Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:02 Heilbrigðisyfirvöld segja minnst áttatíu hafa látist í loftárásunum. EPA-EFE/STR Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. Þetta kemur fram í frétt AP. Tveir læknar og hjúkrunarfræðingur segja í samtali við AP að ekki hafi tekist að staðfesta tölu látinna, en talið er að áttatíu hafi farist í árásinni. Þeir þorðu ekki að koma fram undir nafni og segjast hræddir um að verða refsað fyrir að tjá sig um málið. Átök i Tigray héraðinu í Eþíópíu hafa aldrei verði verri en undanfarna mánuði en átökin hófust í nóvember síðastliðnum þegar eþíópíski herinn réðist inn í héraðið til að koma þáverandi leiðtoga þess frá völdum. Fólk sem særðist í árásinni, og liggja nú á sjúkrahúsi í Mekele, tjáði heilbrigðisstarfsfólki að flugvél hafi látið sprengjur falla á markaðinn í Togoga. Hinir særðu eru sex talsins, þar á meðal tveggja ára gamalt barn sem hlaut sár á kviði, og sex ára barn. Ungbarn sem særðist í árásinni lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítalann í Mekele, sem er 60 kílómetrum frá Togoga. Sjúkraflutningamenn segja að herinn hafi stöðvað sjúkrabílinn í tvo klukkutíma sem hafi líklega leitt til þess að ekki tókst að bjarga lífi barnsins. Síðdegis í gær gerði floti sjúkrabíla tilraun til að komast til Togoga en honum var gert að snúa við af hermönnum við bæinn Tukul. Fleiri sjúkrabílar gerðu tilraun til að komast til Togoga seint í gær og í morgun en þeim tókst ekki að komast á staðinn. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna komst til Togoga, frá Mekele, í morgun en þeir þurftu að fara aðra og flóknari leið. Heilbrigðisstarfsmennirnir hafa hlúið að fjörutíu særðum en talið er að mun fleiri hafi særst í árásinni en fjöldi fólks flúði bæinn í kjölfar árásarinnar. Þá eru minnst fimm í Togoga í lífshættulegu ástandi og þurfa á skurðaðgerðum að halda en heilbrigðisstarfsmenn eru ekki í stöðu til að flytja þá á sjúkrahúsið í Mekele. Læknir sem er staddur í Togoga segir að sjúkrabíll á vegum Rauða krossins hafi gert tilraun í gær til að komast á markaðinn en að eþíópískir hermenn hafi skotið á sjúkrabíllinn. Eþíópía Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt AP. Tveir læknar og hjúkrunarfræðingur segja í samtali við AP að ekki hafi tekist að staðfesta tölu látinna, en talið er að áttatíu hafi farist í árásinni. Þeir þorðu ekki að koma fram undir nafni og segjast hræddir um að verða refsað fyrir að tjá sig um málið. Átök i Tigray héraðinu í Eþíópíu hafa aldrei verði verri en undanfarna mánuði en átökin hófust í nóvember síðastliðnum þegar eþíópíski herinn réðist inn í héraðið til að koma þáverandi leiðtoga þess frá völdum. Fólk sem særðist í árásinni, og liggja nú á sjúkrahúsi í Mekele, tjáði heilbrigðisstarfsfólki að flugvél hafi látið sprengjur falla á markaðinn í Togoga. Hinir særðu eru sex talsins, þar á meðal tveggja ára gamalt barn sem hlaut sár á kviði, og sex ára barn. Ungbarn sem særðist í árásinni lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítalann í Mekele, sem er 60 kílómetrum frá Togoga. Sjúkraflutningamenn segja að herinn hafi stöðvað sjúkrabílinn í tvo klukkutíma sem hafi líklega leitt til þess að ekki tókst að bjarga lífi barnsins. Síðdegis í gær gerði floti sjúkrabíla tilraun til að komast til Togoga en honum var gert að snúa við af hermönnum við bæinn Tukul. Fleiri sjúkrabílar gerðu tilraun til að komast til Togoga seint í gær og í morgun en þeim tókst ekki að komast á staðinn. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna komst til Togoga, frá Mekele, í morgun en þeir þurftu að fara aðra og flóknari leið. Heilbrigðisstarfsmennirnir hafa hlúið að fjörutíu særðum en talið er að mun fleiri hafi særst í árásinni en fjöldi fólks flúði bæinn í kjölfar árásarinnar. Þá eru minnst fimm í Togoga í lífshættulegu ástandi og þurfa á skurðaðgerðum að halda en heilbrigðisstarfsmenn eru ekki í stöðu til að flytja þá á sjúkrahúsið í Mekele. Læknir sem er staddur í Togoga segir að sjúkrabíll á vegum Rauða krossins hafi gert tilraun í gær til að komast á markaðinn en að eþíópískir hermenn hafi skotið á sjúkrabíllinn.
Eþíópía Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira