UEFA gæti gripið til sekta ef leikmenn halda áfram að færa drykki styrktaraðila Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 21:58 Ronaldo er hér í þann mund að fara að færa kókið, sem hann er ekki hrifinn af. Liðin sem nú etja kappi á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu karla gætu átt yfir höfði sér sektir ef leikmenn þeirra halda áfram að færa og fela drykki frá styrktaraðilum mótsins á blaðamannafundum, líkt og Cristiano Ronaldo og fleiri hafa gert. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á mánudag vakti það mikla athygli þegar Cristiano Ronaldo, fyrirliði Evrópumeistara Portúgal og einn besti leikmaður heims, færði tvær Coca Cola-flöskur úr mynd á blaðamannafundi daginn áður en hans menn öttu kappi við Ungverjaland og unnu með þremur mörkum gegn engu. Ronaldo bætti um betur og þegar hann hafði fært kókflöskurnar hélt hann uppi vatnsflösku sem hann var með meðferðis og hvatti fólk til að drekka heldur vatn. Í kjölfarið tók markaðsvirði Coca Cola væna dýfu og lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadala daginn eftir. Manuel Locatelli, leikmaður Ítalíu, lék þetta eftir á blaðamannafundi í gær. Degi eftir að Ronaldo færði kókflöskurnar átti sams konar atvik sér stað þegar Paul Pogba, miðjumaður Frakklands, var mættur til að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Fyrir framan hann var flaska af Heineken-bjór, sem er annar styrktaraðili mótsins. Pogba tók flöskuna og færði hana undir borðið, þannig að hún var ekki í mynd. Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis af trúarlegum ástæðum. Sekta ekki leikmenn Í yfirlýsingu frá Evrópska knattspyrnusambandinu, sem heldur mótið, kemur fram að liðin sem taka þátt í mótinu hafi verið minnt á að aðkoma stuðningsaðila geri sambandinu kleift að halda mótið og styðja ötullega við framþróun knattspyrnunnar í Evrópu, ekki síst á yngri stigum og í kvennafótbolta. Martin Kallen mótsstjóri hefur þá bent á að leikmenn séu samningsbundnir til að fylgja reglum mótsins, í gegnum knattspyrnusambönd þjóðanna sem þeir spila fyrir. Hann sagðist þó hafa ákveðinn skilning fyrir því sem Pogba gerði, enda væri það af trúarlegum ástæðum. Sambandið hefur nú imprað á skuldbindingum þátttökuþjóðanna og segir Kallen að mögulega verði gripið til refsinga ef athæfið heldur áfram. Knattspyrnusambandið mun þó ekki grípa til aðgerða með því að sekta leikmennina sjálfa, heldur aðeins knattspyrnusambönd þeirra. „Við munum alltaf gera þetta í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband, sem gæti svo ákveðið að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, sem er eitthvað sem við ætlum ekki að gera að svo stöddu,“ sagði Kallen og benti á knattspyrnusamböndin hefðu öll undirritað samninga við sambandið um að ákveðnum reglum í tengslum við styrktaraðila yrði fylgt. EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á mánudag vakti það mikla athygli þegar Cristiano Ronaldo, fyrirliði Evrópumeistara Portúgal og einn besti leikmaður heims, færði tvær Coca Cola-flöskur úr mynd á blaðamannafundi daginn áður en hans menn öttu kappi við Ungverjaland og unnu með þremur mörkum gegn engu. Ronaldo bætti um betur og þegar hann hafði fært kókflöskurnar hélt hann uppi vatnsflösku sem hann var með meðferðis og hvatti fólk til að drekka heldur vatn. Í kjölfarið tók markaðsvirði Coca Cola væna dýfu og lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadala daginn eftir. Manuel Locatelli, leikmaður Ítalíu, lék þetta eftir á blaðamannafundi í gær. Degi eftir að Ronaldo færði kókflöskurnar átti sams konar atvik sér stað þegar Paul Pogba, miðjumaður Frakklands, var mættur til að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Fyrir framan hann var flaska af Heineken-bjór, sem er annar styrktaraðili mótsins. Pogba tók flöskuna og færði hana undir borðið, þannig að hún var ekki í mynd. Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis af trúarlegum ástæðum. Sekta ekki leikmenn Í yfirlýsingu frá Evrópska knattspyrnusambandinu, sem heldur mótið, kemur fram að liðin sem taka þátt í mótinu hafi verið minnt á að aðkoma stuðningsaðila geri sambandinu kleift að halda mótið og styðja ötullega við framþróun knattspyrnunnar í Evrópu, ekki síst á yngri stigum og í kvennafótbolta. Martin Kallen mótsstjóri hefur þá bent á að leikmenn séu samningsbundnir til að fylgja reglum mótsins, í gegnum knattspyrnusambönd þjóðanna sem þeir spila fyrir. Hann sagðist þó hafa ákveðinn skilning fyrir því sem Pogba gerði, enda væri það af trúarlegum ástæðum. Sambandið hefur nú imprað á skuldbindingum þátttökuþjóðanna og segir Kallen að mögulega verði gripið til refsinga ef athæfið heldur áfram. Knattspyrnusambandið mun þó ekki grípa til aðgerða með því að sekta leikmennina sjálfa, heldur aðeins knattspyrnusambönd þeirra. „Við munum alltaf gera þetta í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband, sem gæti svo ákveðið að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, sem er eitthvað sem við ætlum ekki að gera að svo stöddu,“ sagði Kallen og benti á knattspyrnusamböndin hefðu öll undirritað samninga við sambandið um að ákveðnum reglum í tengslum við styrktaraðila yrði fylgt.
EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira