Kría ekki áfram á Seltjarnarnesi: „Við erum heimilislausir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2021 20:31 Kría vann sér inn sæti í Olís-deildinni nýverið. Nú er ljóst að liðið þarf að finna sér heimili áður en tímabilið fer af stað. Eyjólfur Garðarsson Kría, nýliðar í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð, eru án heimilis eftir að félagið fékk þær fréttir að liðið gæti ekki lengur æft né spilað heimaleiki sína á Seltjarnarnesi. Frá þessu var greint á Twitter-síðu félagsins. Þá var rætt við Daða Laxdal Gautason, leikmann félagsins í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Kríu vantar heimili! Eftir 2 góð ár fengum við þær fréttir í hádeginu frá @Grottahandbolti að ekki væri pláss fyrir okkur á Nesinu. Við þökkum Gróttu fyrir samstarfið og góðar minningar. Við hefjum nýtt upphaf annarsstaðar.Hvaða lið/bæjarfélag vill lið í Olís deildinni? pic.twitter.com/VKz9HGdBX9— Kría - Handbolti (@KHandbolti) June 24, 2021 „Það var alltaf vilji leikmanna að vera áfram. Þetta ´konsept´ hefur gengið eins og í sögu. Það var okkar vilji að halda því áfram en nú er sú leiðinlega staða komin upp að við erum orðnir heimilislausir svo ég get ekki sagt að það sé gott,“ sagði Daði. „Kjarni liðsins er byggður upp á Gróttumönnum og Seltirningum. Þetta lið var upphaflega í góðu samstarfi með Gróttu en hægt og rólega urðum við sjálfstæðari eins og gengur og gerist. Eftir að við komumst í Olís-deildina tjáði Grótta okkur að það væri ekki pláss fyrir okkur lengur og það væri ekki vilji fyrir því að koma okkur fyrir á okkar forsendum.“ Kría beið með að taka ákvörðun hvort liðið myndi taka þátt í Olís-deildinni þar sem liðið vildi vera með allt svona á hreinu. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun fær þær fregnir að það fái ekki að spila á Seltjarnarnesi. „Það voru svona atriði sem þurftu að vera komin á hreint og nú er fyrsti skellurinn kominn. Við erum heimilislausir, svolítið eins og íslenskum leigumarkaði. Við þurfum að finna okkur hús til að búa í, æfa og spila.“ „Við þurfum húsnæði. Það sem við höfum fram að færa er stemmningu og lið sem seldi upp á fjölda leikja í vetur. Við leggjum mikið upp úr markaðsstarfi, að fá fólkið með okkur og við töldum að við hefðum fengið bæjarfélagið með okkur en greinilega fengum við ekki Gróttu með okkur.“ Klippa: Krían er heimilislaus Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Kría Seltjarnarnes Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Frá þessu var greint á Twitter-síðu félagsins. Þá var rætt við Daða Laxdal Gautason, leikmann félagsins í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Kríu vantar heimili! Eftir 2 góð ár fengum við þær fréttir í hádeginu frá @Grottahandbolti að ekki væri pláss fyrir okkur á Nesinu. Við þökkum Gróttu fyrir samstarfið og góðar minningar. Við hefjum nýtt upphaf annarsstaðar.Hvaða lið/bæjarfélag vill lið í Olís deildinni? pic.twitter.com/VKz9HGdBX9— Kría - Handbolti (@KHandbolti) June 24, 2021 „Það var alltaf vilji leikmanna að vera áfram. Þetta ´konsept´ hefur gengið eins og í sögu. Það var okkar vilji að halda því áfram en nú er sú leiðinlega staða komin upp að við erum orðnir heimilislausir svo ég get ekki sagt að það sé gott,“ sagði Daði. „Kjarni liðsins er byggður upp á Gróttumönnum og Seltirningum. Þetta lið var upphaflega í góðu samstarfi með Gróttu en hægt og rólega urðum við sjálfstæðari eins og gengur og gerist. Eftir að við komumst í Olís-deildina tjáði Grótta okkur að það væri ekki pláss fyrir okkur lengur og það væri ekki vilji fyrir því að koma okkur fyrir á okkar forsendum.“ Kría beið með að taka ákvörðun hvort liðið myndi taka þátt í Olís-deildinni þar sem liðið vildi vera með allt svona á hreinu. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun fær þær fregnir að það fái ekki að spila á Seltjarnarnesi. „Það voru svona atriði sem þurftu að vera komin á hreint og nú er fyrsti skellurinn kominn. Við erum heimilislausir, svolítið eins og íslenskum leigumarkaði. Við þurfum að finna okkur hús til að búa í, æfa og spila.“ „Við þurfum húsnæði. Það sem við höfum fram að færa er stemmningu og lið sem seldi upp á fjölda leikja í vetur. Við leggjum mikið upp úr markaðsstarfi, að fá fólkið með okkur og við töldum að við hefðum fengið bæjarfélagið með okkur en greinilega fengum við ekki Gróttu með okkur.“ Klippa: Krían er heimilislaus Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Kría Seltjarnarnes Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira