Telur sig heppna að vera á lífi eftir að hafa misst aleiguna í eldsvoða Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2021 18:59 Kolbrún hefur verið búsett í New York í átta ár. Fjallað var um eldsvoðann, sem lagði íbúð hennar í rúst, í öllum helstu staðarmiðlum fyrr í vikunni. Samsett Íslensk kona búsett í New York segist heppin að vera á lífi eftir að hún missti aleiguna í eldsvoða aðfaranótt sautjánda júní. Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hefur verið búsett í New York í átta ár. Eldurinn, sem rataði í alla helstu staðarmiðla, kviknaði í íbúð nágranna hennar í Hell's Kitchen-hverfinu á Manhattan seint á miðvikudagskvöld. Kolbrún segir mikið vesen hafa verið á manninum í aðdraganda eldsvoðans en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni sem nágranninn fór óvarlega með. Kolbrún gisti ekki heima hjá sér hina örlagaríku nótt af ótta við nágrannann. „Núna er ekki einu sinni veggur milli íbuðanna okkar og þakið í rauninni bara féll á rúmið mitt og gluggarnir splúndruðust, það kviknaði í öllu. Ég talaði við slökkviliðsmennina og þeir höfðu ekki séð svona slæman eld í langan tíma,“ segir Kolbrún. Húsvörður í byggingunni tók þessar myndir fyrir Kolbrúnu, sem ekki hefur fengið að fara inn í íbúðina síðan bruninn varð.Aðsend „Og það er bara gat á gólfinu og það er allt úti um allt, spýtur og rústir. Þetta eru bara brunarústir, þú þarft að fara þarna í sérstökum búning með stáltá.“ Kolbrún, sem dvelur nú á hóteli fyrir tilstilli Rauða krossins, segist hafa fengið þau skilaboð að hún muni aldrei snúa aftur í íbúðina. „Ef ég hefði verið heima hefðu þeir örugglega ekki getað brotið upp hurðina mína og ég er bara þakklát fyrir að vera á lífi og ekki heima sofandi því það hefði getað endað mjög illa.“ Rjúfa þurfti loftið á íbúðinni. Í fyrsta sinn sem hana langar heim til mömmu Tjónið sé gríðarlegt og áfallið mikið. Í eldsvoðanum tapaði Kolbrún meðal annars ýmsum erfðagripum sem henni voru kærir. „Ég á föt frá báðum ömmum mínum, pels og þú getur ímyndað þér það sem maður er búinn að vera að sanka að sér í átta ár. Og ég var nýbúin að stofna þetta heimili og ég var stolt af því.“ Það sé ómetanlegt að finna fyrir stuðningi vina og vandamanna en tilfinningin að upplifa slíkan missi sé óraunveruleg. Mörg áföll hafi dunið yfir hana síðustu mánuði, af heilsufars- og persónulegum toga, að viðbættum heimsfaraldri kórónuveirunnar. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara: Veistu það að nú er nú komið gott, nú vil ég bara fara heim til mömmu,“ segir Kolbrún. Vinir Kolbrúnar hafa hrundið af stað söfnun til að létta undir með henni eftir eldsvoðann. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0536-26-3597, kt. 120387-2439. Fleiri myndir innan úr íbúð Kolbrúnar má sjá hér fyrir neðan. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hefur verið búsett í New York í átta ár. Eldurinn, sem rataði í alla helstu staðarmiðla, kviknaði í íbúð nágranna hennar í Hell's Kitchen-hverfinu á Manhattan seint á miðvikudagskvöld. Kolbrún segir mikið vesen hafa verið á manninum í aðdraganda eldsvoðans en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni sem nágranninn fór óvarlega með. Kolbrún gisti ekki heima hjá sér hina örlagaríku nótt af ótta við nágrannann. „Núna er ekki einu sinni veggur milli íbuðanna okkar og þakið í rauninni bara féll á rúmið mitt og gluggarnir splúndruðust, það kviknaði í öllu. Ég talaði við slökkviliðsmennina og þeir höfðu ekki séð svona slæman eld í langan tíma,“ segir Kolbrún. Húsvörður í byggingunni tók þessar myndir fyrir Kolbrúnu, sem ekki hefur fengið að fara inn í íbúðina síðan bruninn varð.Aðsend „Og það er bara gat á gólfinu og það er allt úti um allt, spýtur og rústir. Þetta eru bara brunarústir, þú þarft að fara þarna í sérstökum búning með stáltá.“ Kolbrún, sem dvelur nú á hóteli fyrir tilstilli Rauða krossins, segist hafa fengið þau skilaboð að hún muni aldrei snúa aftur í íbúðina. „Ef ég hefði verið heima hefðu þeir örugglega ekki getað brotið upp hurðina mína og ég er bara þakklát fyrir að vera á lífi og ekki heima sofandi því það hefði getað endað mjög illa.“ Rjúfa þurfti loftið á íbúðinni. Í fyrsta sinn sem hana langar heim til mömmu Tjónið sé gríðarlegt og áfallið mikið. Í eldsvoðanum tapaði Kolbrún meðal annars ýmsum erfðagripum sem henni voru kærir. „Ég á föt frá báðum ömmum mínum, pels og þú getur ímyndað þér það sem maður er búinn að vera að sanka að sér í átta ár. Og ég var nýbúin að stofna þetta heimili og ég var stolt af því.“ Það sé ómetanlegt að finna fyrir stuðningi vina og vandamanna en tilfinningin að upplifa slíkan missi sé óraunveruleg. Mörg áföll hafi dunið yfir hana síðustu mánuði, af heilsufars- og persónulegum toga, að viðbættum heimsfaraldri kórónuveirunnar. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara: Veistu það að nú er nú komið gott, nú vil ég bara fara heim til mömmu,“ segir Kolbrún. Vinir Kolbrúnar hafa hrundið af stað söfnun til að létta undir með henni eftir eldsvoðann. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0536-26-3597, kt. 120387-2439. Fleiri myndir innan úr íbúð Kolbrúnar má sjá hér fyrir neðan.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent