„Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júní 2021 20:30 Lovren fór oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir atvikið með dómara leiksins. Pool/Getty Images/Petr Josek Tékkar fengu umdeilda vítaspyrnu í 1-1 jafntefli þeirra við Króata á Evrópumótinu í fótbolta í dag. Atvikið var tekið fyrir af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport þar sem skoðanir voru skiptar. Tékkar komust yfir í leiknum á 37. mínútu þegar Patrik Schick skoraði úr vítaspyrnunni umræddu. Aðdragandi hennar var sá að Schick stökk upp í skallabolta ásamt Dejan Lovren, varnarmanni Króata, þar sem olnbogi Lovrens fór í andlit Schicks, en nokkuð ljóst virtist vera að ekki væri um viljaverk af hendi þess króatíska að ræða. Carlos del Cerro Grande, spænskur dómari leiksins, var kallaður að VAR-skjánum og dæmdi víti. Schick lá blóðugur eftir og þurfti að gera að sárum hans áður en hann gat stigið á punktinn. „Fyrir utan það að afleiðingin er vítaspyrna sem þeir skora úr, þá er alveg klárt að þetta setur Króatana úr jafnvægi, og þeir fara svolítið í fórnarlambið. Í hálfleik eru þeir enn að ræða þetta við dómarann.“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Þetta voru nokkur örnámskeið í því hvernig á að fara upp í skallabolta sem Lovren veitti dómaranum.“ segir þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson, sem bendir svo á að Patrik Schick hafi legið alblóðugur eftir og spyr þá hvort það sé ekki ákveðin vísbending að um brot hafi verið að ræða. „Þú segir þá að ef hann hefði ekki orðið blóðugur eftir sama höggið, að þá eru minni líkur á að það hefði verið dæmt víti?“ spyr Ólafur þá áður en hann bætir við: „Nú kemur þú úr annarri íþrótt, körfubolta, þar sem eru ekki líkar reglur. Hvað máttu þegar þú ferð upp í frákast, hvar má hafa hendurnar? Það er óeðlilegt að hoppa upp í skallabolta með hendur niður með síðum. Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu, en þetta er hans upplifun, sem hann reynir að færa rök fyrir, sem er að Schick kemur aftan að honum.“ „Hvort fer höndin aftur á bak í höfuðið á Schick eða höfuðið á Schick í olnbogann á Lovren? Þetta er á grensunni og það skemmtilega við fótboltann er að við sitjum og ræðum þessa hluti og erum ekki sammála,“ segir Ólafur. Atvikið og umræðuna um það má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Víti Tékka EM 2020 í fótbolta Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira
Tékkar komust yfir í leiknum á 37. mínútu þegar Patrik Schick skoraði úr vítaspyrnunni umræddu. Aðdragandi hennar var sá að Schick stökk upp í skallabolta ásamt Dejan Lovren, varnarmanni Króata, þar sem olnbogi Lovrens fór í andlit Schicks, en nokkuð ljóst virtist vera að ekki væri um viljaverk af hendi þess króatíska að ræða. Carlos del Cerro Grande, spænskur dómari leiksins, var kallaður að VAR-skjánum og dæmdi víti. Schick lá blóðugur eftir og þurfti að gera að sárum hans áður en hann gat stigið á punktinn. „Fyrir utan það að afleiðingin er vítaspyrna sem þeir skora úr, þá er alveg klárt að þetta setur Króatana úr jafnvægi, og þeir fara svolítið í fórnarlambið. Í hálfleik eru þeir enn að ræða þetta við dómarann.“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Þetta voru nokkur örnámskeið í því hvernig á að fara upp í skallabolta sem Lovren veitti dómaranum.“ segir þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson, sem bendir svo á að Patrik Schick hafi legið alblóðugur eftir og spyr þá hvort það sé ekki ákveðin vísbending að um brot hafi verið að ræða. „Þú segir þá að ef hann hefði ekki orðið blóðugur eftir sama höggið, að þá eru minni líkur á að það hefði verið dæmt víti?“ spyr Ólafur þá áður en hann bætir við: „Nú kemur þú úr annarri íþrótt, körfubolta, þar sem eru ekki líkar reglur. Hvað máttu þegar þú ferð upp í frákast, hvar má hafa hendurnar? Það er óeðlilegt að hoppa upp í skallabolta með hendur niður með síðum. Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu, en þetta er hans upplifun, sem hann reynir að færa rök fyrir, sem er að Schick kemur aftan að honum.“ „Hvort fer höndin aftur á bak í höfuðið á Schick eða höfuðið á Schick í olnbogann á Lovren? Þetta er á grensunni og það skemmtilega við fótboltann er að við sitjum og ræðum þessa hluti og erum ekki sammála,“ segir Ólafur. Atvikið og umræðuna um það má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Víti Tékka
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira