Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 19:38 Þegar birti af degi varð umfang hamfaranna í Champlain-turninum í Surfside ljóst. Hátt í hundrað manna er enn saknað. AP/Amy Beth Bennett/South Florida Sun-Sentinel Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. Talið er að fjöldi fólks sé enn fastur í rústum Champlain-turnanna. Björgunarmenn hafa náð tugum íbúa úr rústunum og leita fleiri eftirlifenda, að sögn AP-fréttastofunnar. Unnið var að því að bjarga barni sem sat fast en talið er að foreldrar þess hafi farist. Taka þurfti fótinn af konu til að losa hana úr brakinu. Ekki er ljóst hversu margir voru inni í byggingunni þegar hún hrundi um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Í blokkinni býr fólk bæði allt árið um kring og hluta úr ári. Ekki er haldið utan um hvenær eigendurnir eru á staðnum. Ræðisskrifstofa Argentínu í Miami hefur staðfest að níu Argentínumanna sé saknað. Miami Herald eftir eftir lögreglunni í Miami-Dade-sýslu að tilkynnt hafi verið um 99 manns sem sé saknað eftir hrunið. Fimm íbúðir voru í hluta blokkarinnar sem hrundi. Íbúar í þeim hluta blokkarinnar sem enn stendur hafa yfirgefið heimili sín. Byggingin er sögð um fjörutíu ára gömul. Ekki liggur fyrir hvað olli því að blokkarálman hrundi. Upptaka úr öryggismyndavél sýndi að miðja byggingarinnar virtist hrynja fyrst og riðaði þá sá hluti hennar sem stendur næst sjónum til falls. Hrundi sá hluti skömmu síðar þannig að mikið rykský lagði yfir nágrennið. Framkvæmdir eru sagðar hafa staðið yfir á þaki hússins en Charles Burkett, borgarstjóri í Surfside, segist ekki sjá hvernig þær hefðu getað átt þátt í að blokkin hrundi. Rannsókn sem var gerð í fyrra leiddi í ljós að byggingin hefur verið að sökkva frá 10. áratugnum, að því er kemur fram í frétt USA Today. Bandaríkin Húshrun í Miami Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Talið er að fjöldi fólks sé enn fastur í rústum Champlain-turnanna. Björgunarmenn hafa náð tugum íbúa úr rústunum og leita fleiri eftirlifenda, að sögn AP-fréttastofunnar. Unnið var að því að bjarga barni sem sat fast en talið er að foreldrar þess hafi farist. Taka þurfti fótinn af konu til að losa hana úr brakinu. Ekki er ljóst hversu margir voru inni í byggingunni þegar hún hrundi um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Í blokkinni býr fólk bæði allt árið um kring og hluta úr ári. Ekki er haldið utan um hvenær eigendurnir eru á staðnum. Ræðisskrifstofa Argentínu í Miami hefur staðfest að níu Argentínumanna sé saknað. Miami Herald eftir eftir lögreglunni í Miami-Dade-sýslu að tilkynnt hafi verið um 99 manns sem sé saknað eftir hrunið. Fimm íbúðir voru í hluta blokkarinnar sem hrundi. Íbúar í þeim hluta blokkarinnar sem enn stendur hafa yfirgefið heimili sín. Byggingin er sögð um fjörutíu ára gömul. Ekki liggur fyrir hvað olli því að blokkarálman hrundi. Upptaka úr öryggismyndavél sýndi að miðja byggingarinnar virtist hrynja fyrst og riðaði þá sá hluti hennar sem stendur næst sjónum til falls. Hrundi sá hluti skömmu síðar þannig að mikið rykský lagði yfir nágrennið. Framkvæmdir eru sagðar hafa staðið yfir á þaki hússins en Charles Burkett, borgarstjóri í Surfside, segist ekki sjá hvernig þær hefðu getað átt þátt í að blokkin hrundi. Rannsókn sem var gerð í fyrra leiddi í ljós að byggingin hefur verið að sökkva frá 10. áratugnum, að því er kemur fram í frétt USA Today.
Bandaríkin Húshrun í Miami Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira