„Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 22:10 Guðmann Þórisson var miður sín eftir tapið fyrir Breiðabliki. vísir/vilhelm „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. FH sá ekki til sólar í leik kvöldsins þar sem Breiðablik var með tögl og hagldir frá upphafi til enda. Guðmann er ósáttur með hvernig hans lið tókst á við það að fá á sig mark eftir rúmlega kortersleik. „Við byrjum svo sem ágætlega, í svona tíu mínútur, svo bara fáum við mark á okkur og það er svolítið alveg sama hvað við tölum um það, að ef við fáum mark á okkur kemur smá panik og það gerðist bara nákvæmlega það sem við höfum talað um að eigi ekki að gerast,“ „Ekki það að við höfum bara verið lélegir, þeir voru líka frábærir. Þetta var algjörlega verðskuldað og þeir hefðu eiginlega bara átt að vinna stærra. Það er bara sannleikurinn.“ „Þetta var bara hrikalegt og eins mikil yfirspilun og það gerist.“ segir Guðmann. Gott að sjá að Jason var með meðvitund Það fór um margan á Kópavogsvelli þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar á 33. mínútu og kallað var eftir lækni úr stúkunni. Mörgum var hugsað til hjartaáfalls Christians Eriksen í leik Dana og Finna á EM nýlega en Guðmann sagði gott að sjá að Jason var þó með meðvitund allan tímann. „Auðvitað er þetta hryllilegt að sjá, ég veit ekki hvað kom fyrir eða hvað gerist, en þetta virtist ekki eins alvarlegt, hann var með meðvitund. Þá var maður aðeins öruggari með að þetta væri í lagi, að hann var ekki alveg dottinn út. Í hvert skipti sem einhver leikmaðru hnígur niður þá er manni náttúrulega ekki sama. En það komu fréttir að hann væri í lagi, sem er frábært.“ segir Guðmann. FH þurfi að drulla sér í gang Eftir að hafa fengið 10 stig af 12 í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni hefur FH leikið fimm leiki, að leik kvöldsins meðtöldum, og aðeins fengið eitt stig. Guðmann segir liðsfélaga sína þurfa að hugsa sinn gang. „Það er alveg á hreinu að það vantar ekki gæði. Ég held bara að hver einn og einasti í FH þurfi bara að drulla sér í gang. Það geta allir spilað vel þegar vel gengur. Þetta var ein mesta drulla sem ég hef tekið þátt í, en í hinum leikjum, fyrir utan kannski Leiknisleikinn, höfum við verið allt í lagi. En eftir svona leik þá þurfa menn bara að hugsa hvort þeir vilja vera í þessu ef þeir geta ekki gert betur en þetta.“ segir Guðmann. Aðspurður um hvort þetta geti virkað til að vekja FH til lífsins segir hann: „Wake-up callið á að vera löngu komið. Við erum FH, FH tapar ekki þremur leikjum í röð, hvað þá að fá ekki sigur í fimm leikjum. Þannig að menn þurfa að átta sig á að þeir eru í FH. Það þarf meira.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
FH sá ekki til sólar í leik kvöldsins þar sem Breiðablik var með tögl og hagldir frá upphafi til enda. Guðmann er ósáttur með hvernig hans lið tókst á við það að fá á sig mark eftir rúmlega kortersleik. „Við byrjum svo sem ágætlega, í svona tíu mínútur, svo bara fáum við mark á okkur og það er svolítið alveg sama hvað við tölum um það, að ef við fáum mark á okkur kemur smá panik og það gerðist bara nákvæmlega það sem við höfum talað um að eigi ekki að gerast,“ „Ekki það að við höfum bara verið lélegir, þeir voru líka frábærir. Þetta var algjörlega verðskuldað og þeir hefðu eiginlega bara átt að vinna stærra. Það er bara sannleikurinn.“ „Þetta var bara hrikalegt og eins mikil yfirspilun og það gerist.“ segir Guðmann. Gott að sjá að Jason var með meðvitund Það fór um margan á Kópavogsvelli þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar á 33. mínútu og kallað var eftir lækni úr stúkunni. Mörgum var hugsað til hjartaáfalls Christians Eriksen í leik Dana og Finna á EM nýlega en Guðmann sagði gott að sjá að Jason var þó með meðvitund allan tímann. „Auðvitað er þetta hryllilegt að sjá, ég veit ekki hvað kom fyrir eða hvað gerist, en þetta virtist ekki eins alvarlegt, hann var með meðvitund. Þá var maður aðeins öruggari með að þetta væri í lagi, að hann var ekki alveg dottinn út. Í hvert skipti sem einhver leikmaðru hnígur niður þá er manni náttúrulega ekki sama. En það komu fréttir að hann væri í lagi, sem er frábært.“ segir Guðmann. FH þurfi að drulla sér í gang Eftir að hafa fengið 10 stig af 12 í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni hefur FH leikið fimm leiki, að leik kvöldsins meðtöldum, og aðeins fengið eitt stig. Guðmann segir liðsfélaga sína þurfa að hugsa sinn gang. „Það er alveg á hreinu að það vantar ekki gæði. Ég held bara að hver einn og einasti í FH þurfi bara að drulla sér í gang. Það geta allir spilað vel þegar vel gengur. Þetta var ein mesta drulla sem ég hef tekið þátt í, en í hinum leikjum, fyrir utan kannski Leiknisleikinn, höfum við verið allt í lagi. En eftir svona leik þá þurfa menn bara að hugsa hvort þeir vilja vera í þessu ef þeir geta ekki gert betur en þetta.“ segir Guðmann. Aðspurður um hvort þetta geti virkað til að vekja FH til lífsins segir hann: „Wake-up callið á að vera löngu komið. Við erum FH, FH tapar ekki þremur leikjum í röð, hvað þá að fá ekki sigur í fimm leikjum. Þannig að menn þurfa að átta sig á að þeir eru í FH. Það þarf meira.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira