Ábending um hryðjuverkaógn vakti sérstakan ótta lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. júní 2021 19:00 Runólfur Þórhallsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra. VÍSIR/EGILL Um fimm marktækar ábendingar um hryðjuverkaógn berast ríkislögreglustjóra á hverju ári. Í byrjun árs vakti ein þeirra sérstakan ótta en reyndist svo tilhæfulaus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur þó almennt litlar líkur á hryðjuverki á Íslandi. Hjá ríkislögreglustjóra er starfrækt sérstök greiningadeild sem rannsakar meðal annars hættu á hryðjuverkum. Talsvert berst af ábendingum sem gætu tengst hugsanlegri hryðjuverkaógn að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við fáum nokkrar í viku. Þar sem við fáum ábendingar um eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem einhverjum finnst óeðlilegt. Það getur verið almenningur eða hver sem er sem sendir okkur ábendingarnar,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Allar ábendingar séu skoðaðar vel og vandlega. Um fimm marktækar ábendingar á ári „Þau mál sem fara lengra í skoðun og þar sem við öflum frekari gagna frá innlendum og erlendum stofnunum eru svona þrjú, fjögur og fimm mál ári“, segir Runólfur. Árlega gerir greiningadeildin hættumat vegna hryðjuverkaógnar, nú síðast í janúar. Runólfur segir að almennt séu taldar litlar líkur á að hryðjuverk verði framið á Íslandi. „Við erum friðsamasta land í heimi og höfum verið mjög lengi. Í þessu felast náttúrulega talsverð verðmæti og lífsgæði,“ segir Runólfur. Staðan sé öllu verri á Norðurlöndunum. Þaðan hafi fólk farið til átakasvæða í miðausturlöndunum og jafnvel gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og sé svo komið til baka aftur. Ein ábending vakti sérstakan ótta Á þessu ári hefur ein ábending vakið upp sérstakan ótta meðal deildarinnar og var málið tekið til ítarlegrar skoðunar. „Við fengum ábendingu frá Evrópu snemma árs sem við skoðuðum og töldum ástæðu til að deila með lögregluliðunum hér. Það var ekki ástæða til að gera neitt frekar í því, þetta voru frekar óljósar upplýsingar sem reyndust síðan vera tilhæfulausar,“ segir Runólfur en eftir ítarlega rannsókn á málinu kom í ljós að ekkert væri til í ábendingunni. Mál sem þessi sýni mikilvægi sérstakrar greiningadeildar sem fylgist vel með. Flestar ábendingar snúi að ferðamönnum Runólfur segir að flestar ábendingarnar snúi að ferðamönnum. „Og svo fólk sem hefur komið til landsins í öðrum erindagjörðum og stoppað jafnvel stutt og þá hefur málinu lokið þar með og svo aðrir sem hafa dvalið lengur og þá höfum við aflað frekari gagna og metið málið, en ekkert sem hefur leitt okkur út í einhverjar alvöru aðgerðir,“ segir Runólfur. Hann segir stöðu Íslands, sem eyju í atlantshafinu, vera góða í þessu samhengi enda aðkomuleiðir fáar. Það sé þó ekki hægt að útiloka að hryðjuverk eigi sér stað. „En eins og staðan er núna þá eru engar fyrirliggjandi upplýsingar um það og við teljum það ekkert sérstaklega líklegt að það muni gerast í náinni framtíð,“ segir Runólfur. Lögreglumál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Hjá ríkislögreglustjóra er starfrækt sérstök greiningadeild sem rannsakar meðal annars hættu á hryðjuverkum. Talsvert berst af ábendingum sem gætu tengst hugsanlegri hryðjuverkaógn að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við fáum nokkrar í viku. Þar sem við fáum ábendingar um eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem einhverjum finnst óeðlilegt. Það getur verið almenningur eða hver sem er sem sendir okkur ábendingarnar,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Allar ábendingar séu skoðaðar vel og vandlega. Um fimm marktækar ábendingar á ári „Þau mál sem fara lengra í skoðun og þar sem við öflum frekari gagna frá innlendum og erlendum stofnunum eru svona þrjú, fjögur og fimm mál ári“, segir Runólfur. Árlega gerir greiningadeildin hættumat vegna hryðjuverkaógnar, nú síðast í janúar. Runólfur segir að almennt séu taldar litlar líkur á að hryðjuverk verði framið á Íslandi. „Við erum friðsamasta land í heimi og höfum verið mjög lengi. Í þessu felast náttúrulega talsverð verðmæti og lífsgæði,“ segir Runólfur. Staðan sé öllu verri á Norðurlöndunum. Þaðan hafi fólk farið til átakasvæða í miðausturlöndunum og jafnvel gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og sé svo komið til baka aftur. Ein ábending vakti sérstakan ótta Á þessu ári hefur ein ábending vakið upp sérstakan ótta meðal deildarinnar og var málið tekið til ítarlegrar skoðunar. „Við fengum ábendingu frá Evrópu snemma árs sem við skoðuðum og töldum ástæðu til að deila með lögregluliðunum hér. Það var ekki ástæða til að gera neitt frekar í því, þetta voru frekar óljósar upplýsingar sem reyndust síðan vera tilhæfulausar,“ segir Runólfur en eftir ítarlega rannsókn á málinu kom í ljós að ekkert væri til í ábendingunni. Mál sem þessi sýni mikilvægi sérstakrar greiningadeildar sem fylgist vel með. Flestar ábendingar snúi að ferðamönnum Runólfur segir að flestar ábendingarnar snúi að ferðamönnum. „Og svo fólk sem hefur komið til landsins í öðrum erindagjörðum og stoppað jafnvel stutt og þá hefur málinu lokið þar með og svo aðrir sem hafa dvalið lengur og þá höfum við aflað frekari gagna og metið málið, en ekkert sem hefur leitt okkur út í einhverjar alvöru aðgerðir,“ segir Runólfur. Hann segir stöðu Íslands, sem eyju í atlantshafinu, vera góða í þessu samhengi enda aðkomuleiðir fáar. Það sé þó ekki hægt að útiloka að hryðjuverk eigi sér stað. „En eins og staðan er núna þá eru engar fyrirliggjandi upplýsingar um það og við teljum það ekkert sérstaklega líklegt að það muni gerast í náinni framtíð,“ segir Runólfur.
Lögreglumál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira