið með tilheyrandi vindi. Einar segir ekki algengt að svo mikið hvassviðri sé að sumri til. Hann segir þó að þegar viðvaranir Veðurstofu séu gefnar út þurfi að taka mið af samfélaginu. „Að vetri til hefði þetta líklega ekki náð appelsínugulu en nú eru margir á faraldsfæti,“ segir hann. Einar skilur vel að fólk sé í ferðahug þar sem búið er að spá miklum hita og góðu veðri á Norður- og Austurlandi um helgina. Hann ráðleggur fólki sem hyggur á ferðir norðurfyrir þó að bíða með þær þar til hvassviðrinu slotar. Ekki þurfi að bíða lengur en til morgundags. Aðspurður segir Einar að ekki sé hægt að komast hjá hvassviðrinu með því að fara austurleiðina til Egilsstaða þar sem miklar hviður verði líklega við Kvísker í Öræfum. Það sé þekktur hvassviðrisstaður í þessari vindátt. Þó verður mesta hvassviðrið á norðurleiðinni, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar hvessir eftir hádegi og verður í hámarki síðari hluta dags. Hvassviðrið nær alveg norður í Þingeyjarsýslur og austur til Vopnafjarðar í kvöld. „Þetta er ekkert grín“ Einar varar við ferðalögum í dag en segir þannig stemningu vera í samfélaginu að menn séu ekki til í að tala um slæmt veður. Fólk verði að flýta sér hægt og doka við þar til þessu slotar því þetta stendur ekki alla helgina. Þó segir Einar að ágætlega viðri til ferðalaga á Suðurlandi að Skaftafelli. Það sé ekki hætta á hvassviðri undir Eyjafjöllum. Ekki verður meira en strekkingsvindur frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir Skaftafell. Vindurinn þar kemur af hafi og er ekki byljóttur. Einar segir bjart framundan Ágætisveður verður á landinu í næstu viku að sögn Einars. Hitatölur gætu komið fólki skemmtilega á óvart. Vænta má yfir 25 stiga hita á sumum stöðum á Suðaustur og Austurlandi. Mest von er á bjartviðri og sól á Austurlandi. Þó besta veðrið verði fyrir austan í næstu viku, verður ágætisveður víða um landið. Þó síst hérna á annesjunum vestanlands. Að lokum varar Einar fólk við ferðalögum með tengivagna og bendir öllum á að skoða vindmæla Vegagerðarinnar vel. Hlusta má á viðtalið við Einar í Bítinu í spilaranum hér að neðan.
Veður Bítið Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira