Telur sig heppna að vera á lífi eftir að hafa misst aleiguna í eldsvoða Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2021 18:59 Kolbrún hefur verið búsett í New York í átta ár. Fjallað var um eldsvoðann, sem lagði íbúð hennar í rúst, í öllum helstu staðarmiðlum fyrr í vikunni. Samsett Íslensk kona búsett í New York segist heppin að vera á lífi eftir að hún missti aleiguna í eldsvoða aðfaranótt sautjánda júní. Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hefur verið búsett í New York í átta ár. Eldurinn, sem rataði í alla helstu staðarmiðla, kviknaði í íbúð nágranna hennar í Hell's Kitchen-hverfinu á Manhattan seint á miðvikudagskvöld. Kolbrún segir mikið vesen hafa verið á manninum í aðdraganda eldsvoðans en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni sem nágranninn fór óvarlega með. Kolbrún gisti ekki heima hjá sér hina örlagaríku nótt af ótta við nágrannann. „Núna er ekki einu sinni veggur milli íbuðanna okkar og þakið í rauninni bara féll á rúmið mitt og gluggarnir splúndruðust, það kviknaði í öllu. Ég talaði við slökkviliðsmennina og þeir höfðu ekki séð svona slæman eld í langan tíma,“ segir Kolbrún. Húsvörður í byggingunni tók þessar myndir fyrir Kolbrúnu, sem ekki hefur fengið að fara inn í íbúðina síðan bruninn varð.Aðsend „Og það er bara gat á gólfinu og það er allt úti um allt, spýtur og rústir. Þetta eru bara brunarústir, þú þarft að fara þarna í sérstökum búning með stáltá.“ Kolbrún, sem dvelur nú á hóteli fyrir tilstilli Rauða krossins, segist hafa fengið þau skilaboð að hún muni aldrei snúa aftur í íbúðina. „Ef ég hefði verið heima hefðu þeir örugglega ekki getað brotið upp hurðina mína og ég er bara þakklát fyrir að vera á lífi og ekki heima sofandi því það hefði getað endað mjög illa.“ Rjúfa þurfti loftið á íbúðinni. Í fyrsta sinn sem hana langar heim til mömmu Tjónið sé gríðarlegt og áfallið mikið. Í eldsvoðanum tapaði Kolbrún meðal annars ýmsum erfðagripum sem henni voru kærir. „Ég á föt frá báðum ömmum mínum, pels og þú getur ímyndað þér það sem maður er búinn að vera að sanka að sér í átta ár. Og ég var nýbúin að stofna þetta heimili og ég var stolt af því.“ Það sé ómetanlegt að finna fyrir stuðningi vina og vandamanna en tilfinningin að upplifa slíkan missi sé óraunveruleg. Mörg áföll hafi dunið yfir hana síðustu mánuði, af heilsufars- og persónulegum toga, að viðbættum heimsfaraldri kórónuveirunnar. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara: Veistu það að nú er nú komið gott, nú vil ég bara fara heim til mömmu,“ segir Kolbrún. Vinir Kolbrúnar hafa hrundið af stað söfnun til að létta undir með henni eftir eldsvoðann. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0536-26-3597, kt. 120387-2439. Fleiri myndir innan úr íbúð Kolbrúnar má sjá hér fyrir neðan. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hefur verið búsett í New York í átta ár. Eldurinn, sem rataði í alla helstu staðarmiðla, kviknaði í íbúð nágranna hennar í Hell's Kitchen-hverfinu á Manhattan seint á miðvikudagskvöld. Kolbrún segir mikið vesen hafa verið á manninum í aðdraganda eldsvoðans en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni sem nágranninn fór óvarlega með. Kolbrún gisti ekki heima hjá sér hina örlagaríku nótt af ótta við nágrannann. „Núna er ekki einu sinni veggur milli íbuðanna okkar og þakið í rauninni bara féll á rúmið mitt og gluggarnir splúndruðust, það kviknaði í öllu. Ég talaði við slökkviliðsmennina og þeir höfðu ekki séð svona slæman eld í langan tíma,“ segir Kolbrún. Húsvörður í byggingunni tók þessar myndir fyrir Kolbrúnu, sem ekki hefur fengið að fara inn í íbúðina síðan bruninn varð.Aðsend „Og það er bara gat á gólfinu og það er allt úti um allt, spýtur og rústir. Þetta eru bara brunarústir, þú þarft að fara þarna í sérstökum búning með stáltá.“ Kolbrún, sem dvelur nú á hóteli fyrir tilstilli Rauða krossins, segist hafa fengið þau skilaboð að hún muni aldrei snúa aftur í íbúðina. „Ef ég hefði verið heima hefðu þeir örugglega ekki getað brotið upp hurðina mína og ég er bara þakklát fyrir að vera á lífi og ekki heima sofandi því það hefði getað endað mjög illa.“ Rjúfa þurfti loftið á íbúðinni. Í fyrsta sinn sem hana langar heim til mömmu Tjónið sé gríðarlegt og áfallið mikið. Í eldsvoðanum tapaði Kolbrún meðal annars ýmsum erfðagripum sem henni voru kærir. „Ég á föt frá báðum ömmum mínum, pels og þú getur ímyndað þér það sem maður er búinn að vera að sanka að sér í átta ár. Og ég var nýbúin að stofna þetta heimili og ég var stolt af því.“ Það sé ómetanlegt að finna fyrir stuðningi vina og vandamanna en tilfinningin að upplifa slíkan missi sé óraunveruleg. Mörg áföll hafi dunið yfir hana síðustu mánuði, af heilsufars- og persónulegum toga, að viðbættum heimsfaraldri kórónuveirunnar. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara: Veistu það að nú er nú komið gott, nú vil ég bara fara heim til mömmu,“ segir Kolbrún. Vinir Kolbrúnar hafa hrundið af stað söfnun til að létta undir með henni eftir eldsvoðann. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0536-26-3597, kt. 120387-2439. Fleiri myndir innan úr íbúð Kolbrúnar má sjá hér fyrir neðan.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira